Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2005, Blaðsíða 23
J3V Sálin
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 23
Berjast gegn þunglyndi í Suður-Afríku
Sérfræðingar í Suður-
Afríku eru að byrja með
mikla herferð gegn sjálfs-
vígum ungmenna. „Á þess-
um tíma þjást margir af
þunglyndi þar sem stress og
álag prófa er rnikið," segir
Roshni Parbhoo hjá Sam-
tökum gegn sjálfsvígum.
Hann segir tengingu milli
sjálfsvíga og þunglyndis og
að fæstir sem reyni sjálfsvíg
geri það áður en þeir geri
sér grein fyrir að sjálfsvígs-
hugsanir ganga hjá. „Flestir
vita að þeir eiga við vanda-
mál að stríða en vita ekki
hvert þeir geta leitað. Þar
ætlum við að koma inn í.“
9% unglinga sem hafa látist
í Suður-Afríku á þessu ári
féllu fyrir eigin hendi.
Birkiaska
Umboðs- og söluaðili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
BETUSAN
Unnur María Hjálmarsdóttir, formaöur Makalausa félagsins á Akureyri, segir félag-
ið hafa verið stofnað þar sem svo margir hafi verið einir. í dag er Makalausa félag-
ið orðið að alvörufélagi þrátt fyrir skoðanir einhverra um að félagið sé vettvangur
fyrir lauslæti. Unnur María og aðrir í stjórninni halda árshátíð félagsins á laugar-
daginn en eina skilyrðið um inntöku í félagið er að vera makalaus og makalaust
skemmtilegur.
„Tilgangur félagsins er að að hafa
félagsskap hvert af öðru,“ segir Unn-
ur María Hjálmarsdóttir, formaður
Makalausa félagsins, sem er félags-
skapur einhleyps fólks á Akureyri og
nágrenni. Fjöldi félagsmanna er
breytilegur eðli síns samkvæmt en
Unnur segir nýjustu tölur telja um
35 einstaklinga. „Fyrir mánuði síðan
vorum við yfir 50," segir Unnur Mar-
ía og bætir við að það sé þó afar
sjaldgæft að félagsmenn stingi sam-
an nefjum. „Það varð til eitt par úr
hópnum og svo voru átta aðrir sem
fundu sér maka út fyrir hópinn en
hinir fluttu í burtu eða borguðu ekki
félagsgjaldið af öðrum ástæðum,"
segir hún og bætir við að félags-
menn séu ekki aðeins á Akureyri
heldur einnig frá Sauðárkróki, Dal-
vík, Akranesi, Siglufirði, Egilsstöðum
og jafnvel Reykjavik.
Félagsmenn á öllum aldri
„Við komum nokkur saman í
september 2002 og stofnuðum fé-
lagið og í dag er þetta orðið alvöru-
félag með kennitölu, lögum og fé-
lagsgjaldi og við ætlum að halda árs-
hátíðina okkar á laugardaginn í hhð-
arsalnum í Sunnuhlíð."
Unnur María segir félagsmenn á
öllum aldri en að konurnar séu þó
aðeins fleiri en karlmennirnir. „Sú
yngsta sem hefur verið með okkur
var 25 ára og sú elsta áttræð. Við
stofnuðum þennan félagsskap þegar
við fréttum að það væri svo mikið af
fólki sem væri eitt og í dag eru marg-
ir hópar innan félagsins," segir hún
og bætir við að gönguhópurinn sé
þar langvirkastur. „Einnig förum við
í kaffispjall, erum með menningar-
hóp, grillum saman, förum í leikhús,
erum með jólahlaðborð auk þess
sem við hittumst alltaf á Kaffl Akur-
eyri á mánudögum en þangað geta
allir áhugasamir komið og spjallað
við okkur."
Fordómar í garð félagsins
Unnur María segist ekki finna
fyrir fordómum í garð einhleypra en
að hún finni hins vegar fyrir fordóm-
um í garð félagsins. „Sumir halda að
þetta sé eitthver vettvangur fyrir
lauslæti og að við séum einfaldlega
að sofa hvert hjá öðru. Félagsskap-
urinn snýst hins vegar alls ekki um
kynlíf enda höfum við ekki áhuga á
að skemma vináttuna með því að
sofa hvert hjá öðru,“ segir hún og
bætir við að það segi kannski mest
um fólkið sjálft sem hafi þessar
skoðanir. „í rauninni er þetta ein-
ungis félagsskapur en ekki sjálfs-
hjálparhópur en ef fólk vill ræða sín
mál þá reynum við að hjálpa og höf-
um þá algjöran trúnað enda gerum
við mikið af því að droppa inn í kaffi
hvert til annars og rabba um allt
milli himins og jarðar."
