Símablaðið - 01.01.1955, Side 32
6
SIMABLAÐIÐ
Jrá tíi
Ingólfur Einarsson.
Þegar ég lít 30 ár aftur í tímann af
40 ára starfssögu F.Í.S., flæða fram í hugan
minningar um mikið og merkilegt starf,
sem félagið hefur innt af hendi á liðnu
40 ára tímabili.
Eins og gengur og gerist hafði félags-
starfið í fyrstu gengið upp og niður —
en þó aðallega upp. Stórfeldasta sigur sinn
í hagsmunamálum félagsmanna, vann það
með samþykkt ráðherra á starfsmanna-
reglum landssímans 1935, og færði þar
með félögum sínum miklar hagsmunabætur
í auknum hlunnindum. Var það fyrsta
félagið sem slíkar reglur fékk samþykktar
af ríkisstjórninni, og hefur verið í því,
eins og í mörgu öðru á sviði félagsmála,
til fyrirmyndar.
Árabilið 1930—45 tel ég að félagsstarfið
og árangur þess hafi staðið í mestum
blóma. Á þessum árum er félagið skipu-
lagt og byggt upp, ef svo má segja, með
tilliti til þess, að félagsmenn eru dreifðir
um land allt. í Reykjavík og á þremur
stöðvum út á landi, reisti félagið sumar-
bústaði til afnota fyrir félagsmenn og ótal
margt fleira er framkvæmt á þessu ára-
bili til mikilla hagsbóta fyrir félagsmenn
og sjálft félagið, sem til frambúðar má
teljast. Ein töluverð mistök álít eg þó að
félagið hafi hent á þessu árabili, og það
er þegar fundur í félaginu samþykkir að
selja sumarbústað símamanna að Elliða-
hvammi á þeim forsendum, að rekstur
hans hafi verið félaginu ofviða, og einnig
að bústaðurinn hafi verið lítið notaður,
nema af fámennum hóp manna. Að mestu
var þetta misskilningur, því oft lögðu
margir leið sína upp í Elliðahvamm og
margir félagsmenn eiga þaðan margar og
ánægjulegar minningar, og ekki sízt sá
hópur manna, sem dvaldi þar margar frí-
vaktirnar, og sumir heil sumarfrí ár eftir
ár, við sjálfboðavinnu að prýða bústaðinn
og umhverfi hans. Hin geysilega vinna, sem
margir lögðu af mörkum við byggingu
bústaðarins, var að engu gerð með sölunni,
og þótt reksturskostnaður væri nokkur,
varð félagið að mínu áliti fyrir fjárhags-
legu tjóni við söluna.
Þrátt fyrir þessi mistök álít ég að á
þessum árum hafi félagsmenn verið hvað
samstiltastir í félagsstarfinu og framgangi
þess á öllum sviðum.
Málgagn félagsins, Símablaðið, sem hóf
göngu sína með stofnun félagsins undir
nafninu Elektron, hefur gegnt merkilegu
og miklu hlutverki. Til þess að félagarnir
úti á landi gætu fylgzt með félagsmálum,
og ekki síður til þess, að þeir geti látið
til sín heyra um þau málefni, sem á dag-
skrá voru hjá félaginu, og sem í fyrstu
var einkum launakjörin, var nauðsynlegt
að hafa félagsblað, sem kæmi út að
minnsta kosti öðru hvoru. Oft hefur mikill
styr staðdð um útkomu Símablaðsins, aðal-
lega síðustu árin. Eðlilega hafa félagsmenn
beint gagnrýni sinni að stjórn félagsins.
Ég veit ekki hvort félagarnir hafa gert sér
grein fyrir því, hve mikið og erfitt starf
það er, að halda blaði gangandi, reglulega,
Frh. á bls. 36