Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2005, Blaðsíða 25
DV Útivist & ferðalög
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 25
1
Kynnstu ekta japanskri menningu á þægilegan máta
Ef þig langar að kynnast ekta japanskri menn-
ingu skaltu leita uppi alvöru gistiheímíli. Ryokan
svokölluðu, eru alltaf að verða aðgengilegri fyrir
hinn erlenda ferðamann. Yagyu-no-sho er eitt af
60 þúsund ryokan í Japan og staðsett örlítið fyrir
utan Tókýó. Þótt japönsk menning hafi varðveist
á gistiheimilinu þurfa vestrænir férðlangar ekki
að örvænta. f boði eru stærri inniskór og
baðsloppar. Gestir fá herbergi sem er allt í senn
sem stofa, svefnherbergi og matsalur svo skórnir
verða að bíða fyrir utan. Dvöl á Yagyu-no-sho er
ekki ódýr en nóttin fyrir tvo kostar 65 þúsund
krónur en þeir sem hafa prufað segja það vel
þess virði.
Bindiverkshús Falleg
bindiverkshús í miðbæ Bern-
kastel-Kues i Móseldalnum
Þýsk stemmning
Götumynd frá gleð-
skaparbænum
Rudesheim.
Domplatz Torgið
stórkostlega fyrir
framan dómkirkj-
una í Erfurt.
m
Vínekrur við ána
Mósel Margrét
segir Mosel-Riesling
vlniðafar gott.
Fangabúðir Nöturleg
mynd frá Buchenwald,
rétt hjá Weimar, þar sem
voru fangabúðir nasista.
Ótrúleg fegurð
Þorpið Cochem og
Reichsburg-kastali
við ána Mósel.
mm
„Uppáhaldslandið mitt er Ítalía
sem stafar af því að ég var upphaf-
lega skiptinemi þar fyrir mörgum
árum og við það kviknaði bakterí-
an,“ segir Margrét Gunnarsdóttir
bókasafnsfræðingur, fararstjóri og
umsjónarmaður heimasíðunnar fer-
dalangur.net.
Hefur ferðast mjög mikið
Heimasíðan er hafsjór upplýs-
inga um allt sem snýst að ferða-
mennsku. Margrét hefur ferðast
mjög mikið, bæði sem fararstjóri hjá
Bændaferðum og á eigin vegum og
notar eigin reynslu og upplýsingar
sem hún finnur á netinu til að
byggja upp síðuna. „Ég hef ferðast
mikið til Mið- og Suður-Evrópu og
landanna sem voru áður austan-
tjalds megin eins og Tékklands og
Ungverjalands auk Ítalíu, Þýska-
lands, Austurríkis og Sviss," segir
Margrét og bætir við að enn sem
komið er haldi hún sig eingöngu við
Evrópu. Ferdalangur.is varð til í
byrjun ársins en Margrét var búin að
skoða margar svipaðar, erlendar
heimasíður. „Málið er að ég starfa
sem bókasafnsfræðingur og vinn
mikið á tölvur og með netið svo ég
var með tækin og tólin og ákveðna
kunnáttu í höndunum auk þess sem
mér fannst vanta svona íslenska
síðu," segir Margrét sem sér alfarið
um heimasíðuna.
Fær 500 heimsóknir á viku
Margrét segir mismunandi
hversu margar heimsóknir hún fái
en vonar að sem flestir nýti sér þær
upplýsingar sem þama er að finna.
,Ætli þetta séu ekki svona 500 heim-
sóknir á viku og ég vona að þetta
aukist smám saman en ég veit að
það em margir sem hafa ekki hug-
mynd um mig enn sem komið er. Eg
rek einnig meðfram síðunni lítið
fféttabréf sem kemur út vikulega og
er ókeypis en áskrifendur em orðnir
um 1500 talsins en í fréttablaðinu er
útdráttur úr því sem birtist á síðunni
og aðrir fróðleiksmolar."
