Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2005, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2005, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 Sálin DV Skrítnar en raunverulegar fóbíur Lachanoph- obia hræðsla við græn- meti. Lalioph- obia - ■d • hræðsla við að tala. Leukophobia - hræðsla við hvítan lit. / Fóstureyðingar auka ekki þunglyndi Samkvæmt nýrri rannsókn auka fóstureyðingar ekki Ukur á þungiyndi kvenna. Bf kona sem sættir sig ekki við að eignast bam verður ófrísk minnka líkumar á þungiyndi í raun ef hún lætur eyða fóstrinu, samkvæmt rannsókninni. Þar kom einnig fram að þær konur sem fara ekki í fóstur- eyðingar em yfirhöfuð minna menntaðar, hafa lægri laun og koma frá stærri fjölskyldum en það em ailt áhættuþættir varðandi þunglyndi. Levophobia - hræðsla við allt sem ervinstramegin. Ligyrophobia - hræðsla við hávaða. Lilapsophobia - hræðsla við hvirfil- vinda og fellibyli. Limnophobia - hræðsla við vötn. Linonophobia - hræðsla við spotta. Liticaphobia - hræðsla við ákærur. Parturiphobia - hræðsla við bams- burð. Logophobia - hræðsla við orð. Lyssophobia hræðsla við að vera geðveikur. Febriphobia hræðsla við hita. Francophobia hræðsla við Frakkland. Gamophobia - hræðsla við hjónaband. Geliophobia - hræðsla við hlátur. Genuphobia - hræðsla við hné. Gephyrophobia - hræðsla við brýr. Germanophobia hræðsla við Þýskaland. Gerascophobia - hræðsla við eliina. Gerontophobia - hræðsla við gamalt fólk. Geumaphobia - hræðsla við bragð. Globophobia - hræðsla við blöðmr. Graphophobia hræðsla við að skrifa. Nudophobia - hræðsla við nekt. Gynephobia hræðsla við konu. SællBjöm Mig langaði að fræðast aðeins um vefjagigt. Hver em ein- kennin, orsökin og meðferðin? Kveðja. Sæll Það má segja að vefjagigt sé eitt af þeim vandamálum sem erfitt hef- ur verið að átta sig á og menn em alls ekki sammála um orsök þess. Vefjagigt virðist leggjast á alla ald- urshópa þrátt fyrir að greinilegt sé að algengasti hópurinn sé konur (um 90%) og þá kannski á barneign- araldri þegar vefjagigt greinist. Talið er að allt að 2% mannkyns þjáist af veijagigt. Einkennin em stöðugir verkir á ýmsum stöðum líkamans og aukin næmni fyrir verkjum. Algengir verkir eru t.d. í kringum mjöðm, í vinstri eða hægri hlið líkamans, og í hálsi svo eitthvað sé nefnt. Um helmingur þeirra sem þjást af veija- gigt upplifir auk þess slæmt mígreni og margir eiga við hægða- og þvag- færavandamál að stríða. Síþreyta virðist vera algeng hjá þeim sem þjást af vefjagigt þar sem upplifunin er að vera algjörlega uppurinn, þar sem fætur virðast svo þungir að það er eins og þeim sé haldið niðri með múrsteinum. Fólk með vefjagigt tal- ar um erfiðleika við að einbeita sér og lýsir því meðal annars eins og það 'i-mm Valið fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi MinnistöfUir boðs- oq söluaöili sími: 551 9239 .birkiaska.is sé ský yfir heilanum. Svefnvandamál eru mjög algeng einkenni vefjagigtar og hafa rannsóknir á einstaldingum með vefjagigt leitt í ljós að þeir eiga auðvelt með að sofna en það séu greinilegar truflanir á djúpa svefnin- um. Þreyta eftir nætursvefn er óneit- anlega vísbending um þessa truflun sem og einkenni martraða og líkam- legra óróleika í svefni. Vefjagigt virð- ist valda það mikilli truflun að um það bil 30% einstaklinga með vefja- gigt virðast ekki geta stundað reglu- lega vinnu. Hægt er að nefna fleiri möguleg vandamál eins og kvíða og þunglyndi sem þróast með