Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2005, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005
Sport J3V
Jelena látin
fara frá
Haukum
Haukar hafa
ákveðið að láta
Serbann Jelenu
Jovanovic fara frá
liðinu og mun hún
ekki spila síðasta Evrópu-
leik liðsins sem fer fram á
Ítalíu á fimmtudaginn. Jel-
ena spilaði átta leiki með
Haukaliðinu, þar af fimm
þeirra í Evrópukeppninni.
Jelena var með 9,9 stig, 5,1
fráköst og 34% skotnýtingu
á 27,4 mínútum í þessum 8
leikjum. Jelena lék sinn síð-
asta leik með Haukum í
undanúrslitum Power-
adebikarsins um síðustu
helgi og var þá með 6 stig
og 5 fráköst á 27 mínútum.
James og Brand
valdir bestir
Lebron James, leikmað-
ur Cleveland, og
Elton Brand hjá
Los Angles Clipp-
ers voru valdir
bestu leikmenn
vikunnar 14. til 20.
nóvember í NBA-
deildinni í körfu-
bolta. James var
með 29.7 stig, 9
fráköst og 6 stoðsendingar
að meðaltali í þremur sig-
urleikjum Cleveland í vik-
unni, þar af var hann með
þrefalda tvennu í þriggja
stiga sigri á Philadelphia
(36 stig, 11 fráköst og 10
stoðsendingar). Brand var
með 25 stig og 11,7 fráköst
að meðaltali í þremur sig-
urleikjum Clippers en hann
var með tvpfalda tvennu í
öllum leikjunum og nýtti
57% skota sinna í þeim.
Bloch stoppaði
í 5 daga í
Grindavík
Þýski leikmaður-
inn Andreas Bloch
sem átti að fá leik-
heimild með körfu-
knattleiksliði Grin-
davíkur þann 10.
desember er farinn heim og
Grindvíkingar geta því ekki
nýtt sér hann til að fylla í
það skarð sem Damon
Bailey skildi eftir sig. Bloch
kom til Grindavíkur 14. nóv-
ember en var farinn aftur til
Þýskalands fimm dögum
seinna af persónulegum
ástæðum. Grindvfldngar
leita áfram að nýjum stór-
um leikmanni en tíminn
styttist óðum því fresturinn
fyrir Evrópumann rennur út
um áramót.
Báðir úr leik á
HM í fimleikum
Fimleikamenn-
irnir Viktor Krist-
mannsson og Rún-
ar Alexandersson
úr Gerplu eru báðir
úr leik á heims-
meistaramótinu í
fimleikum sem fer
nú fram í Melbour- __
ne í Ástralíu. Viktor varð 42
í undankeppni í fjölþraut
og hlaut 47.174 stig en Rún
ar lauk aðeins keppni á
bogahesti og fékk 8.600 í
einkunn. Hæsta einkunn
Viktors í fjölþrautinni var
8.725 fyrir stökkæfingar en
sú lægsta var upp á 6.825
fyrir gólfæfingar. Viktor
fékk síðan 7.625 í einkunn
fyrir bogahest, 7.780 fyrir
hringi, 8.312 fyrir tvíslá og
7.987 fyrir svifrá.
Seinni dagur fimmtu umferðar Meistaradeildar Evrópu fer fram í kvöld. Tvö lið, Lyon
og Real Madrid, hafa tryggt sér sæti í 16 liða úrslitum í riðlum E, F, G og H en fíögur
önnur lið geta bæst í hópinn í kvöld. Augu margra eru á AC Milan og Porto sem eru
ekki í alltof góðum málum en ensku liðin geta hins vegar tryggt sér sinn farseðil.
LIVERPOOL-REAL BETIS
Heimir: 2-1. Betis klúörar þessu eftir að
hafa unnið Chelsea.
Ouðni: 1-0. Liverpool vill tryggja sætið I
76 liða úrslitunum núna strax.
