Símablaðið - 01.01.1956, Qupperneq 9
SÍMABLAÐIÐ
3
AÐALFUIMDUR F.Í.S. 1956
Fyrrihluti aðalfundar F.Í.S. var hald-
inn 14 febr., s.l. Þar gaf formaður fé-
lagsins greinagóða skýrslu um störf
þess á liðnu starfsári. Kom hann víða
við, en veigamesta málið, sem stjórnin
hafði með höndum á þessu tímabili (að
Landsfundinum slepptum), var auðvit-
að í sambandi við setningu launalag-
anna.
Skýrði hann frá aðgerðum fram-
kvæmdastjórnar, félagsráðs, stjórnar
F. F. P. S. og Starfsmannaráðs L. I.,
í sambandi við þetta mál. Þakkaði
hann að miklu leyti góðri samvinnu
allra þessara aðila, ásamt því hve fljótt
framkvæmdastjórnin hefði brugðist við
í máli þessu, hver árangurinn hefði orð-
ið. Einnig þakkaði hann Maríusi Helga-
syni ómetanlega aðstoð hans í stjórn
bandalagsins.
Nokkrir urðu til að þakka formanni
og framkvæmdastjórn fenginn árang-
ur í máli þessu, en þó kom fram gagn-
rýni á stjórnina fyrir að starfsfólk á 1.
fl. B.st. var ekki tekið á launalög nú.
Var gefin skýring á því og upplýst,
að erfitt hefði verið að sækja það fast,
þar sem því jafnvel hefði verið haldið
á lofti, að allt símafólk mundi óska eft-
ir að taka ekki laun samkv. launalög-
um ef á þeim fengist ekki lagfæringar.
Á fundinum lágu frammi fjölritaðir
reikningar félagsins og voru þeir skýrð-
ir rækilega.
Þá gaf ritstjóri símablaðsins einnig
skýrslu um hag og gengi blaðsins og
hvatti menn, að vanda, að senda því
efni.
Lýst var tillögu stjórnarinnar (sem
áður hafði verið rædd og samþ. af fé-
lagsráði) um hækkun félagsgjalda í kr.
200,00 á ári.
Gerði formaður grein fyrir tillög-
unni. Hvað hann hækkunina ekki ætlaða
til að auka eyðslu eða til aukins rekstr-
arkostnaðar, heldur til aukningu sjóða
félagsins, er síðan legðu fé þetta til
geymslu í Lánasjóð Símamanna. En
hans markmið þekktu flestir, og væri
þörfin þar fyrir meira fé, mjög brýn.
Einnig hefðu nokkrir útgjaldaliðir
hækkað t. d. gjald til B.S.R.B. um 50%,
en félagsgjöld til F.l.S. staðið í stað um
10 ár. Einnig minntist hann á tillögu
Ól. Hannessonar frá Landsfundinum,
og gat þess, að stjórnin hefði álitið
þessa leið greiðari til að auka getu
Lánasjóðsins. Nokkrir tóku til máls um
tillöguna og mæltu allir með henni.
Á þessum fundi afhenti formaður
Steindóri Björnssyni heiðursfélaga-
skjal, samkvæmt samþ. Landsfundar-
ins, og bað fundarmenn að heiðra þenn-
an mæta félaga með ferföldu húrra-
hrópi.
Þakkaði Steindór með nokkrum orð-
um sér auðsýnda vinsemd og heiður.
Lýst var eftirfarandi tillögu frá Karli
Helgasyni og Jóni Tómassyni:
„Aðalfundur F.l.S. haldinn 14. febr.
1956 skorar á Póst- og símamálastjórn-
ina að láta starfsfólk á 1. fl. B. stöðv-