Símablaðið - 01.01.1955, Page 64
3ð
SÍMABLAÐIÐ
(juma litia et qletttí fljcð
Mjó, blaut og forug gatan hlykkjar sig
gegnum bæinn. Húsin, sem við hana standa,
eru óskipuleg timburhús með kvistum,
turnum og allskonar úreltu útflúri. Þessi
hús eru mjög eymdarleg. Málningin er víð-
ast snjáð af, þar sem annars einhverntíma
hefur verið málning og þar skín í kol-
ryðgað bárujárnið. Gluggarnir og þeirra
skraut, veggsvalir og stromparnir er allt
brotið og úr sér gengið. Þessi hús eru
dæmd til tortímingar samkv. skipulags-
uppdrætti bæjarverkfræðingsins. Þarna á
nýi tíminn að ryðja sér veglega braut.
Þessi gata á að verða að beinu, fallegu
stræti. í stað timburhjallanna á að reisa
þarna nýtízku hús — funkishallir úr gleri,
stáli og steini. Þar eiga hinir færustu iðn-
aðarmenn að koma til sögunnar, skapandi
hendur og hugur hinna lærðustu manna.
Ennþá er þessi gata —- Ráðhússtræti hins
nýja tíma — hlykkjótt gata, og ráðhúsið,
sem á að standa fyrir enda strætisins hinu
megin við torgið, en það er nú bara ljótur
forarpollur, grænn af slýi og óþverra, já,
ráðhúsið er ennþá aðeins gamalt og hrör-
legt hesthús, hurðarlaust og óhrjálegt,
hlaðið úr grjóti og torfi. Og þarna í hverf-
inu heitir hið fyrirheitna ráðhússtræti bara
Hesthússtígur, þó að hestarnir séu allir
horfnir fyrir tímans tækni. Nú skrölta bíl-
ar eftir ósléttri og forugri götunni, spúa
gasi og sletta aur á vegfarendurna, sem
ekki eru nógu fljótir að forða sér upp á
tröppur eða jafnvel inn í húsin, því að
gangstétt er þarna vitanlega engin. Bílarnir
hoppa og skrölta eftir Hesthússtíg, þessir
trúboðar tækninnar ösla yfir tjörnina, sem
á að verða torg, svo kolgrænt og gruggugt
vatnsskolpið skvettist í allar áttir. Svo
beygja þeir fyrir hurðarlausa framtíðar
A *
Sonnetta eftir A.A.
ráðhúsið og hverfa inn á aðalstræti bæjar-
ins.
Bak við húsið nr. 10 við Hesthússtíg,
sem er kassalaga og klunnalegt timburhús,
klætt bárujárni með stórum ryðskellum
hingað og þangað, stendur fremur lítill
skúr með einni smá gluggaboru, en annars
nokkuð nýlegur að sjá. Dyrnar standa al-
veg opnar, svo að haustsólin geti gægst
sem bezt inn. í skúrnum stendur ungur
iðnaðarmaður, Siggi Jóns, og hamast við að
hefla rimla í garðgrindur sýslumannsins.
Einhverjir skrattans prakkarar stálu
kvöldinu áður gamla fordbílnum heildsal-
ans og óku bílskömminni utan í grindurn-
ar meðan næturvörðurinn skrapp skottúr
inn á varðstofu og fékk sér eitt kapal-
partí.
Siggi hætti að hefla og hvíldi sig. Hefill-
inn hans beit ekki of vel og ekki átti hann
hefla á lager til skiptanna. Hann var
fyrir skömmu laus úr skólanum og hafði
nýlega fengið sveinsbréfið sitt. Nei, hann
átti enn ekki mörg smíðaverkfæri og tald-
ist heldur en ekki til þeirra snjöllu í fé-
lagsskapnum, sem iðnaðarmenn höfðu með
sér. Hann varð því að láta sér nægja smá-
vegis dútl og smíðar ennþá.
Siggi snýtti sér svo að rumdi í skúrnum
og þurrkaði af sér svitann með rauða vasa-
klútnum sínum. Hann var alveg bullandi
sveittur af vinnunni. Hann leit út um
gluggakytruna. Þarna var lögregluþjónn-
inn á harða hlaupum, sem var reyndar al-
veg nýtt fyrirbrigði í hennar óskráðu