Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2005, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005
Síðast en ekki síst DV
Kjartan á Baug
Kjartan Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins,
á Baug; fyrirtæki sem sér um út-
leigu á atvinnuhúsnæði. Sam-
kvæmt firmaskrá er Kjartan eig-
andi að Baugi en upplýsingar um
fyrirtækið voru síðast uppfærðar
árið 1998 en Baugur er þar enn á
skrá undir nafni Kjartans.
Furðulegt má teljast að Kjartan
hafi ekki gert athugasemdir við
7TgfC% það að annað fyrirtæki sé
LuJcl skráð sem Baugur þar
sem hann hlýtur að hafa einkarétt
á nafninu. Sérstaklega í ljósi
tengsla Kjartans við Davíð Odds-
son, fyrrverandi forsætisráðherra,
baugur gro
sem vart hefur getað nefnt nafnið
Baugur án þess að láta skammir
fylgja sem frægt er.
Ekki náðist í Kjartan Gunnars-
son í gær til að spyrjast fyrir um
Baug en Sigríður Snævarr, eigin-
kona hans og sendiherra, svaraði
stutt og laggott í síma þeirra hjóna
á Starhaga: „Nei, hann er ekki
heima."
Kjartan Gunnarsson Skráðursem eigandi
Baugs í firmaskrá.
Hvað veist þú um
Árna Gaut
Arason
1. Hvaða ár er hann fædd-
ur?
2. Með hvaða liði varð hann
norskur meistari í fótbolta
um síðustu helgi?
3. Hvað hefur hann leikið
marga landsleiki?
4. Hvað hefur hann spilað í
mörgum löndum?
5. Hvað hefur hann oft orð-
ið norskur meistari?
Svör neðst á síðunni
Hvað segir
mamma?
„Hann er fín-
asti strákur
og hefur
alltafverið.
Þægilegur
sem barn og
unglingur/'
segirSvein-
dís Her-
mannsdótt-
ir, móðir
Gunnars
Ragnarssonar, söngvara Jakobínar-
ínu.„Hann var mjög góður I fótbolta
á yngri árum og spilaði í Þýskalandi
frá 7 til 7 0 ára aldurs en lagði skóna
á hilluna þegar Jakobínarína vann
Músíktilraunir og fór að eyða meiri
tíma I tónlistina. Hann ermjög góður
ískóla og á auðvelt með nám. Svo er
hann skemmtilegur I hlutverki eldri
bróðuren hann á tværyngri systur
sem fylgjast náið með honum."
Gunnar Ragnarsson er söngvari
hljómsveitarinnar Jakobínarínu
sem vann Músiktiiraunir fyrr á
þessu ári. Hljómsveitin tók þátt í
Airwaves í lok síðasta mánaðar og
stóð sig frábærlega. Poppspek-
úlantar innanlands og utan telja
að Jakobinarína sé næsta von Is-
lands.
Grind Rokk rifiö Fnstagesfir
menniigarbúllunnar á vergangi
„Já, það er búið að ganga frá sölunni. Kominn tími á mig. Ég
er orðinn of gamall í þetta stand. Ég er orðinn einn elsti rekstrar-
aðili á þessu sviði sleitulaust. Það eina sem er eldra er Homið og
Laugaás," segir Karl Hjaltested, vert á Grand Rokki.
Hann hefur nú selt reksturinn og húsið. Kaupverð fæst ekki
upp gefið en samkvæmt heimildum DV slagarþað hátt upp í 100
milljónir. Þeir verktakar sem keypt hafa húsnæðið hyggjast rífa
það og reyndar alla húsaþyrpinguna sem stendur milli Lauga-
vegar og Hverfisgötu og svo Smiðjustígs og Klapparstígs. Eftir
því sem DV kemst næst hafa þessir sömu aðilar einnig keypt
Klapparstíg 30, þar sem knæpan Sirkus stendur, Klapparstíg 28,
Laugaveg 21 og Laugaveg 19 þar sem Indókína er, Smiðjustíg 4a
þar sem Sonett er auk Hverfisgötu 28. Fyrirhugað er að reisa á
þessum stað mikla verslunarmiðstöð.
„Þeir em búnir að vera á bakinu á mér í átta mánuði. Ég ætl-
aði ekki að selja en það var bara ekki hægt að hafita þessu tii-
boði," segir Karl. Ljóst má því vera að kaupendur láta fátt standa
í vegi fyrir sér.
