Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2005, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005
Fréttir JSV
Kjarasamn-
ingar felldir
Starfsmannafélag
Garðabæjar felldi nýjan
kjarasamning í almennri
atkvæðagreiðslu félags-
manna. Samningurinn,
sem undirritaður var þann
27. október, var felldur með
93 atkvæðum gegn 64. Auð-
ir og ógildir seðlar voru 20.
Alls greiddu 88 prósent fé-
lagsmanna atkvæði. Stjórn
félagsins mun á næstunni
funda með trúnaðarmönn-
um starfsstaða til að túlka
niðurstöðu kosningarinnar.
Jafnréttivið
jólaundirbún-
ing
Eins og margir hafa tek-
ið eftir hefur þema ársins
hjá Verslunarmannafélagi
Reykjavíkur verið jafnrétti,
einkum jafnrétti kynjanna
á vinnumarkaði. í tilefni
þess að jólin eru á næsta
leiti fannst VR því við hæfi
að kanna hvemig kynin
skipta með sér verkum á
heimilinu þegar kemur að
því að gera klárt fyrir jólin.
Könnunina má finna á vef
félagsins og þar er meðal
annars spurt um hver sjái
um jólaþrifin, jólagjafa-
kaup, jólaskreytingar og að
skjóta rjúpu.
Enginn vill
vinna viðjóla-
hald
Enginn virðist vilja
starfa í Pakkhúsinu í Snæ-
fellsbæ um jólin. Á fundi
Pakkhúsanefndar Snæfells-
bæjar í gær kom fram að
enginn hafi sótt um áður
auglýst starf í Pakkhúsinu
vegna jólahalds. Vom
nokkrar umræður um mál-
ið á fundinum. Nefndar-
menn höfðu sjálfir reynt að
fá fólk til starfsins en lítið
orðið ágengt. Niðurstaðan
var því að auglýsa starfið á
nýjan leik en af fundargerð-
inni að dæma vom nefnd-
armenn ekki bjartsýnir á að
það bæri árangur.
Fíkniefnasali á Patreksfirði slapp heldur betur með skrekkinn þegar dæmt var í
máli hans nú á dögunum. Héraðsdómur VestQarða dæmdi fíkniefnasalann Hörð
Sveinsson i eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir sölu og vörslu amfetamins,
kókains og e-taflna. Guðmundur Guðlaugsson, bæjarstjóri Vesturbyggðar, vill að
menn fái dóma í samræmi við brot sín.
Seldi ftaiielni é sjómanna-
dagshatm og slapp
Hörður Sveinsson seldi fíkniefni á sjómannadagshátíð Patreks-
fjarðar í sumar. Hann var handtekinn af lögreglu en á honum
fundust e-töflur, amfetamín og kókaín. í dómnum kemur fram
að hann hafi selt tveimur aðilum e-töflur en þrátt fyrir það fékk
hann aðeins eins mánaðar skilorðsbundinn dóm. fbúar Patreks-
fjarðar furða sig á dómnum. Hörður þarf ekki að greiða neina
sekt heldur aðeins halda skilorð í tvö ár.
Málið var dómtekið 9. nóvember
síðastliðinn en það var sýslumaður-
inn á Patreksfirði sem kærði Hörð
Sveinsson. Hörður hafði verið á sjó-
mannadagshátíð bæjarins að selja
fíkniefni og náðist af lögreglu aðfara-
nótt mánudagsins 6. júm' en þá hafði
hann innanklæða 2,42 grömm af am-
fetamíni, 2,06 grömm af kókaíni og 10
e-töflur.
Seldi e-töflur
Fram kemur í dómnum að lög-
reglan hafi fundið efnin við likamsleit
á Herði Sveinssyni. Var hann staddur
á Aðalstræti á Patreksfirði en þar fór
fram sjómannadagshátíð með til-
heyrandi skemmtunum. Hörður var
kærður fýrir að hafa fíkniefni í vörslu
sinni ásamt þvf að hafa selt tveimur
aðilum þrjár e-töflur fyrir samtals
8.000 krónur.
Svo virðist sem að Hörður hafi gef-
ið lögreglunni upplýsingar um hvem-
ig hann fékk efnin því fram kemur í
dómnum að Hörður hafí keypt sex
grömm af kókaíni, fimm grömm af
amfetamíni og 20 e-
töflur í kringum
mánaðamótin
maí/júní 2005. Ekki
kom fram af hverj-
um hann keypti efn-
in.
| Guðmundur Guðlaugsson
IBæjarstjóri Vesturbyggðar.