Eiga margt sameiginlegt
Samkvæmt Unni Maríu eru fé-
lagsmenn af öllum toga. Þar séu
margir fráskildir, ekkjur og ekklar
auk fólks sem aldrei hafi verið í
sambandi. „Það eru margir sem eru
einir og því nauðsynlegt að komast
í samband við eitthvert fólk. Sjálf er
ég svo sannarlega ekki ein því ég á
hóp af börnum og barnabörnum
en ég sæki í þennan félagsskap því
ég á margt sameiginlegt með hin-
um félagsmönnunum. Ef maður er
einhleypur er gott að eiga ein-
„Félagsskapurinn
snýst hins vegar alís
ekki um kynlíf enda
höfum við ekki áhuga
á að skemma vinátt-
una með því að sofa
hvert hjá öðru."
hleypa vini því þú hringir einfald-
lega ekki í gifta vinkonu þína og
biður hana um að koma með þér í
ferðalag og skilja karlinn eftir
heima en einhleyp vinkona gæti
þess vegna verið tilbúin á morg-
un."
Unnur María segir líklega of
seint að skrá sig á árshátíð félagsins
en það geti allir sem vilji skráð sig í
félagið. „Við leggjum áherslu á að
þetta sé alvörufélag en ekki eitt-
hvað kynferðislegt. Einu skilyrðin
fyrir inntöku er að vera makalaus
og makalaust skemmtilegur."
indiana@dv.is
1. Með hverjum?
Spyrðu sjálfa/n þig þessarar spurn-
ingar í hreinskilni. Með hverjum
viltu virkilega eyða jólunum?
ímyndaðu þér jól án samviskubits.
Hvar líður þér best? Hvar geturðu
hlegið og fi'flast? Hvar er
þér tekið eins og þú
ert? Hvar eru þínar É.
þarfir teknar með í
reikninginn? Þar áttu .
að vera yfir jólin.
2. Jólainnkaupin
Spyrðu sjálfa/n þig hvort þú sért að
kaupa hverja gjöf ánægjunnar vegna
eða vegna þrýstings. Vertu raunsæ/r
varðandi fjárhagsstöðu þína. Ekki
kaupa bara til að kaupa. Ef þú getur
ekki hugsað þér að sleppa jólagjöf-
unum reyndu þá að dreifa
þeim yfir árið svo þú
getir keypt gjöf sem
þig virkilega langar
að gefa.
3. Notaðu jólafríið
Notaðu tímann sem þú ert
í fríi úti í náttúrunni. Farðu í
göngutúr í skóginum eða á skíði í
brekkunum með börnunum. Ekkert
er betra en að koma inn úr kuldan-
um eftir velheppnaða útiveru, setj-
ast í sófann með konfekt og góða
bók.
6. Forðastu mikla áfengisneyslu
Þótt góður matur og drykkur sé hluti
af jólunum skaltu passa þig á að fara
ekki yfir strikið. Ef þú veist að þú átt
til að drekka eða borða of mikið
skaltu umgangast fólk sem gerir það
ekki. Farðu á AA-fund og umfram
allt ekki eyða jólunum alein/n.
4. Iilúðu að andlegu hliðinni
Andleg upplyfting er hollasta geðlyf-
ið. Dustaðu rykið af barnatrúnni
þinni og mættu í kirkju. Reyndu að
finna friðinn innra með þér.
5' Sigrastu á einmanaleikanum
Ef þú hefur áhyggjur af því að eyða
tímanum ein/n skaltu ganga í ein-
hver samtök. Það
skiptir afar
rniklu máli
að hafa fólk
í kringum
sig sem skil-
ur mann.
Ekki festast í
sjálfsvorkun-
inni. Drífðu þig af
stað.
Unnur María Hjálmarsdóttir, for-
maður Makalausa félagsins „Sjálfer
ég svo sannarlega ekki ein þvlég á hóp
afbörnum og barnabörnum en ég sæki i
þennan félagsskap því ég á margt sam- s
eiginlegt með hinum félagsmönnunum.
ggapp
f: -irfmf
6ráð til að
njóta jólanna
■ Tengstu öðrum
Hringdu í gamlan vin og spjallaðu.
■ Vertuviðstjóm
Verslaðu við kaupmanninn á hom-
inu og spjallaðu við hann um dag-
inn og veginn.
M Elskaðu sjálfa/n þig
Stoppaðu þig ef þú ætlar að segja
eitthvað neikvætt um sjálfa/n þig.
■ Vertu stolt/ur
Biddu fjölskyldu þína um að segja
þér af hverju þeim þyki vænt um
Þig-
■ Finndu tilganginn
Spyrðu vini og kunningja um þeirra
markmið fýrir utan að eignast pen-
inga.
■ Tengstu lfkama þínum
Hentu öllum glanstímaritunum og
hættu að horfa á gervilega fólkið í
tónlistarmyndböndunum.
■ Tengstu náttúrunni
Farðu í göngutúr á hveijum degi og
taktu eftir því sem í kringum þig er.
■ Hugaöu að sálartetrinu
Gerðu lista um allt það sem fær þig
til að brosa.