Hægt að skipuleggja ódýra
ferð
Margrét segir markmið síðunnar
það að koma á framfæri til fólks hin-
um ýmsa fróðleik sem hægt sé að
finna á netinu. „Ég er að taka saman
fróðleiksmola um staði sem íslend-
ingar eru duglegir að heimsækja auk
staða sem væri skemmtilegt að
heimsækja og sigta út þá staði sem
ég þekki sjálf til,“ segir hún og bætir
við að markmiðið sé einnig að ýta
undir ferðir á eigin vegum. „Ég reyni
að stíla inn á þá sem ferðast einir
enda er stór munur á því og að ferð-
ast í skipulagðri ferð. Fólk þarf að
vera mjög sjálfstætt og að kunna að
bjarga sér. Mér finnst mjög mikil-
vægt að fólk æði ekki bara af stað
heldur lesi sér til um staðinn sem
það ætlar að heimsækja. Þannig er
hægt að fá mun meira út úr ferðinni
þó að maður verði að grípa gæsina
og leyfa einhveiju skemmtilegu og
óvæntu að gerast líka svo það má
ekki alit vera niðumjörvað. Mér
finnst líka skipta miklu máli að fólk
spyrji sjálft sig hversu miklu það ætli
að eyða því það er enginn vandi að
skipuleggja ferð þar sem maður
kemst af án þess að eyða of miklu
rétt eins og það er ekkert mál að
eyða um efni fram," segir Margrét
sem er dugleg að benda á leiðir til að
spara á heimasíðunni.
Jólastemmning á jólamörk-
uðum í Evrópu
Margrét er á leiðinni með hóp á
vegum Bændaþjónustunnar á jóla-
markað í Wurzburg og Rotenburg í
Þýskalandi. „Á þessum tíma er mjög
skemmtiiegt að fara til landa eins og
Þýskalands, Tékklands og Austur-
rflds til að upplifa jólastemmning-
una og jólamarkaðina. Borgirnar eru
uppfullar af ferðamönnum yfir sum-
artímann og því verður andrúms-
loftið allt öðruvísi fyrir jólin. Ég er
einmitt að fara í áhugaverða ferð í
byrjun desember og það verður
mjög spennandi að heimsækja
Þýskaland á þessum tíma."
indiana&dv.is
Gíbraltar
Spánverjar veittu Bretum yfirráð yfir
Gíbraltar árið 1713. Bretar lýstu land-
svæðinu sem nýlendu sinni árið
1830. Ibúarnir neituðu að sameinast
Spáni í kosningum 1967 og 2002 og
kusu að vera áfram undir breskum
yfirráðum.
STAÐSETNING: I Suðvestur-Evr-
ópu við suðurströnd Spánar.
STÆRÐ: 6,5 ferkílómetrar.
NÁTTÚRUAUÐLINDIR: Engar.
ÍBÚAFJÖLÐI: 27.884.
LÆSI: Meira en 80% íbúa eldri en
14ára kunna að lesa.
HÖFUÐBORGIN: Gibraltar.
ÆVtLÍKUR: 79,67 ár.
TRÚARBRÖGÐ: Rómverskir kaþ-
ólikkar 78,1%, enska biskupakirkjan
7%, aðrir kristnir 3,2%, múslimar 4%,
2,1% gyðingar, hindúar 1,8%.
hJÓÐARBROT: Spánverjar, ítalir,
Bretar, Möltubúar, Portúgalar, Þjóð-
verjar og Norður-Afríkumenn.
Nældu í
bestu
sætin
v Skráðu þig í aJIa mögulega netklúbba sem
flugfélögin bjóða upp á.
v Ef það er fullbókað á venjulegu fargjaldi
spyrstu þá fyrir um fyrsta farrými.
v Vertu snyrtílega klædd/ur.
v Ferðastu ein/n. Ef þú ert með börnin með
þér minnka lflcumar á fýrsta farrými.
* Vertu alltaf tilbúinn að færa þig ef þú ert
beðin/n um það. Líkurnar á að sætið sé enn
betra en það sem þú hefur em miklar.
•> Þú kemst langt á kuiteisi og veiviija.
v Mættu á réttum tíma. Líkurnar á að þú fáir
sérlega gott sæti minnka ef þú tékkar þig inn á
síðustu mínútunum.
v Láttu vita ef þú varðst fyrir miklum óþæg-
indum síðast. Ekki vera með stæla eða skamm-
ast. Ef þú dregur að þér athyglina muntu ör-
ugglega fá versta sætið í von um að þú látir
aldrei sjá þig aftur.
* Notaðu ferðapunklana þina. Notaðu kort
sem gefa þér ferðapunkta og ekki gleyma að
nota þá.
v Spyrstu fyrir um bestu sætin og tilboð sem
em í boði.