Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2005, Blaðsíða 40
r* / ri t Í\ í\j>A í [) Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem
birtist, eða er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta
fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar
^jwifnleyndar er gætt. r-* q r-> Q rj Q
SKAFTAHLÍÐ24,105RBYKJAVfK [STOFNAÐ 1910] SÍMIS50500Q 5 ll690710ll1111171
• Fjölmargir aðdá-
endur hins skelegga
fjölmiðlamanns
Stjána stuð kætast
eflaust yfir þeim
fregnum að Pétur,
Auðunn og Sveppi
hafa ráðið hann til
starfa sem sérstakan kvik-
myndagagnrýnanda Strákanna.
Stjáni hefirr verið i fjölmiðlafríi
undanfarin misseri og vinnur
sem kerrutæknir hjá Færeyingn-
um Jákúpi í Rúmfatalagemum.
Hann hefur störf hjá Strákunum
næstkomandi mánudag en vill
lítið gefa uppi um hvaða mynd
verður fyrst í fallöxina. Stjáni er
þekktur fyrir harða rýni sína og
fagna Ólafur Jóhannesson og Af-
rica United-félagar því væntan-
lega að Októberhátíðin í bíóum
borgarinnar dragi athyglina frá
þeim...
Hélt Halldór að hann væri
aðtala við sjálfan sig?
Jí l£o4c
Sviplegt andlát Mar Trabant
Tónleikum hljómsveitarinnar Trabants í nætur-
klúbbnum Ghetto í Ixindon var aflýst í síðustu viku
vegna sviplegs andláts eiganda staðarins. Ekki er
ljóst hvort eigandinn var myrtur eða lést af öðrum
orsökum:
„Við vorum komrúr út og búnir að spila á öðrum
stöðum þegar okkur var tilkynnt að ekkert gæti orð-
ið af tónleikunum í Ghetto. Okkur var sagt að eig-
andinn hefði dottið niður stiga og dáið en aðrar
sögur hermdu að hann hefði verið myrtur. Allavega
var einhver næturklúbbaeigandi myrtur á meðan
við vorum þama úti," segir Hlynur A. Vilmarsson,
hljómborðsleikari Trabants. „Okkur brá dáh'tið en
við þessu var ekkert að gera."
Trabant hefur víða farið og meðal annars leikið á
Bessastöðum. Dorrit Moussaieff er meðal aðdá-
enda sveitarinnar en hún mun þó ekki hafa haft
milligöngu um leik Trabants í Ghetto sem er vinsæll
klúbbur samkynhneigðra í London. Klúbburinn er
staðsettur í Soho-hverfinu á bak við Astoria sem
margir þekkja. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem dul-
arfullt mannslát eða jafnvel morð setur strik í reikn-
ing tónleikahalds Trabants.
„Við látum þetta ekki á okkur fá og förum aftur
til Englands í janúar. Það er á vegum umboðsskrif-
stofu sem hefur bókað okkur víða og við leggjum í
hann í janúar," segir Hlynur hljómborðsleikari
ánægður með ferðina til London þrátt fyrir þann
harmleik sem varð í Ghetto-klúbbnum þegar eig-
andinn þar féll niður dauður.
Fyrirmynd og eftirherma
Halldór og Pálmi hittust í
tökum á Áramótaskaupinu.
„Hann hefur aldrei talað við mig
og veit ekkert um mig," sagði Hall-
dór Ásgrímsson forsætisráðherra í
viðtali á Talstöðinni um helgina. „Ég
held að Pálmi Gestsson ætti nú ein-
hvern tíma að tala við mig. Hann er
enginn sérfræðingur í mér."
Hafldór virðist gefa lítið fyrir fund
sinn og Pálma á tröppum Stjórnar-
ráðsins í fyrra. Pálmi var þar ásamt
tökuliði við gerð Áramótaskaupsins
þegar forsætisráðherrann bar að
garði. Fundurinn var kannski ekki
langur en vissulega töluðu þeir fé-
lagar saman.
Þrátt fyrir skoðanir Halldórs virð-
ist sem atvinnumönnum innan
kvikmyndageirans þyki Pálma
takast vel upp. Hann er tilnefndur til
Edduverðlauna fyrir góðan leik,
meðal annars fyrir að leika Halldór.
Atriðið á tröppum Stjórnarráðsins
gæti hafa verið þar örlagavaldur.
Pálmi fullur af andagift eftir fundinn
með leiðtoganum. Kannski hann
ætti að hitta hann oftar.
Selma lifir íminningunni
Þrátt fyrir slælegt gengi Selmu
Björnsdóttur í úrslitakeppni
Eurovision í vor eru hvorki hún né
smellurinn If I Had Your Love
gleymd í hugum harðra aðdáenda
keppninnar.
Á síðunni esctoday.com er
að finna samansafn helstu
Eurovision-spekinga heims-
ins. Fyrir nokkrum dögum
var birt frétt á síðunni
þar sem skýrt var frá
þeirri ákvörðun Ríkis-
sjónvarpsins að halda
undankeppni til að velja
framlag íslendinga í
keppnina að ári. Speking
arnir gátu ekki setið á sér og
athugasemdum um íslend-
inga rignir inn í kjölfarið.
„Ég er svo ánægð að sjá að
ég er ekki sú eina sem var í
sjokki þegar lagið datt úr
keppni," segir Bretinn Mike
Baker. Margir spekinganna
eru á því að gengið hafi ekki verið
laginu að kenna, heldur flutningi
Selmu. Grikkinn Sotos Avlonitis tek-
ur hanskann þó upp fyrir hana. „If I
Had Your Love var langbesta lagið í
keppninni í ár. Ég er alls ekki sam-
mála því að flutningurinn hafi
verið ömurlegur. Ef Selma
hefði komist í úrslit hefði
hún unnið keppnina!"
Spánverjinn Rou-
gemont D’Castile er
sammála Sotos að flestu
leyti. „Þetta var fiábært
lag. Það er ekki hægt að
kenna frammistöðu
Selmu um, fyrir utan
víðu stuttbuxurnar," segir
hann. Margir eru sammála
honum um bún-
inginn en þrátt
í Eurovision
Áhugamönnum um
Eurovision þótti bún-
ingurinn hræðilegur.
en
fyrir það er ljóst
að Selma lifir
góðu lífi í minn-
ingunni.
MAN.UTD
CHELSEA
I BEINNI A SUNNUDAG!
Y
t
i lA í
^.yELUNUM flÐ leiksLOKUM LIÐIÐ MITT
iVltltl oíMLmivM IVIM á mánudogum kl. 21.00 á fimmtudögum kl. 20.00
AI.ITAF Á lAUCARDOTAIM
HELGARUPPGJOR
Á SUNNUDOGUM KL 21.00
r
w
ff‘1
m * '
%
LEIKIR HELGARINNAR
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER
12.45 Aston Villa - Liverpool (b)
15.00 Arsenal - Sunderland ibj
15.00 Newcastle - Birmingham EB2 (b)
15.00 Fulham - Man.City EB3 (b)
15.00 Blackbum - Charfton EB4 (b)
15.00 West Ham - WBA EB5 (b)
17.15 Portsmouth - Wigan (b)
SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER
14.00 Everton - Middlesbrough EB2 (b)
16.00 Man.Utd - Chelsea íb)
MANUDAGUR 7. NÓVEMBER
20.00 Bolton - Tottenham (b)
ICELANDAIR
TRYGGÐU ÞER ÁSKRIFT
i SÍMA 800 7000, Á WWW.ENSKI.IS
EÐA I NÆSTU VERSLUN SÍMANS.
EnSHp%
B O L T I N A/fBr