Símablaðið - 01.01.1958, Side 12
6
5ÍMABLAÐIÐ
RÉTTINDAMÁL
starfsfniks á f. fl. It. slaöunt
Jón Kárason.
Eitt af þeim málum, sem síðasti Lands-
fundur símamanna fól stjórn félagsins, var
að vinna að því að fá allt það starfsfólk á
I. fl. B-stöðvum, sem vinnur sitt aðalstarf
hjá Landssímanum, viðurkennt sem opinbera
starfsmenn. Stjórn félagsins hefur unnið
sleitulaust að þessu máli og á ýmsu hefur
gengið, en nú getum við loks fagnað full-
um sigri. Nú er ekkert því til fyrirstöðu
lengur, að taka þetta starfsfólk sem fullgilda
félaga í F.f.S. Og það er áreiðanlegt, að
það mun fagna þeim málalokum, því að
málsvara hefur það engan haft, þar til
F.l.S. tók mál þess til meðferðar.
Það hefur verið stefna F.f.S. á undanförn-
um árum, að sameina allt símafólk í land-
inu. Síðasti stóri áfangi félagsins á þeirri
braut var, þegar félag I. fl. B-stöðvarstjóra
sameinaðist fyrir fáum árum og nú er loka-
þættinum í þessari áætlun félagsins að ljúka.
Þessi lokaáfangi markar tvímælalaust merk
tímamót í sögu Félags isl. símamanna, því
að með honum má segja, að F.Í.S. sé búið
að ná til alls símafólks í landinu. (Þessi
síðasti hópur mun vera á milli 50 og 60
manns).
Ég ætla nú í seni styztu máli að rekja
sögu þessa merka máls.
Snemma á árinu 1956 skrifar fram-
kvæmdastjóm F.Í.S. fjármálaráðuneytinu
bréf, þar sem hún rökstyður kröfu sína um
að starfsstúlkur á I. fl. B. st. (öðrum en
Ak, Kf og Self., því þær voru búnar að fá
þessi réttindi samkv. reglugerð) verði viður-
kenndar sem opinberir strafsmenn og lögin
uni réttindi og skyldur verði látin ná til
þeirra. Svar við bréfi þessu barst fram-
kvæmdastjórninni þann 16. júlí 1956. Það
olli sárum vonbrigðum, því þar fellir ráðu-
neytið þann úrskurð í málinu, að þessar
umræddu stúlkur heyri ekki undir lögin
um réttindi og skyldur. Úrskurð sinn byggir
ráðuneytið á umsögn Póst- og símamála-
stjórnarinnar. En umsögn sinni til styrktar
hafði Póst- og símamálastjóri m. a. leitað
álits nefndar þeirrar, er samdi reglugerð
um launakjör á I. fl. B stöðvum. — Tveir
nefndarmanna, þeir Jón Pálmason og Páll
Zophoníasson, studdu skoðun símamála-
stjórnarinnar, en þriðji nefndarmaður, And-
rés G. Þormar, taldi rétt þessa starfsfólks til
að teljast opinberir starfsmenn tvímælalaus-
an, þar sem það væri ráðið af sjálfri póst- og
símamálastjórninni með föstum og hækk-
andi árslaunum.
Eftir þennan sögulega úrskurð í málinu
gekk allt aftur á bak hjá okkur. Póst- og
símamálastjóri neitaði nú að staðfesta skip-
unarbréf stúlknanna í Kf, Ak og Self. og
hélt því fram, að allt starfsfólk á I. fl. B
st. ætti að falla undir úrskurð ráðuneytis-
ins, þrátt fyrir það, að reglugerðin frá 31.
maí 1955 og 24. maí 1956 kveði báðar svo
á, að þessir hópar, sem sé stöðvarstjór-
arnir á I. fl. B st. og starfsstúlkurnar á
fyrrnefndum þrem stöðvum skuli hafa sömu
réttindi og opinberir starfsmenn.
Við ræddum svo þessi málalok í félags-
ráði F.Í.S., og þar las ég upp umsögn Póst-
og símamálastjórnarinnar, sem úrskurður-
inn var byggður á. Árangurinn af þeim fundi
var sá, að félagsráð fól framkvæmdastjórn