Símablaðið - 01.05.1962, Síða 15
Framhald af bls. 32.
stofnuninni, starfsmannaráð,
en það er eingöngu ráðgef-
andi, og hefur ekkert fram-
kvæmdavald. Hugmyndin
um starfsmannaráð er stór-
merk, en það er ekki nóg að
hafa ráðgefandi ráð, ef fram-
kvæmdavaldið tekur lítið
sem ekkert tillit til þess.
Þetta, sem ég hef nú sagt eru
aðeins hugleiðingar mínar.
En öllu gamni fylgir einhver
alvara. Eins og okkur flest-
um er kunnugt verður F.Í.S.
í langflestum ef ekki öllum
málum, að fara bónarveg til
framkvæmdavaldsins. Þess
vegna hlýtur það að vera
torsótt leið fyrir félagið, að
fá sínum málum framgengt
hvort sem þau eru rétt eða
röng, ef framkvæmdavaldið
er á móti þeim, þar sem það
getur sagt já eða nei eftir
eigin geðþótta. Þetta held
ég að þeir starfsmenn sím-
ans, sem mest hafa gagn-
rýnt F.Í.S., séu farnir að
skilja, að minnsta kosti
finnst mér hafa lækkað í
þeim rostinn í gagnrýni á
gerðir og getu félags síns. í
einu máli, sérstaklega, hefur
stjórn L.í. gert sig seka um
innrás í atvinnulandhelgi
íslenzkra símvirkja, en þar
á ég við, að hleypa ónauð-
synlegu erlendu vinnuafli í
störf símvirkja, og greiða
fyrir það offjár. Ég ætla
ekki nú að ræða gang svía-
málsins en það mál sýnir
ekki hvað sízt, hvað lítið
tillit er tekið til mótmæla
frá samtökum fólksins.
Þessu hefur hvað eftir annað
verið mótmælt á deildar-
fundum, af deildarstjórn, á
aðalfundum, af félagsráði
og framkvæmdastjórn, skrif-
að um það mótmælagreinar
í Símablaðið, og bent á
leiðir til úrlausnar sem eru
mörgum sinnum hagkvæm-
ari, bæði fyrir stofnunina
og starfsfólkið og þar af
leiðandi þjóðarbúið í heild.
Dagar embættismannavalds-
ins eiga að vera liðnir undir
lok á íslandi. Það er útilok-
að fyrir opinbert fyrirtæki
að ala upp starfsgóða og
áhugasama starfsmenn ef
þeir finna það, að þeir eru
ekki annað en örlítið tann-
hjól í stórri vél, sem er
kæruleysislega smurð. En
þessi vél er lifandi, og sú
smurning, sem hún þarfnast
er skilningur á sjálfsvirð-
ingu og metnaði lifandi
manna.
Af þeim sökum er það
þjóðhagslegt spursmál að
yfirstjórn stofnana verði
ekki rykfallin, né ofmetnist
af lagalegu valdi sínu. X
Endurskoðun á Póst- og
símalögum aðkallandi
Um áramótin 60’ og 61’ er ákveðið var
að sameina að fullu yfirstjórn pósts og
síma, snerust félög póstmanna og síma-
manna gegn því. Áður hafði Félag forstj.
pósts og síma gert ályktun, sem benti á,
að það félag teldi nauðsynlegt að þetta mál
yrði vel athugað áður en slíktyrði gert.
Virðist sú skoðun undantekningarlítið
vera ríkjandi meðal starfsmanna pósts og
síma, að frekar hefði átt að skilja yfir-
stjórn stofnananna að, en að grauta þeim
saman undir eina yfirstjórn. Hefur það mál
verið rökstutt hér í blaðinu. Þó að sam-
einingin hafi farið fram, hefur sú afstaða
félaganna ekki breyzt.
Þess ber því að vænta að póst- og síma-
málaráðherra taki fundarályktun félags
'.V.V.V.
F.F.P.S. til greina og skipi nefnd til þess-
arar endurskoðunar sem fyrst.
Það þykir þó rétt, að þessi afstaða stétt-
arfélaganna sé lýðum ljós.
En fyrst sameiningin á annað borð hefur
farið fram, telja félögin nauðsyn til bera,
að taka til athugunar og endurskoðunar lög
og reglugergir um stjórn og skipulag stofn-
unarinnar, og hefur um það sjónarmið ver-
ið ýtarlega rætt hér í blaðinu, og mun
verða gert.
Ný samþykkt aðalfundar Félags for-
stjóra pósts og síma ber með sér, að það
félag telur nauðsyn þar á.
Lögin um sameiningu pósts og síma frá
1935 stangast áberandi á við staðreyndir
í dag, og nýjasta reglugerðin um stjórn
pósts og síma stangast tvímælalaust á við
lögin í meginatriðum, sem félögin telja
höfuð nauðsyn að leiðrétta.
SIMABLAÐIÐ