ANDERLECHT-CHELSEA
Heimir: 0-3. Eiður skorar þrjú á gamla
heimavelli pabba síns.
Guðni: 0-2. Chelsea þarfað vinna rétt
eins og Liverpool.
Liverpool-menn
léttir á æfingu
Liverpool er igóðum
málum i Meistara-
deildinni og það var
létt yfir mönnum á
æfingu I gær.
jilJNBt LÍWPOOI00
CWseo afram i
Lyon og Real Madrid eru bæði komin áfram í 16 liða úrslit og það er lítil
spenna í F-riðlinum lengur en í hinum riðlunum þremur hefur ekkert lið
tryggt sér farseðilinn en Liverpool, PSV og Internazionale geta öll
komist áfram með sigrum í leikjum kvöldsins auk þess sem Eiður vS^
Smári Guðjohnsen og félagar hans í Chelsea geta einnig komist í 16
liða úrslitin verði úrslitin í G-riðlinum þeim hagstæð.
Liverpool getur tryggt sér sér sæti í
16 liða úrslitunum með sigri á Real
Betis á heimavelli og um leið hjálpað
Chelsea til þess að komast áfram
vinni Chelsea Anderlecht á útivelli.
Eiður Smári Guðjohnsen er Kklegur til
þess að byrja hjá Chelsea í forföllum
Claudes Makele (meiðsli) og Shauns
Wright-Phillips (leikbann) og spila á
sama stað og faðir hans gerði garðinn
frægan fyrir tveimur áratugum en
Amór Guðjohnsen varð meistari og
markakóngur með Anderlecht vetur-
inn 1986 til 1987.
Heimsækja Istanbúl á ný
Fyrrverandi Evrópumeistarar í AC
Milan og Porto eru ekki í nógu góðum
málum eftir fýrstu fjórar umferðir
riðlakeppninnar. AC Milan er í 2. til 3.
sæti síns riðils með jafiimörg stig og
Schalke en tveimur stigum minna en
topplið PSV sem komst í lykilstöðu
með 1-0 sigri á Mílanómönnum í síð-
asta leik. Næst á dagskrá hjá Paolo
Maldini og félögum í AC Milan er að
heimasækja Istanbúl þar sem þeir
glutruðu niður 3-0 forustu í úrslitaleik
Meistaradeildarinnar síðasta vor.
„Nú fáum við gott tækifæri til þess
að bæta fýrir leikinn í vor þegar við
mætum Fenerbahce," sagði Carlo
Ancelotti, þjálfari AC Milan, sem var
ekkert hress með það að vera minnt-
ur á klúður vorsins þegar Iiverpool
skoraði þtjú mörk í seinni hálfleikn-
um og vann síðan í vítakeppni. Það er
þó ekkert gefið að Mílanóliðið sæki
þrjú stig til Tyrklands, liðið hefur ekki
unnið í síðustu þremur leikjum og
heimsækir nú Fenerbahce sem er
taplaust á heimavelli og hefur skorað
sex mörk í þeim tveimur leikjum.
Fenerbahce hefur reyndar tapað 8 af
9 leikjum sínum gegn ítölskum liðum
sem vinnur með Mílanó.
Ekkert nema sigur dugar
Porto
Porto hefúr Ktið gert eftir brott-
hvarf Joses Mourinho og þeir gætu
verið úr leik eftir leiki kyöldsins.
Intemazionale kemst áfram með sigri
á Artmedia en Porto fær Rangers í
Eiður Smári með í
| kvöld? Allar likur eru á
því að Eiður Smári
Guðjohnsen verðimeð
Chelsea gegn Anderlecht i
kvöld en leikurinn fer
fram á heimavelli Ander-
lecht þar sem faðir hans
Arnór var / aðalhlutverki
fyrir tveimur áratugum.
