Símablaðið

Ukioqatigiit
Saqqummersitaq pingaarneq:

Símablaðið - 01.05.1962, Qupperneq 17

Símablaðið - 01.05.1962, Qupperneq 17
hraða þeirra Sig. Dahlmann, Ottó Jörgen- sen og Gunnars Schram. Þeir sendu hart, engu líkara en þar væri rafknúin vél að störfum. En þeir sendu líka mjög fallega skrift, og öll afgreiðsla þeirra undraverð.“ „Það hefur þá verið gott að afgreiða á uióti þessum mönnum?“ ,,Já, mjög gott, en satt að segja var ég fyrst logandi hræddur þegar einhver þeirra kom á móti VM, sem oft kom fyr- ir. Þá dugði ekkert hálfkák í afgreiðslunni. Ég man enn vel, já, eins og það hefði skeð í gær, þegar ég tók fyrsta skeytið frá rit- símanum í Reykjavík.“ „Var það eitthvað sögulegt?“ „í mínum augum var það sögulegur við- burður og ógleymanlegur, enda leið ég hinar verstu kvalir meðan á þeim ósköp- um stóð. Þetta skipti sat ég við morseáhaldið og var að æfa mig á lykilinn án þess að senda út á línuna. Magnea var ekki viðlátin og hjónin Petersen og Guðný ekki heima. Við Agústa, systir .Magneu, vorum því aðeins tvö á vaktinni. Þá allt í einu kallar Rvík á Vm og það ekki á neinum „Slow speed“. Mér brá ákaflega mikið og datt helzt í hug að hlaupa út. En ég var sem negldur við stólinn. Ég lét slippinn renna og las á honum: . nær óendan- lega með ákaflega miklum hraða og eft- úúylgjandi klausu: “ • • — - . - -. - -. - etc Ekki beint upplífgandi strimill það??? Ekki þorði ég að láta R vita af mér þarna við ritsímaáhaldið með því að „biðja um mín“, þ. e. biðja þá að bíða mínútu eða svo, þareð ég var þess fullviss, að ég gæti ekki sent þetta eina orð ,,mín“ læsi- lega, vegna þess hve hræddur ég var. Nú voru því góð ráð dýr og ekki auðfundin. Ég var alveg ráðalaus hvað gera skyldi. Alltaf hélt R áfram að kalla VM VM VM R R R. Af hraðanum þóttist ég þekkja, að þar mundi varðstjórinn, Sig. Dahlmann, SD, á lyklinum, sem varð til þess að auka enn meir vanlíðan mína. Þegar nú VM svaraði ekki, hætti þessi hamagangur loks- ins. En þá tók ekki betra við. Sigurður kom í símann, orðhvatur og napur og heimtaði að VM svaraði strax á ritsím- ann. Ég ætlaði að reyna að sansa hann og segja frá fjarveru símritaranna, en ég komst ekki upp með moðreyk. Hann tók engum sönsum, rauk úr símanum og byrj- aði aftur að kalla VM á ritsímann og ákaf- ara en áður. Sigurður gat sent ofboðslega hart, en hann sendi líka vel, mjög vel og læsilega. Nú — það fór nú að síga í skap mitt yfir þessum bölv. gauragangi, svo ég hafði orð um við Ágústu, að ég svaraði nú hverju sem tautaði, það gæti aldrei farið ver en illa. Hún ýtti undir mig að gera þetta, og sem sagt. Ég þreif lykilinn í bræði og sendi víst 5 eða 6 sinnum svo hart sem mér var frekast unnt K K K K og tvö þrjú háðs- merki þ. e. upphrópanir á eftir etc. Það stóð þá aldeilis ekki á svarinu. Fyrst kom heillöng buna af sem ávallt þóttu hálfleiðinlegar, en háðsmerkin voru lögð út þannig HA HA ha ha HA HA, sem hæðnishlátur. Síðan kom langt skeyti með alls konar tölum og merkjum. Ég dauðsá eftir bölv. óðagotinu í mér að svara, en það var of seint að iðrast. Strim illinn rann stanslaust með ofsahraðri send- ingu. Ég reyndi að skrifa niður af striml- inum en það var mér lífsins ómögulegt. Ég greip þá til þess ráðs að skrifa aðeins töl- urnar niður í þeirri röð, sem þær komu í skeytinu því þær varð ég að senda til baka þ. e. að colla, sem kallað var. Ég átti erf- itt með að skrifa, því satt að segja skalf ég eins og hrísla í Vestmannaeyja-roki. Loks endaði skeytið og nú varð ég að duga eða drepast. Ég varð að colla og kvitta fyrir skeytinu. Með mestu harmkvælum tókst mér þetta. En frammistaða mín hef- Framhald á bls. 39. SIMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.