Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1958, Síða 13

Símablaðið - 01.01.1958, Síða 13
SÍMABLAÐIÐ 7 að vinna að þvi að íá þessum úrskurði breytt, og ef það fengist ekki, að láta þá dómstólana skera úr um þetta mál, þar sem við töldum að umsögn póst- og símamála- stjórnarinnar væri afar villandi og fengi ekki staðizt. Framkvæmdastjórnin fól þvi lögfræðingi félagsins, dr. Gunnlaugi Þórðar- syni, að taka málið upp að nýju. Hann skrifaði síðan fjármálaráðuneytinu bréf, þar sem hann gagnrýnir mjög umsögn póst- og símamálastjórnarinnar og fer fram á að ráðuneytið endurskoði afsöðu sína tii þessa máls. Ef það sjái sér hinsvegar ekki fært að gera það, þá sé hann tilneyddur fyrir hönd félagsins að fá dómsúrskurð í málinu. Þessi viðbrögð félagsins urðu til þess, að ráðuneytið fól póst- og símamálastjórninni að safna skýrslum um allt starfsfólk pósts og síma á I. fl. B-stöðvum og póstafgreiðsl- um landsins, og ef þessi skýrslusöfnun upp- lýsti það, að þetta umrædda fólk hafi sitt aðalstarf hjá pósti og síma, beri að skoða það sem opinbera starfsmenn, með þeim réttindum, sem því fylgir. Var stjórn F.I.S. falið að fylgjast með þessu máli. Framkvæmdastjórnin er ekki í neinum vafa um, að þessi skýrslusöfnun mun leiða í ljós, að allt þetta umrædda fólk mun verða úrskurðað undir lögin um réttindi og skyld- ur opinberra starfsmanna, og þá mun stjórn félagsiins bjóða því að gerast fullgildir fé- lagar í F.I.S., með þeim réttindum er því fylgir. Stjórnin hefur hugsað sér að skrifa öllu þessu fólki og útskýra fyrir því þau rétt- indi, sem það öðlast við þetta breytta við- horf. Póst- og símamálastjórnin hefur þegar sent út til allra síma- og póststöðva í land- inu eyðublöð, sem viðkomandi fólk er beðið um að útfylla og senda sem fyrst til baka. Stjórn F.l.S. vill því hvetja allt það fólk, sem hér á hlut að máli, til að endursenda þessi upplýsingaeyðublöð sem allra fyrst, til þess að hægt verði að ganga endan- lega frá þessu máli. Jón Kárason. ♦ Símastjórastaðan á Seyðisfirði. hefir verið veitt Emil Jónassyni varðstj. frá 1. marz 1958. En þá fór Þorsteinn Gíslason frá starfi, eftir langa þjónustu, sem í hví- vetna var til mikillar fyrirmyndar. Emil Jónasson er fæddur 17. maí 1898, son- ur Jónasar Eiríkssonar fyrverandi skóla- stjóra á Eiðum og konu hans. Hann hóf símritaranám við stöðina á Seyðisfirði 15. okt. 1923 og var skipaður simritari þar 1. mai 1924. Árið 1932 var hann skipaður varðstjóri við ritsímastöðina á Seyðisfirði og hefur gengt því starfi síðan. Emil hefur jafnan verið áhugasamur um mál F.I.S. og tekið á ýmsan hátt þátt í því. Verið umboðsmaður þess á Seyðisfirði og átti sæti á landsfundum. Símablaðið óskar Emil allra heilla I hinu nýja starfi hans. Um simstjórastöðuna á Seyðisfirði sóttu: Emil Jónasson. Jens Pálsson símast. á Reyðarf. Baldur Böðvarsson símaritari Sf. Snorri Lárusson fulltrúi í Rvík. ni • „Ég er ekki neinn lukkunnar panfíll, eins og þú heldur frarn," sagði hann við kunn- ingja sinn. „Ef ég hitti laglegan kvenmann, þá er annaðhvort hún gift — eða ég.‘

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.