Símablaðið - 01.01.1955, Qupperneq 58
32
SÍMABLAÐIÐ
eins er það, sem vel fer, starfsmönn-
unum að þakka. Oft hefur því miður
borið á annarri skoðun og einhverri
grýlu um kennt, ef eitthvert mál fé-
lagsins hefur ekki náð fram að ganga,
þó ástæðan hafi oft verið sú, að ekki
hafi verið nægilega samrýmdir hags-
munir starfsmanna og fulltrúa þess op-
inbera. Stundum hefur þó einnig skort
á skilning stjórnendanna á nauðsyn-
legri lausn hinna ýmsu vandamála.
Þannig ganga viðskipti starfsmanna og
stjórnenda tíðum, en eftir því sem fé-
lagsþroskinn hefur vaxið á báða bóga,
hefur þetta lagast til mikilla muna.
Það sem einu sinni var hægt að bjóða
starfsmanni, og hann varð að láta sér
lynda möglunarlaust, er nú ekki hægt
lengur. Gagnkvæm virðing og traust
er að verða almennara og starfsmaður-
inn er víða orðinn aðili, sem fær að
láta skoðanir sínar í ljós, en er ekki
lengur mállaus og þægur þræll.
Mér er sönn ánægja að óska F.l.S.
til hamingju með þann árangur, sem
félagið hefur náð á æsku- og uppvaxt-
arárum sínum og þá sérstaklega með
Starfsmannaráð. Með Starfsmannaráði
er að hefjast nýr þáttur í sögu félagsins,
sem ég af heilum hug vona, að verði
starfsmönnum og stofnuninni í heild til
mikils góðs. Ráðið hefur — þegar þetta
er skrifað — haldið 32 fundi og hefur
skilað eingöngu einróma ályktunum.
Það eitt sýnir, að meðlimir þess meta
allir samstarf og virða skoðanir hvors
annars í hinum ýmsu málum. Ég skal
ekkert um það segja, hvort sami á-
rangur hefði náðst án Starfsmannaráðs,
en ég er í vafa um það. Málefni ráðs-
ins hafa — enn sem komið er — mest
varðað launamál. En svo er nú komið,
að til þess að fulls samræmis verði gætt
um þá fjölmörgu starfsmenn, sem leit-
að hafa til ráðsins með málefni sín,
verður að fá ákveðnar línur um skipu-
lag og starfsskiptingu í stofnuninni.
Það verkefni verður mikið og reynir á
skilning allra á nauðsyn samvinnunnar,
ef vel á að fara.
Fertugt hefur F.l.S. nú nýjan starfs-
þátt, þar sem hagsýni manndómsáranna
ræður, en litið verður til baka yfir runn-
ið skeið æsku- og uppvaxtaráranna, og
þess, sem þá var glímt við, og lært af.
Að lokum vil ég óska sérhverjum fé-
laga F.l.S. gömlum og nýjum til ham-
ingju með afmælið og þakka samstarf-
ið á liðnum árum. Einnig vil ég minn-
ast horfinna félaga og þakka þeim
starf þeirra, það verður aldrei nógsam-
lega metið.
F.I.S., brautryðjandi, vertu starfi
þínu trúr þjóðinni til heilla.
Einar Pálsson.
Hjartanlega þökkum við öllu starfsfólki
við Landssíma Islands fyrir drengilega
aðstoð okkur til handa, þegar við misst-
um aleigu okkar í éldsvoðanum á Gamla
Vatnsnesi í Keflavík 15. nóv. síðastUð-
inn. Sérstaklega þökkum við starfsfólki
Landsssímans í Reykjavík og Keflavík
fyrir framúrskarandi góðvild og hjály-
semi.
Sigurborg og Edda Friðgeirsdætur.