Símablaðið - 01.01.1956, Síða 12
tt
SIMASLAÐIÐ
Síniafólk vinnnr að gróðursetning:u.
settar 1500. Síðan hefur árlega verið
plantað út þrjú þúsund stk. Þann-
ig er nú búið að gróðursetja í þennan
reit F.l.S. alls um 13500 plöntur og
vonandi tekst nú á þessu vori að bæta
enn við 3000.
Um árangurinn er það að segja, að
sitkagrenið og lerkið virðast þrífast bezt
og ef sumarið verður gott, má vænta
þess, að einstaka lerkiplöntur verði met-
erháar í haust, Furan er mjög seinvax-
in fyrstu árin, en margar furuplöntur
eru lifandi þó lítið beri á þeim, þar
sem þær standa ofan í grasi og lyngi,
en þrátt fyrir það mun hún hafa týnt
tölunni að einhverju leyti.
Um gróðursetninguna er það að segja,
að allt of fáir félagsmenn hafa þar lagt
hönd á plóginn og er það óskiljanlegt
sinnuleysi. Starfið hefur því hvílt á til-
tölulega fámennum en dugandi hóp fé-
lagsmanna. Þar sem félagið fékk þarna
nijög góðan og skemmtilegan blett, væri
ánægjulegt að hann gæti orðið félaginu
til sóma í framtíðinni.
1 þessu sambandi skal lítillega bent
á nauðsyn þess að halda óviðkomandi
fólki frá þessum bletti okkar. Er það
álit mitt, að sem fyrst þyrfti að reisa
þarna sumarhús, sem í og með gæti
máske orðið til þess.
Forniaðurinn fæst við plöntur.
Kah.