Símablaðið - 01.01.1964, Page 4
yfirstjórnar símans við meðferð launa-
málsins þá kröfu.
í þessum efnum væri hægt að læra mik-
ið af Norðmönnum. Hjá norska símanum
hefur starfsmannadeild verið starfandi s.l.
45—50 ár, og' hefur yfirmaður þeirrar
deildar haft úrslitavald í öllum personal-
málum og verið ábyrgur aðili við samn-
inga um launakjör starfsmanna gagnvart
símafélögunum, og hefur þessi skipan
reynst mjög vel fyrir alla aðila.
Nú þegar sú skipan er hér á komin, að
gera verður heildarsamninga við alla rík-
isstarfsmenn, væri ekki úr vegi að breyta
til þannig, að samningar gætu gengið greið-
lega og ekki tæki mörg ár að skera úr
um vafaatriði einstaklinga.
Hér á eftir eru bornar fram tillögur sem
miða í þá átt, að allir samningar og álits-
gerðir liggi ljóst fyrir þegar í upphafi
umræðna. Það sýndi sig nefnilega við
fyrstu samningsgerðina, að gagntilboð rík-
isstjórnarinnar var unnið af mönnum sem
litla þekkingu höfðu á þessum málum,
enda hlaðnir störfum. Það er ekki nóg að
skrifa einhverjar tölur aftan við launa-
flokkana, og láta það gilda yfir allan hóp-
inn, svo einfalt er málið ekki. Það verður
að kynna sér allar aðstæður hjá hinum
ýmsu starfshópum innan ríkisstofnanapna,
svo réttilega sé hægt að meta hin marg-
víslegu störf.
Hér koma svo tillögurnar, sem byggðar
eru á fyrri skrifum hér í blaðinu, eins og
getið er hér að framan:
1. Stofnuð verði 2—4 embætti skipuð
sérfróðum og menntuðum mönnum í
starfshagræðingu. Skulu þeir vera opin-
berir embættismenn, skipaðir af forseta
íslands og launaðir af ríkissjóði.
2. Þeir skulu vera nákunnugir meðferð
þessara mála í öðrum löndum og fá að-
stöðu til að fylgjast með og kynnast
öllum störfum og starfsgreinum hjá því
opinbera.
3. Stöðurnar séu auglýstar til umsóknar,
og um það leitað álits fjármálaráðherra
og stjórnar B.S.R.B.
4. Þessir menn skulu gera allt undirbún-
ingsstarfið og vera reiðubúnir að rök-
styðja það. Þeirra verk er að gera flokk-
un og síðar nauðsynlegar breytingar á
henni vegna starfsbreytinga og þróunar,
og vera stofnunum og ríkisstjórn ráð-
gefandi.
5. Álit þeirra og tillögur skulu jafnan
liggja fyrir, þegar samningum er sagt
UPP> og þegar þeir hefjast á ný.
Einsog getið er um í 1.—2. tbl. 1963,
hefur aldrei, við samningu launalaga,
skapast önnur eins óánægja og við samn-
inga þessara seinustu launaákvæða.
Væri farið eftir þeim tillögum, sem hér að
framan greinir, myndu vankantar þeir,
sem komið hafa fram við kjarasamning-
ana útilokaðir, og betra andrúmsloft skap-
ast í viðræðum, þegar nýir samningar
verða gerðir.
Launþegar myndu treysta betur þessum
vinnubrögðum; og mest hinnar dæmalausu
skriffinnsku og hvimleiðu einstaklings
viðtala við samningsaðila hverfa.
Þessir samningar, vinnubrögð og niður-
stöður, hafa skapað samtökum okkar síma-
manna ný umhugsunarefni og mörg við-
fangsefni.
Ekki mun t. d. við það unað, að þessir
samningar verði öðru sinni undirbúnir af
stofnunarinnar hálfu, eins og um væri að
ræða persónuleg feimnismál forstjórans.
Það má ekki endurtakast að samvinna um
svo þýðingarmikið og viðkvæmt mál, milli
félagsins og póst- og símamálastjórnarinn-
ar verði útilokuð.
Samkvæmt starfsmannareglum er skylt að
ræða kjara- og launamál í starfsmannaráði,
og ekkert er sjálfsagðara en undirbúningur
þeirra mála, þegar um heildarsamninga er
að ræða, sé gerður af sameiginlegri launa-
nefnd félagsins og stofnunarinnar.
Endurskoðun á starfsmannareglum
landssímans stendur nú yfir, og fyrir dyr-
um mun vera ítarleg endurskoðun á ýms-
um öðrum höfuðreglum og lögum er stofn-
unina varða.
Upp úr þeim endurskoðunum skapast
vonandi sú festa í byggingu stofnunarinn-
ar, að aldrei komi framar til neins hrá-
skinnaleiks í þessum málum. — I. E.
SÍMABLAÐIÐ