Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1955, Page 38

Símablaðið - 01.01.1955, Page 38
12 SIMASLAÐIÐ Guðmundsson í frönsku. Kennslubækur voru: Elektricitetslære, Telefoni og Telegrafi eftir Hermod Pedersen og Maalelære (utgit av Telegrafstyret i Norge), sem þóttu mjög góðar kennslu- bækur á sínum tíma. Nú er komin út bók eftir Bjarna Forberg, bæjarsíma- stjóra, í talsímafræðum, og vonandieiga eftir að koma út jafn góðar bækur í ritsíma-, loftskeyta- og mælingafræði. Kennt var til vors og svo aftur í árs- byrjun 1919. Það var langt hjá mér að ganga í skólann hvern dag, frá Hverfisgötu 37 og suður í loftskeytastöð, þá voru eng- ir strætisvagnar, svo að „postularnir" urðu að duga. Flestir okkar réðust til starfa sem símritarar hjá landssíman- um að námi loknu og vorum við skipað- ir 1. marz 1919. Af þessum hópi mun ég vera hinn eini, sem stundað hef störf óslitið hjá landssímanum frá skipunar- degi (36 ár 1. marz 1955). Sumarið 1918 var ég sendur til Seyð- isfjarðar. Þar hófust kynni mín og síð- an vinátta við núverandi ritsímastjóra í Reykjavík, Ólaf Kvaran, og hefur aldrei fallið blettur eða hrukka á vin- áttu okkar. Kvaran á 40 ára starfs- afmæli 1. sept. 1955. 1 öllum okkar frí- stundum vorum við saman og oft á heimili hans í Firði. Var þá „grammó- fónninn" settur í gang, spdað t. d. „Home sveet home“, en Kvaran tók fiðluna sína og lék undir. Það voru ánægjulegir og áhyggjulitlir dagar. Eitt atvik úr samveru okkar hefur oft komið mér í hug. Við vorum miðfirðis í smá- kænu á fiskveiðum, þegar við sáum heljarmikið skip sigla inn fjörðinn. En er það nálgaðist bryggjuna, jók það ferðina áfram og strandaði í vík einni rétt við. En við ætluðum einmitt að leita vars í þessum krók, en sáum að við yrðum of seinir og horfðum því á þessa „manuering", að er skipið nálg- aðíst bryggjuna tók það fulla ferð á- fram. Skipstjórinn bar það fyrir rétti, að hann hefði hringt í vélarúm: „fulla ferð aftur á bak“, en vélstjóri, að boð hefði komið til sín um „fulla ferð á- fram“. Á Seyðisfirði kynntist ég einnig elzta starfsmanninum, prúðmenninu Þor- steini Gíslasyni, sem nú er „nestor“ umdæmisstjóra á Islandi. Þegar ég byrjaði að vinna í Reykja- vík, voru varðstjórar: Otto Jörgensen og Gunnar Schram. Þegar Otto Jörgen- sen varð stöðvarstjóri á Siglufirði, varð ég varðstjóri og var það, unz ég varð stöðvarstjóri á Borðeyri, við brottför míns góða vinar, Ólafs Kvaran, þaðan, sem varð þá ritsímastjóri í Reykjavík. Nokkru eftir að við símritararnir frá símritaraskólanum fengum stöður okk- ar, eða 1. sept. 1919, kom til starfa hjá landssímanum Andrés G. Þormar, sem segja má, að borið hafi þungann af störfum F.l.S. og símablaðsins allan sinn langa starfsferil. Þó að við værum honum lítið hjálpsamir í fyrri daga, þá vonaði ég að úr því myndi rakna, þeg- ar starfsmönnum fjölgaði. En svo hef- ur þó ekki orðið. Nú myndi Þormari og blaðinu bezt launað fyrir hans erfiðu störf í þágu símamanna með aukinni aðstoð, og á ég þær óskir heitastar blað- inu og ritstjóranum til handa, við þessi tímamót, að óska blaðinu áfram- haldandi góðs gengis. Sig. Dahlmann.

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.