Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 56

Símablaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 56
30 SÍMABLAÐIÐ Um skattamál I sambandi við síðustu endurskoðun skattalaganna hafði ég vænzt þess að sjá einhverjar breytingar, sem miðuðu sérstaklega að því að draga úr skatta- byrði hinna eldri, en svo var þó ekki. Það dylst þó vart neinum, er slitið hef- ur barnsskónum og á annað borð hugs- ar eitthvað um þjóðfélagsmál, hve hag- ur hinna eldri í þjóðfélaginu er oft þröngur og líf þeirra dapurt, oft fyrst og fremst vegna fátæktar. Það hefur verið aðalsmerki hvers Islendings síð- an land byggðist, að vera ekki upp á aðra kominn, þurfa tkki að þiggja af neinum. Enn í dag er þetta svo. Allt líf hvers sanns manns, öll viðleitni hans til sjálfs- bjargar, allt lífsstarf hans, miðar fyrst og fremst að þessu emu, að sjá sér og sínum farborða hjálparlaust. En svo, þegar maðurinn er ekki lengur vinnu- fær skeður hið óbærilega. Þjóðfélagið gerir hann að ölmusumanni, með því að láta undir höfuð leggjast að gera einhverjar þær ráðstafanir, er geri mönnum kleift að leggja fyrir af tekj- um sínum til elliáranna. Sjálfstæðis- kennd mannsins, lífshugsjón hans, er þannig stórlega misboðið. Eiga þetta að vera launin fyrir 50—60 ára starf í þágu þjóðarinnar? Hvílík kaldhæðni! Nei, við svo búið má ekki lengur standa. Ef vel er að gáð má eflaust finna marg- ar leiðir til úrbóta, en mér hefur dott- ið í hug, hvort ekki væri fær sú leið, að þeir, sem náð hafa 65 ára aldri, greiddu t. d. aðeins 50% af útsvari og tekjuskatti. Ef þetta yrði gert, opnað- ist þarna möguleiki hjá fólki, þó aðeins væri fáein síðustu starfsár æfinnar, til þess að leggja fyrir af launum sínum til elliáranna. Hve ánægjulegra yrði ekki líf gamla fólksins, er það gæti, þó ekki væri nema fáein ár til viðbótar, verið efnalega sjálfstætt. Ég álít það skyldu þjóðfélagsins að gera eitthvað í þessum málum, skyldu, sem ætti að vera öllum ljúf, og ekki vansalaust að bregðast. ----0----- Ég vildi ekki skilja svo við þetta mál, að reyna ekki að fá upplýsingar um, hve hárri upphæð skattgreiðslur þeirra er náð hafa 65 ára aldri hér í Reykja- vík, nemi. Því miður gat fulltrúi sá á skatt- stofunni, er ég talaði við, ekki gefið mér þær upplýsingar. Hins vegar upp- lýsti fulltrúinn, mér til mikillar ánægju, að við útsvarsálagningu s.l. ár hefði verið lækkað töluvert útsvarið á þeim, er náð höfðu 65 ára aldri, og í sumum tilfellum, þar sem um lágar tekjur var að ræða, fellt alveg niður. Skatturinn hefði hins vegar ekki ver- ið lækkaður. Nokkur misbrestur mun samt hafa orðið á því, að allir, er náð höfðu ald- urstakmarkinu, fengju lækkun. Það er vissulega gleðilegt að farið skuli hafa verið inn á þessa braut, og nú vantar aðeins herzlumuninn; lögfestmgu hins háa Alþingis, svo þegnarnir eigi óvé- fengjanlegan rétt bæði til útsvars og skattlækkunar. J. G.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.