Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1955, Síða 49

Símablaðið - 01.01.1955, Síða 49
S í M A B LAÐ IÐ 23 Seinasti þáttur „prógrammsins“ var svo sá, að fimm manna ,,hljómsveit“ birtist á senunni og lék nokkur lög. Einnig lék þessi sama „hljómsveit“ nokkur lög undir dansinum síðar um nóttina og var ákaft fagnað. Hljóm- sveitina skipuðu eingöngu kraftar úr starfsliði póst og síma hér. Þessum góða fagnaði lauk eigi fyrr en klukkan rúmlega fjögur um morg- uninn, og hafði þá staðið í tæpar 10 klukkustundir. Allir skemmtu sér hið bezta og samkoman á annal hátt hin ánægjulegasta frá upphafi til enda. Við höfðum einnig þá ánægju að með okkur sátu hófið stöðvarstjórahjónin í Hnífsdal. Hófið sótti hver einasti starfs- maður pósts og síma á Isafirði. Ég vildi meiga nota þetta tækifæri til þess að þakka samstarfsfólki mínu hér við póst og síma íyrir frábæra sam- vinnu um allt er að hófinu laut, frá upp- hafi til enda. Einnig vil ég þekka stjórn F.l.S. og ráðamönnum símans fyrir þeirra hlutdeild í því að gera öllu starfs- fólkinu fært að sækja hófið. Að lokum vil ég óska félaginu og stofnuninni allrar blessunar í nútíð og framtíð og að ætíð megi ríkja góð sam- vinna og gagnkvæmur skilningur milli þessara aðila. Ó. H. Fréttaskeyti frá Vestmannaeyjum Frá fréttaritara Símablaðsins í Vestmannaeyjum 27/2 ’55. Afmælishóf Vestmannaeyjadeildar F.Í.S. hófst með borðhaldi að Hótel H.B. kl. 19 í gærkvöldi og sátu það um 50 manns. — Hlustað var á Rvíkurútvarpið frá Borg- Símastúlkur í Vm. njóta sumarblíðunnar. inni. Heyrðist ágætlega og vakti almenna ánægju. Staðið var upp og Vestmannaeyja- kveðjan sungin samtímis „útvarpssöngn- um“ sem og kvæði A. S. Þ. Formaður deildarinnar, Árni Árnason, flutti ræðu og rakti í stórum dráttum sögu F.Í.S. Ræddi hann um gildi félagsins fyrir símamannastéttina og minntist starfa ein- stakra formanna og F.Í.S.-stjórna frá fyrstu tíð, störf félagsdeilda úti á landinu, Síma- blaðið og gildi þess fyrir félagið o. m. fl. Eftir ræðu hans var Vm-kveðjan til F.Í.S. sungin við raust og var vel fagnað. Ágústa Óskarsdóttir símastúlka lék á slaghörpu nokkur lög, og vakti almenna hrifningu. Skálað var fyrir minni L. í. og heillaríku framtíðarstarfi hans, forráðamönnum L. í. fyrir F.Í.S. og síðast en ekki sízt fyrir minni símastjóra Vestmannaeyja Þórh. Gunnlaugss. og frúar hans, sem.voru fjar- verandi, í Reykjavík. Hófið var deildinni til mikillar ánægju og sóma, og stóð með dansi, söng og fjörugu samanspjalli til klukkan tvö eftir miðnætti og slúttað með „lengi lifi F.Í.S.!“ Stjjám F'.Í.S. þakkar öllum þeim, sem hlut hafa átt að því, að gera 40 ára afmælis- hátiðina svo úr garði, að hún var stéttinni til sóma.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.