„Þetta hefur verið mjög fínt hérna á Grand Rokki," segir Karl
og neitar því ekki að mikill söknuður fylgi því að segja skilið við
þennan rekstur. Afhending er 1. febrúar þannig að ekki em
nema þrír mánuðir til stefnu. Mikil menningarstarfsemi hefur
þrifist í tengslum við staðinn og óvíst hvað verður um hana. Að
ekki sé talað um fastagestina en margir hafa litið á Grand Rokk
sem sitt annað heimili. „Svona er þetta bara. Við verðum að
finna annað heimili fyrir þessa yndislegu vitleysinga sem hér
hafaverið."
Þeir em þekktir fyrir fremur hráslagalegan húmor, gestir
staðarins, og einn þeirra hafði á orði að réttast væri að einhverj-
ir veitingamenn fengju að bjóða í kúnnahópinn í heilu lagi.
Karl Hjaltested „Ég er orðinn ofgamall I
þetta stand," segir kráareigandinn góðkunni en
hann seldi verktökum reksturinn og húsið.
Magnús Scheving
Latibær fæddist á
sama tíma og hann
var valinn íþrótta-
maður ársins.
Rak bikarinn harkalega í hausinn
„Þetta er mér mjög minnis-
stætt," segir Magnús Scheving, leik-
fimistjarna og fmmkvöðull. Gamla
myndin er tekin af honum á gamla-
ársdag árið 1994. Þá var hann ný-
kjörinn íþróttamaður íslands fyrir
gott gengi í þolfimi.
„Þegar ég fékk bikarinn afhentan
rak ég hann harkalega í hausinn á
mér. Ég veit ekki hvort það er af því
að ég er svo lítill eða kannski vegna
þess að sá sem rétti mér hann var
miklu stærri," segir Magnús og
hlær.
A því ári sem Magnús hélt titl-
inum íþróttamaður ársins fæddist
Latibær í hausnum á honum. Um
haustið 1995 kom fyrsta bókin
byggð á þeim heimi út en hún hét
Afram Latibær.
f viðtali við DV um útgáfu bók-
arinnar sagðist Magnús hafa mjög
gaman af því að skrifa sögur. „Það
getur vel verið að ég haldi þessu
áfram," bætti hann við, grunlaus
um landvinninga framtíðarinnar.
Sexi þolfimjgalli
Magnús var kjörinn
íþróttamaður ársins
1994 og bikarinn var
engin smásmíði.
Frábært hjá Lúðvik Geirssyni og
Önnu Sigtryggsdóttur að halda sér
I hörkuformi þótt þau séu bæði I
kring um nírætt.
1. Hann er fæddur áriö 1975.2. Hann varð meistari meö
Válerenga. 3. Hann hefur spilað 50 landsleiki. 4. Hann
hefur spilað í tveimur löndum, Noregi og Englandi. 5.
Hann hefur sjö sinnum orðið norskur meistari (sex sinn-
um með Rosenborg og einu sinni með Válerenga.
Krossgátan
Lárétt: 1 slembilán,4
flengja,7 mas,8 viljuga,
10 gljáhúð, 12 rölt, 13
dá, 14 merki, 15 gegn-
sæ, 16 hestur, 18 gæfu,
21 dáin,22 slabb,23
grind.
lóðrétt: 1 Ijúf, 2 klaka, 3
djásn,4 lastar, 5 gára, 6
ávinning, 9 afbragð, 11
glaðan, 16 ávana, 17
spíra, 19 fffl, 20 frfð.
Lausn á krossgátu
•}æs 07'!u?61'e|bzl
'>|æs| 91 'ueje>) 11 '|BAjn 6 '>|>|e 9 'ejA s 'J!|æiu||eq p 'du6}je>|s £ 'ssj z 'jæ6 j :j}?JG93
•jsu £j'dej>| 33'U!Q!| iz'suyi 81
'JB|>t 91 'æ|6 s l 'liasuj p i '}!ao £ l joj 7L’>l>|e| 0L 'esnj 8 jeJ>|s L 'egXif p 'sjj6 j :))?Jn
MARKAÐURINN
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA
Mest lesna
viðskiptablaðið
MARKAÐURINN ‘
iTE:
Íílnr..'-'----
AUGLÝSINGASÍMI
550 5000
jr