Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.01.1958, Side 24

Símablaðið - 01.01.1958, Side 24
1» SIMABLAÐIÐ stéttarinnar út í frá. T. d. hefði blaðið fyrir stuttu síðan heitið 1500 kr. verðlaunum fyrir beztu grein um stéttarmál, en engin grein hefði blaðinu borizt. Þó væri það vitað, að margir ritfærir menn og konur, skáld og hagyrðingar væru meðal símamanna. Fundurinn taldi nauðsynlegt að hinar ýmsu deildir sæju blaðinu að staðaldri fyrir efni um starfsemi og áhuga mál þeirra. Þriðjudaginn 1. apríl var síðari hluti að- alfundarins haldinn. Lýst var þar kosningum í Félagsráð og aðrar trúnaðarstöður (sjá hér að framan). Samþykktar voru tillögur'um félagsgj.öldin og skiptingu tekna félagsins. Ennfremur var samþykkt svohljóðandi tillaga, sem lögð var fram á fyrri hluta aðalfundar: ,,Fundurinn telur það brýna nauðsyn að félagsmenn eigi meiri kost á að ná tali af formanni utan vinnutíma hans, og beinir þeirri áskorun til símastjórnarinnar, að hún leysi formann félagsins frá störfum einn dag í viku, til að sinna félagsmálum og veita félagsmönnum viðtal. Felur fundurinn væntanlegu Félagsráði að vinna að þessu máli.“ Upplýstu flutningsmenn, að í Danmörku væri það svo, að formaður póst- og síma- mannasambandsins væri algerlega leystur frá starfi með fullum launum. — Þá voru kosnir tveir endurskoðendur, þeir Gunnar Böðvarsson og Snorri Lárusson. Loks voru kosnir 11 fulltrúar á þing Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Kosningu hlutu: Andrés G. Þormar .... með 46 atkv. Jón Kárason .......... — 44 — Agnar Stefánsson .... — 36 — Aðalsteinn Norberg .. — 30 — Hörður Bjarnason ... — 28 — Jón Tómasson........ — 26 — Lára Jónsdóttir ...... — 25 — Karl Vilhjálmsson ... — 24 — Sæmundur Símonarson — 24 — Hafsteinn Þorsteinsson — 23 — Inga Jóhannesdóttir .. — 23 — Til vara (fyrstu þrír fulltr.): Sigurður Árnason 22 atkv. Vilborg Björnsdóttir 21 atkv. Ingólfur Einarsson 20 atkv. Fundarstjóri var Jón Tómasson. 55 mættu á fundinum. ♦ Oft hefur verið vakið máls á því við rit- stjóra Símablaðsins, að æskilegt væri, að í því birtust leiðbeiningar og fræðsla um félagið, skipulag þess, lög, reglur, starfs- greinar og annað það, sem hverjum félags- manni er skylt og nauðsynlegt að vita. Þá berast stjórn félagsins stöðugt fyrir- spurnir um ýms ákvæði laganna um rétt- indi og skyldur opinberra starfsmanna, og reglugerðar um orlof, — eftirlaunaréttindi í lífeyrissjóði o. m. fl. Mun í þessum þætti verða framvegis reynt að birta stuttorðar upplýsingar og leiðbeiningar um þetta efni, — og svör við fyrirspurnum, sem þættin- um kunna að berast. TJm lífeyrissjóð. Skylt er öllum starfsmönnum að greiða iðgjald i lifeyrissjóð, 1. „sem laun taka eftir hinum aimennu launalögum", 2. „sem taka laun úr ríkissjóði, og ráðnir eru til ekki skemmri tima en eins árs, eða með þrigggja mánaða uppsagnar- fresti. Enda sé starf þeirra í þjónuseu ríkisins, aðalstarf þeirra.“ Sjóðfélagi hlýtur eftirlaunarétt þegar hann er 65 ára, — eða æviár hans og starfstími eru samanlagt 95 ár. Starfsmaður, sem heldur áfram starfi eft- ir að hafa náð eftirlaunaréttindum, eyKur eftirlaunarétt sinn um 2% við hvert ár, — allt upp í 75%. Á sama hátt hækka eftir- launaréttindi maka um 1%.

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.