Ánægður með dóminn
„Ég er bara ánægður með að hafa
sloppið svona vel," sagði Hörður
Sveinsson þegar haft var samband við
hann í gær. í fyrstu vildi hann ekkert
kannast við málið. Hann sagði að lög-
reglan hefði aldrei handtekið
hann umræddan dag og að
hann hefði aldrei verið við-
riðinn fíkniefni.
Virkt eftirlit
Ekki em aUir sáttir við
dóminn eins og gefur að
skilja. fbúar Patreks-
fjarðar, sem höfðu
samband við DV í
gær, lýstu yfir
vonbrigðum sfn-
um með dóminn
og sögðu það ótrú-
legt að fíkniefnasali
fengi aðeins skilorðs
bundinn dóm og enga
sekt fyrir jafíi alvarlegan
glæp.
Bæjarstjóri Vesmrbyggð-
ar, Guðmundur Guðlaugsson,
segir aukna gæslu hafa orðið til
þess að Hörður var handtekinn:
„Þessi handtaka kom í kjölfar mjög
virks eftirlits. Við vomm með sérstakt
aukaeftirlit yfir sjómannadagshátíð-
ina til þess að koma í veg fyrir svona
hluti. Þessi handtaka sýndi það að
þetta bar árangur sem eríiði."
Mildur dómur
Guðmundur segir stöðuga um-
ræðu um fíkniefni í gangi í bæjarfé-
laginu og að reglulega hafi verið grip-
ið til ráðstafana í þeim efnum.
„Lögreglan hefur verið með
,Ég er bara ánægður
með að hafa sloppið
svona vel.
ákveðið starf í gangi sem fer í grunn-
skólana. Sölumenn dauðans mæta á
svona hátíðir en þess vegna vildum
við hafa virkt eftirlit. Það var leitar-
hundur á svæðinu og þessi gæsla
gekk eftir. Hvað dóma varðar þá vilj-
um við eðlilega að menn fái dóma í
samræmi við brot sín. Fyrir leik-
manninn hljómar þessi dómur frekar
mildur en ég hef ekki vit á þessu."
Hörður Sveinsson þarf að
halda skilorð í tvö ár til þess
að sleppa við mánaðarfang-
elsisvist.
Horður Sveinsson Fékk vægan
dóm þrátt fyrir að viðurkenna sölu
á e-töflum og að hafa haft kókaín,
e-töflur og amfetamín innanklæða
Sjómannadagshátíðin
á Patreksfirði Virkteftir-
lit varð tilþess að fíkni-
efnasalinn Hörður Sveins-
son var handtekinn.
Idol-lúðinn væntanlegur til landsins á morgun
Hung hefur selt meira en Bubbi
William Hung, einhver frægasti
þátttakandi í Idol fyrr og síðar, er
væntanlegur til landsins á morgun.
Þétt dagskrá er fyrirliggjandi en
einn þeirra sem verða honum inn-
an handar er Sigmar Vilhjálmsson,
Idol-kynnir með meiru. Hann er
fullur tilhlökkunar að hitta þennan
skemmtikraft sem þekktastur er
fyrir flutning sinn á lagi Rickys
Martin, She Bangs.
„Hung lifir góðu lífi á því að fara
um og skemmta. Hann hefur selt
yfir níu hundruð þúsund
niðurhöl af síðu sinni
amhung.net. á She Bangs. Hann
selur meira en Bubbi. En þetta er
kannski einhver markaðs-
fræði sem ég er að fara
með," segir Sigmar.
Aðalástæða íslands-
ferðar Williams Hung er
landsleikur íslendinga og
Norðmanna í Vestmanna-
eyjum á laugardag, þar sem
hann ætlar að troða upp.
Hann mætir hingað með
mömmu sinni en Sigmar mun
vera Hung innan handar í þeim
viðtölum sem hann fer í. „Vel má
vera að ég fari með hann á Gullfoss
og Geysi. Svo er náttúrlega klass-
ískt að fara í Bláa lónið. Ég geri
fastlega ráð fyr-
ir því að Hung og mamma hans
slaki á þar eftir erfiða ferð frá LA."
Uggjgjjggi wUI‘'
Pað liggur á að undirbúa næstu bók sem ég á að skila íjanúar, “ segir Áslaug Jóns-
dóttir bókverkakona sem hlaut Islensku myndskreytiverðlaunin i ár fyrir bók sína
Gott kvöld.„Nýja bókin er framhald afbók sem ég gafút í fyrra og heitir Nei sagði
litla skrimslið, og kemur út Iþremur löndum næsta vetur.“
Simmi og Hung Simmi verð-
ur Hung innan handar íþeim
viötöium sem hann veitirþér á
landi. Hung kemurhingað frá
LA ásamt móður sinni.
I