Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.01.1958, Side 20

Símablaðið - 01.01.1958, Side 20
14 SÍMABLAÐIÐ fyrir félagsmenn svo og aðrar staðfestar reglugerðir um starfs- og launakjör. Hann er því ekki eingöngu þýðingar- mikill fyrir simamannastéttina, heldur einnig samtök allra opinberra starfs- manna. Þetta umrædda mál og niðurstöður dómstólanna hafa í för með sér greiðsl- ur til starfsmanna Loranstöðvarinnar sem nema munu um tvö liundruð þús- und krónum. Þar sem svo mikið bar á milli, er ekki liægt að áfellast shnamálastjórnina fyr- ir það, að láta skera úr réttmæti kröf- unnar. En væntanlega verður ráðning starfsmanna framvegis gerð með hlið- sj ón af dómi þessum og þeirri dýrmætu reynsulu, sem þessi langi málarekstur hefur veitt. Dr. Gunnlaugur Þórðarson, sem um mörg ár hefur verið lögfræðilegur ráðu- nautur F.I.S., sótti málið fyrir undir- rétti, en Benedikt Sigurjónsson hrl. fyr- ir Hæstarétti. I tilefni af þeim merka viðburði, sem að framan greinir, vill stjórn F.l.S. nota tækifærið og þakka lögfræðingi félags- ins dr. Gunnlaugi Þórðarsyni, fyrir hans ágætu störf i þágu þess. Hann er fyrsti lögfræðingur félags- ins, og vonandi fær félagið að njótá starfskrafta lians sem lengst. Þó þetta sé eina málið, sem dómstólarnir liafa úrskurðað, þá hefur dr. Gunnlaugi tek- izt að leysa mörg önnur mál fyrir fé- lagið án þess að til málareksturs hafi komið. Stjórn félagsins liefur oft leit- að til hans og liefur liann ætíð verið boðinn og búinn að gefa henni góð ráð. Þá vill stjórnin ennfremur þakka hrlm. Benedikt Sigurjónssyni fyrir lians þátt í þessu máli, en liann flutti það fyrir Hæstarétti. ♦ Frá féiagsdeildinni í Vík í Mýrdal. A aðalfundi deildar F.I.S. í Vík, sem haldinn var þann 9. þ. m., var samþykkt svohljóðandi tillaga: „Fundur haldinn i deild F.I.S. í Vík 9. marz 1958, lýsir þakklæti sínu við F.l.S. fyrir þann stóra þátt, sem félagið á í þeim sigri, sem timaverðir hafa unn- ið i máli því, sem þeir hafa átt í við Landssíma íslands, út af vangreiddum launum frá fyrstu árunum, sem Lands- síminn sá um rekstúr Lóranstöðvarinn- ar. Sérstaklega skulu þeim vottaðar þakkir, fyrrverandi formanni F.I.S., Andrési G. Þormar, og núverandi for- manni, Jóni Kárasyni.“ Óskaði fundurinn eftir, að þessi á- lyktun vrði birt i Símablaðinu. Með félagskveðju. Ari Þorgilsson, iormaður. ♦ STAKAN. Stakan hefir lífsins Ijóð löngum gefið dalsins barni, leilcur stef í léttum óð, Ijúflingsvefur hugans arni. ♦ „Auðsjáanlega er maðurinn mjög skyn- samur og heíur skarpa athyglisgáfu." „Af hverju heldur þú það?“ „Mr. Brown er ókvæntur." i ......: ® :.id

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.