Símablaðið

Ukioqatigiit
Saqqummersitaq pingaarneq:

Símablaðið - 01.05.1962, Qupperneq 27

Símablaðið - 01.05.1962, Qupperneq 27
Frá bæjarsíflianum í Reykjavík og Hafnarfirði Nýju símanúmerin í Hafnarfirði, nr. 51000 til 51499, voru tekin í notkun 1. apríl s.l.. Athygli símnotenda skal vakin á eftirfarandi: 1. Þegar símanotandi ætlar að hringja í eitt af nýju númerunum, velur hann númerið á venjulegan hátt og þá svarar símastúlka, sem gefur sam- band við símanúmerið. 2. Þegar hringt er frá þessum númerum er afgreiðslan hinsvegar alveg sjálfvirk. Um næstkomandi áramót verður símaafgreiðslan alveg sjálf- virk við öll símanúmer í Hafnarfirði. Frá Póst- og símamálastjóminni Póst- og símamálastjórnm hefur ákveðið að gefa út tvö frímerki, annað til þess að minna á skátahreyfinguna og hitt til þess að minna á íþróttahreyfinguna á fslandi. Er því hér með auglýst eftir tillögum að slíkum merkjum og þurfa tillögurnar að berast póst- og símamálastjórninm fyrir 15. ágúst 1962. Tillögurnar merkist dulnefni, en nafn höfundar fylgi með í lokuðu umslagi. Veitt verða verðlaun, kr. 4,000,00 fyrir þá tillögu að hvoru merki um sig, sem dómnefnd telur bezta og eru þau jafníramt greiðsla fyrir notkunarréttinn. Engin sérstök skilyrði eru sett um gerð merkjanna utan það, að þau þurfa að vera táknræn fyrir skáta- og íþróttahreyfinguna á Islandi. Reykjavík, 18. apríl 1962. SIMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.