Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1955, Page 37

Símablaðið - 01.01.1955, Page 37
SIMABLAÐIÐ 11 acý&cir Árið 1918 var merkisár í sögu Is- lands. Langþráðu marki var náð, Is- land varð frjálst og fullvalda ríki. Það ár voru frosthörkur miklar um land allt. Hafís fyllti hvern fjörð og vík fyrir Norðurlandi, og varð allt ein samfrosta ísbreiða. Sighngar tepptust til Norðurlands, Vestfjarða og Aust- fjarða um lengri tíma. Katla gaus og dreifði ösku sinni og vikri um nærliggjandi sveitir. Þá geys- aði hin mikla drepsótt, sem nefnd var Spánska veikin, í Reykjavík og víðar um landið. Lögðust í veiki þessari all- ir símritunarhæfir menn nema ég, sem var þá nemandi, og Tómas Stefáns- son, sem legið hafði í pest þessari á leiðinni frá útlöndum til Islands, en ég var einn af þeim fáu, sem slapp við hana. Minnisstætt er mér, þegar starfsfólk- ið var að týnast burt og þeir hörmung- Sig. Dahlmann. ar atburðir, sem þá gerðust. Sem dæmi um hve geyst veikin tók fólk, má geta þess, að eitt sinn er ég fór til hádegis- verðar, sá ég eina tvo menn við húsið laugaveg 11, á hinni fjölförnu leið, frá Símastöðinni í Pósthússtræti (nú lög- reglustöðin) og heim á Hverfisgötu 37. Einnig minnist ég þess, er ég var einn á ritsímanum að deginum, og svo á miðstöð á nóttinni, með litlum hvíld- um, í heila viku. Símritunarskólinn, hinn fyrsti er tók til starfa hér á landi, var settur í loft- skeytastöðinni á Melunum í febr. 1918. Skólastjóri var Friðbjörn heitinn Aðal- steinsson og kenndi hann verklegt. Kennarar voru Ottó B. Arnar loft- skeytafræðingur í „teknik“ og Adólf hefur verið gott innan stéttarinnar, og þá var um leið léttara að vinna að á- hugamálum félagsins. Og mörg hafa þau mál, sem til heilla hafa horft, einmitt fyrst borið á góma í blaðinu. Ég tel því nauðsynlegt, að símastéttin hlúi vel að blaði sínu, og betur en verið hefur, og væri æskilegt að það kæmi út reglulega í hverjum mánuði. Ég vil nota þetta tækifæri til að færa öllum gömlum félögum mínum beztu kveðjur og þakkir fyrir ánægjulegt sam- starf „í gamla daga“ og sendi um leið mínar beztu hamingjuóskir í tilefni 40 ára afmælis F.I.S. og óska því giftu- sams starfs á ókomnum árum síma- mannastéttinni, jafnt sem landssím- anum til heilla. Gunnar Schram.

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.