Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1955, Page 27

Símablaðið - 01.01.1955, Page 27
XX XX. árg. 1. tbl. 1955 £wabla$tí Á síðustu UO árum hafa or&ið stórstíg- ari framfarir á sviði atvinnulífsins hér á landi en nolckru öðru jafnlöngu timabili. Á sviði félagsmála er um hreina byltingu að ræða, sem mörgum hefur ekki orðið sársaukalaus í bili, — við ýmis þau spor, er stigin voru, — en flestir sætt sig fljótt við, og reynslan sýnt, að áttu fullan rétt á sér. — Þegar alþýðusamtókin hófu göngu sína, 1916, var ekki langt frá því að braut- ryðjendur þeirra væru hálfgerðir land- ráðamenn í augum mikils hluta þjóðar- innar. Árið 1915 voru þeir hlutfallslega ekki fáir innan o k k ar stéttar, sem ekki voru vissir um, að það samrýmdist því, að vera góður þjóðfélagsþegn, að ganga í hið nýstofnaða stéttarf'élag. Jafnvel svo glöggur og reyndur maður, sem þáverandi landssímastjóri, 0. Forberg, leit þessi samtök hornauga í fyrstu — og ekki laus við þá skoðun, að þessari félagsstofnun kynni að vera beint gegn sér, sem yfirmanni stofnunarinnar. 1 því viðhorfi spegl- aðist afstaða fjölda ráðandi manna á þeim tímum, en Forberg mun hafa skilið það fyrr en flestir þeirra, að hér var um eðlilega og sjálfsagða þróun að ræða. — Fyrstu 10 ára starf F.I.S. gaf því þann innri styrk, sem verið hefur kjölfesta þess síðan. Á því tímabili, eða strax á bernsku- skeiði, fékk það við að glíma viðfangsefni, sem reyndu á þolrifin, — og sem hvað eftir annað lá við að kostaði þá, sem fremstir voru, stöðuna. Þar áttust við ný og gömut viðhorf, — nýi og gamli tíminn. En þeim, sem þá stóðu oft í óvæginni orrustu, skyldist það, hve ómetanlegt það er slíkum félagssamtökum, að eiga mál sín að sækja á hendur manni, sem kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Fyrir það munu þeir ætíð minnast 0. Forbergs landssímastjóra með virðingu, og telja félag sitt í þakkarskuld við hann, jafnvel þó hann væri oft harður í horn að taka. En undir hann átti félagið mál sín að sækja fyrstu 10 árin, þau ár, sem það var að skapa sér tilverurétt. A. G. Þ. Olav E. Forberg.

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.