VIFV
VIIM b
E V R Ó P
MEI5TARADEILD '
5TAÐAN I RIOLUNUM:
E-riðill
PSV 4 21
Milan 4 1 2
Schalke 4 1 2
Fenerbahíe 4 1 1
F-riðill
Lyon 4 4 0
Real Madrid 4 3 0
Rosenborg 4 1 0
Olympiacos 4 0 0
G-riðill
Liverpool 4 31
Chelsea 4 21
Betis 4 2 0
Anderlecht 4 0 0
H-rlðill
Lyon 4 4 0
Real Madrid 4 3 0
Rosenborg 4 1 0
Olympiacos 4 0 0
10-2
12
4-11
4-1
heimsókn. Porto
hefur þrjú stig og
er í neðsta sæti
riðilsins, tveimur
stigum á eftir
Rangers og Art-
media og því
kemur ekkert
annað til greina
en sigur í kvöld.
Real Madrid
fær tækifæri til
þess að stoppa
sigurgöngu Lyon á
Santiago Bemabéu
og um leið að bæta
fyrir skellinn gegn
Barcelona um helg-
ina. Rosenborg get-
ur líka tryggt sér sæti
í Evrópukeppninni
með sigri á Olympi-
acos.
Franska liðið Lyon er með fullt hús eftir fyrstu fjóra leiki sína í Meistaradeildinni
Aukaspyrnur sama sem vítaspyrnur fyrir Lyon
Brasilíumaðurinn Juninho
Pernambucano hefur átt frábært
tímabil og er lykilmaðurinn í frá-
bæm liði Lyon sem er enn taplaust í
deild og Evrópu í vetur, hefur unnið
alla fjóra leiki sína í Meistaradeild-
inni og tólf af 15 leikjum sínum (3
jafntefli) í frönsku úrvalsdeildinni.
Juninho er einn fjögurra leikmanna
liðsins sem hafa unnið fjóra meist-
aratitla á undanförnum fjómm
ámm og hann er líklegur til að bæta
við fleirum en hann er nýbúinn að
framlengja samning sinn til ársins
2008. Þessi 30 ára miðjumaður er
einn mest umtalaði leikmaður
Meistaradeildarinnar í ár enda þeg-
ar búinn að skora þrjú glæsimörk
beint úr aukaspyrnum í keppninni í
ár.
„Þegar hann býr sig undir að taka
aukaspyrnu ætlast ég nærri því til
þess að hann skori," sagði varnar-
maðurinn Claudio Cacapa í liði
Lyon. Juninho skoraði einmitt mark
beint úr aukaspyrnu fyrir Lyon í 2-1
sigri á Olympiacos í síðasta leik liðs-
ins í Meistaradeildinni en í kvöld
mætir hann með Lyon á Santiago
Bemabéu til þess að spila við Real
Madrid. Juninho sjálfur er ekkert að
gera of mikið úr þessu sjálfur. „Þess-
ar aukaspyrnur em allar að fara inn
þessa stundina en starf mitt fyrir
Lyon snýst ekki um að skora úr
aukaspyrnum. Mitt aðalstarf er að
vinna vel fyrir liðið og koma boltan-
um til framherjanna sem eiga að
skora mörkin," sagði Juninho sem
hefur skorað 3 mörk og gefið 3
stoðsendingar í 4 leikjum Lyon í
Meistaradeildinni.
Það er samt staðreynd að stuðn-
ingsmenn Lyon fagna aukaspyrnum
í kringum vítateiginn líkt og um víta-
spyrnur sé að ræða enda hefur
brasih'ski miðjumaðurinn raðað inn
mörkum úr aukaspymum. Juninho
hefur nú skorað 22 af 55 mörkum
sínum fyrir Lyon beint úr auka-
spyrnum og þegar hann fékk tæki-
færi með brasilíska landsliðinu á
dögunum skoraði hann tvö mörk
beint úr aukaspymum í 8-0 stórsigri
á Sameinuðu arabísku furstadæm-
unum í vináttulandsleik.
/
DV-mynd Gettylmages