vefjagigt en læt ég hér staðar numið með það helsta. Til þess að einstaklingur geti uppfýllt viðmið fyrir vefjagigt er tal- að um að verkirnir og önnur ein- kenni hafi staðið yfir stöðugt í lág- mark þrjá mánuði án þess að það séu aðrar eðlilegar skýringar á verkj- unum. Langvarandi vandamál Orsakirnar eru óljósar en gæti byrjað við áföll eða skaða einhvers konar. Kenningar eru auk þess uppi um að mögulega megi rekja upp- hafið til vírussýkinga þrátt fyrir að sýkillinn hafi ekki uppgötvast þegar þetta er skrifað. Kenningar eru um að mögulegt sé að slys eða önnur áföll komi einkennunum af stað án þess að vera endilega orsök þeirra. Því miður virðist vefjagigt oft þróast í að vera langvarandi vanda- mál, þar sem fólk losnar ekki við einkennin, en á frekar möguleika á að draga úr einkennum og þróa með sér tækni til að eiga auðveld- ara með að lifa með vefjagigtinni. Meðferð sem hjálpar fólki með vefjagigt getur í raun verið sam- bland af mörgu eins og t.d. slökun, sjúkraþjálfun, ákveðnum tegund- um þunglyndislyfja, nálastunga, osteopat-meðferð, hnykk- læknameðferð, sjúkranudd, ákveð- in líkamsrækt eða „aerobic" og sál- fræðileg meðferð. Að lokum má vekja athygli á því að vefjagigt eins og síþreyta er eitt af þessum vandamálum sem fólk virðist deila yfir hvort sé líkamlegt vandamál eða sálfræðilegt. Erfitt og flókið getur verið að fara inn í þá umræðu en því miður verður þessi deila oft til þess að einstaklingar með vefjagigt leita sér ekki sál- rænnar meðferðar þar sem það er hrætt um að þá sé það að viður- kenna að vefjagigt sé „öll í höfð- inu". Hins vegar er mikilvægt að átta sig á því að sálfræðileg meðferð virkar mjög vel við að meðhöndla mörg þau vandamál sem hafa lík- amlegar orsakir. Hugræn atferlis- meðferð hefur meðal annars nýst vel „krónískum" verkjasjúklingum eftir slys sem augljóslega hafa lík- amlega orsök. Einnig hefur verið sýnt fram á að hugræn atferlismeð- ferð virðist hjálpa mjög stórum hópi þeirra einstaklinga sem þjást af vefjagigt. Gangi þér vel Bjöm Harðarson sálíræðingur Mörg hjón fara saman í bissness. Álagið á sambandið er þá enn meira og því um að gera að fara rétt að. Ráð fyrir hjón sem starfa saman 1. Ekki greina á milii vinnunnar og restarinnar af llfinu Vinnan á að vera hluti af heild, eitthvað sem þið deilið saman. Hug- myndin um „vinnutíma" og ekki er einfaldega fölsk. 2. Vinnið með öðru fólki Ekki einangra ykkur aigjörlega. Leitið hugmynda víðar en á heimili ykkar. 3. Hittiðvini Ekki hanga saman allan daginn. Þið verðið að umgangast annað fólk til að tala um eitthvað annað en vinnuna. Farið í saumaklúbba og á fótboltaleiki með vinum. 4. Spjallið um skoðanir ykkar Verið viss um skoðanir hvort ann- ars. Reynið að finna sameiginiegan grundvöll. Fjölskylda sem trúir sam- an helst saman. 5. Búið til ykkar athafnir Komið ykkur upp hefðum og venjum sem styrkja sambandið. Kúr- ið alltaf fyrir svefiúnn og fáið ykkur barnapössun einu sinni í viku til að fara saman út að borða. 6. Búið til verkaskiptingu Ákveðið hver eldar, kaupir inn, sér um fjármálin, taiar við viðskipta- vini og fleira. Mörg sambönd faraí hundana þar sem hjón eru ekki sam- mála um heimilisverkin. Þetta verð- ur enn mikilvægara ef þið emð farin að vinna saman líka. 7. Veriö hreinskilin um þarfir ykkar Ekki reyna að lesa hugsanir. Ákveðið að þið ætlið að spyija alltaf hreint út til að takmarka misskilning og særindi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.