Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.01.1958, Side 23

Símablaðið - 01.01.1958, Side 23
S I M A B LAÐ I Ð 17 Ritari: Agnar Stefánsson. Gjaldkeri: Hafsteinn Þorsteinsson. Allir í einu hljóði. 2. Fulltrúi í Starfsmannaráð Landssímans: Kosinn var Andrés G. Þormar og til vara Agnar Stefánsson. 1 einu hljóði. 3. í stjórn Lánasjóðs, til tveggja ára = Agnar Stefánsson, Guðmundur Jónsson og til vara: Aðalsteinn Norberg og Árni Egilsson. 1 einu hljóði. 4. Menningar- og kynningarsjóður: Gústaf Sigurbjarnarson, Inga Jóhannesdóttir. Til vara: Auður Proppé, Ríkharður Sumarliðason. 1 einu hljóði. 5. Kjörstjórn: Gústaf Sigurbjarnarson, Halldór Bjarnason, Stefán Arndal, Marinó Jónsson, Inga Jóhannesdóttir. Til vara: Guðlaugur Guðjónsson, Björgvin Luthersson, Þorsteinn Óskarsson. 6. Björnœsarsjóður: Gunnlaug Baldvinsdóttir, Helga Finnbogadóttir, Svava Brandsdóttir, Kristján Jónsson, Kristján Snorrason. 7. Styrktarsjóður F.Í.S.: Jónas Guðmundsson, Guðrún Möller, Jónas Lilliendahl. 8. Heiðmerkurnefnd: K. A. Hansen, Inga Jóhannesdóttir, Sigurður Jónsson, Eyjólfur Þórðarson, Ágúst Geirsson, Högni Eyjólfsson. Að kosningum loknum voru ýmis mál tek- in til umræðu. Formaður las upp bréf póst- og símamála- stjóra, en samhljóða bréf hafði hann skrifað póstmannafélaginu, en í því leggur hann til að þessi tvö félög verði sameinuð. Telur hann það eðlilegt og æskilegt, þar sem póst- ur og sími eru sameinaðir. Félagsráð taldi málið úr sögunni, þar sem póstmannafélagið hefur þegar svarað þessari málaleitun neit- andi, og fól framkvæmdastjórn að benda póst- og símamálastjóra á það, — jafnframt því sem vitnað skyldi til samþykktar síðasta landsfundar, sem lagði til, að póstur og sími yrði aðskildir. Lögð var fram og rædd svohljóðandi álykt- un, er samþykkt hafði verið á fundi 1. deildar: „Aðalfundur 1. deildar F.Í.S., haldinn 18. marz 1958, skorar á stjórn F.l.S. að hlut- ast til um það við póst- og símamálastjóra, að framvegis verði greitt álag á vinnu talsímakvenna, sem hér segir: 1. Á sunnudögum 33% eins og nú er greitt á vinnu, sem unnin er eftir kl. 21. 2. Á stórhátíðum og eftir kl. 17 daginn fyrir stórhátíð 50%. Enn fremur að 17. júní verði vinnu hag- að eins og á stórhátíðum. Rósa Gunnarsdóttir, Guðrún Ó. Þorvaldsdóttir. Tillaga þessi var afgreidd til frekari að- gerða framkvæmdastjórnar. En hún myndi að sjálfsögðu, næði hún fram að ganga, ná til alls vaktafólks. Þá var rætt um meðferð og afgreiðslu mála í Starfsmannaráði, og nauðsyn þess, að félagsmenn fengi meiri upplýsingar um þau á fundum og í Símablaðinu, ekki sízt um lokaafgreiðslu þeirra. Loks var rætt vitt og breitt um Símablað- ið, einkum um þau misjöfnu sjónarmið, sem orðið hefur vart um efnisval í það. Voru þeir, sem álit sitt létu í ljósi, sam- mála um það, að hér eftir sem hingað til, yrði höfuðtilgangur blaðsins að vera sá, að ræða hagsmuna- og áhugamál stéttarinnar og vera tengiliður milli hinna dreifðu deilda. 1 þeim efnum bæri öllum félagsmönnum að leggja fram þann skerf, er þeir gætu. Ritstjórinn taldi þá deyfð, er félagar sýndu, ekki til þess fallna að auka á álit

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.