Símablaðið - 01.01.1955, Síða 47
BÍMAB LAÐ IÐ
21
steinn Gíslason. Skemmtisögur og
kvæði sem símafólkið las, og að end-
ingu gamanvísur og kvæði sem Sig-
ríður Jónsdótttir þvottakona flutti.
Þótti segulbandsþáttur þessi hin bezta
skemmtun. Að borðhaldi loknu var
stíginn dans af miklu fjöri fram eftir
nóttu. Alls sátu hófið 37 manns; þar
af þrír af stofnendum F.Í.S., þau:
Þorsteinn Gíslason, stöðvarstjóri frú
Margrét Friðriksdóttir og frú Hólm-
fríður Jónsdóttir frá Múla, og auk
þeirra margt af fyrrverandi starfs-
fólki Landsímastöðvarinnar hér.
Em.
Fréttaskeyti
frá Siglufirði
Minnst var 40 ára afmælis F.l.S. á
Siglufirði. Lengi höfðum við hlakkað til
þessa afmælishófs, og mikið um það
talað að þessi hátíð okkar yrði ekki siðri
heldur en þær, sem áður hafa verið, því
að um mörg ár hefur símahátíðin verið
ein bezta árshátíð hér í bæ. Kosin var
fjögurra manna nefnd til að undirbúa
hófið. Samkomusalinn skreyttum við
með ýmsu móti. T. d. klipptum við út og
máluðam símatæki allt frá fyrstu síma-
tækjum til nútíma síma, og festum á
veggina og útbjuggum hús, sem hljóm-
sveitin spilaði í. Og leit það út sem
sjálfvirkur sími. Einnig var útbúið loft-
skraut.
Þess skal einnig getið, að Bragi Magn-
ússon teiknaði mjög fallegt afmælis-
merki og afhenti sem gjöf frá konu
sinni, Hörðu Guðmundsdóttur, sem
starfaði hér hjá L. I. um 20 ára skeið,
en er nú sjúklingur á Kristneshæli.
Loks rann upp laugardagurinn 26.
febrúar, yndislegt veður allan daginn.
Kl. 19 hófst hófið með borðhaldi. Frú
Magðalena Hallsdóttir setti skemmtun-
ina og rakti sögu félagsins í stórum
dráttum. Þá var matur fram borinn.
Stöðvarstjórinn, sem var heiðursgestur
okkar ásamt konu sinni, þakkaði boðið
og sagði frá stofnun F.Í.S., en hann var
einn af fyrstu meðlimum þess. Að lok-
um var stiginn dans.
Einnig höfðum við happdrætti með
þrem vinningum. Allir skemmtu sér hið
bezta. — Þarna var um 130 manns. En
eitt vantaði okkur símafólk sérstaklega
þetta kvöld, sem sé Þórð „okkar“ síma-
mann, en hann liggur á sjúkrahúsi. En
vísu sendi hann hófinu í símskeyti, og
var hún sungin við raust.
Læt ég fylgja hér með hátíðasöng okk-
ar, sem alltaf er sunginn á árshátíð
okkar.
Piltar og stúlkur prýðishópur,
af pósthúsi og símastöð.
Einu sinni á ári hverju
eta þau saman glöð.
Okkar „sambúð“ aldrei slitnar
Enda er Þórður til.
Og meyjarnar reikna ekki mönnumnúna
í mínútum viðtalsbil
í mínútum viðtalsbil.
Meðal okkar hátt skal hljóma
harpa gleðimáls.
Við gleymum öllu gargi í síma
gott er að vera frjáls.