Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.05.1962, Page 10

Símablaðið - 01.05.1962, Page 10
hefur stétt okkar mikla og langa félagslega reynslu að baki, sem vonandi gerir okkur vandann auðleystari MMWMMMWmWHWWVJ Kjaramál kvenna Við kjaramál talsíma- kvenna er það mjög athyglis- vert, hve erfitt hefur reynzt að skapa möguleika til frama og þá um leið ein- hverrar launahækkunar. Lengst af hafa verið til tvær varðstjórastöður við Lands- símann í Reykjavík þó tug- ir stúlkna hafi starfað þar. Fyrir nokkrum árum var loks gengið inná að stofna tvær stöður undirvarðstjóra, — en launum þeirra og yfir- varðstjóranna haldið niðri í samræmi við þá gömlu rót- grónu skoðun, að ekki beri að launa konur eins og karla. Þróunin hefur að sjálf- sögðu gert nauðsynlegt að fjölga trúnaðarstöðum við þessa afgreiðslu við ýms eftirlitsstörf og upplýsinga- þjónustu en án þess að þau störfværu viðurkennd með bættum launum, nema að litlu leyti. En með því hefði þó mátt skapa talsímakon- um takmark að keppa að. Slík stöðnun er ekki til þess fallin að gera starfsfólkið ánægt. En opinber rekstur á erfitt með að skilja það sjónar- mið. Á stóru stöðvunum utan Reykjavíkur var það fyrst með launalögum 1945 að viðurkennd var þörf á varðstjórum við talsímaaf- greiðslu, og hafa þær síðan sögn senda gagnaðilja tillögur sínar í höfuðatriðum um nýjan samning, og skulu samningsviðræður þá þegar upp teknar. 11. gr. Endurrit af uppsögn kjarasamnings og tillögum um nýjan samning skulu send sáttasemjara ríkisins í vinnu- deilum samtímis og uppsögn og tillögur eru sendar samn- ingsaðiljum, sbr. 8. og 10. gr. III. KAFLI 12. gr. Aðili kjarasamnings getur, er slitnað hefur upp úr samningsumleitunum, vísað kjaradeilu til meðferðar sáttasemjara ríkisins í vinnudeilum. Þegar mánuður uppsagnarfrests er liðinn, skal sátta- semjari ríkisins sjálfkrafa taka kjaradeilu til meðferðar og reyna sættir, hafi deilu eigi verið vísað til hans eða samningar komizt á fyrir þann tíma. Sáttasemjari getur þó frestað aðgerðum allt að viku, ef sérstaklega stendur á. Ráðherra er heimilt, að fengnum tillögum sáttasemj- ara ríkisins eða aðilja, að skipa til sáttastarfs sérstakan sáttasemjara eða sáttanefnd, er hafi réttindi og skyldur ríkissáttasemjara samkvæmt lögum þessum. 13' gr' Sáttasemjari ríkisins getur lagt fram miðlunartillögu í kjaradeilu. Leynileg atkvæðagreiðsla starfandi ríkisstarfsmanna, er í hlut eiga, fer fram um miðlunartillögu undir yfir- stjórn og eftirliti sáttasemjara. Það fer eftir ákvæðum laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938, hvort tillaga telst samþykkt eða felld. Fjármálaráðherra greiðir fyrir hönd ríkissjóðs atkvæði um miðlunartillögu. Skal hann greiða atkvæði sitt leyni- lega, áður en allsherjaratkvæðagreiðslu samkvæmt 2. málsgr. líkur. Ákvæði laga nr. 80/1938 gilda að öðru leyti, eftir því sem við á, um sáttastarf samkvæmt lögum þessum. 14. gr. Nú er kjaradeila eigi til lykta leidd, að liðnum tveim- ur mánuðum uppsagnarfrests, og senda aðiljar þá þegar Kjaradómi greinargerðir um málið, enda er þá sáttameð- ferð þess á vegum sáttasemjara lokið. Aðiljar geta á fyrra stigi máls en í 1. málsgr. segir vísað kjaradeilu til Kjaradóms, ef þeir eru um það sam- mála. Eftir að sáttasemjari hefur fengið mál til meðferðar, BIMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.