Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1964, Síða 7

Símablaðið - 01.01.1964, Síða 7
og 37.757 kr. fyrir hjón. Frá 67 ára aldri yrði samanlagður ellilífeyrir mannsins úr sjóðnum og frá almannatryggingun- um því, að óbreyttum launum, kr. 84.775.80 eða 75% af laununum í því starfi, er hann gegndi síðast. Ætti hann maka á lífi, sem einnig hefði ellilífeyr- isrétt hjá almannatryggingunum yrði heildarellilífeyrir hjónanna 101.556,80. Ef maðurinn héldi áfram í starfi til 70 ára aldurs, yrði hann iðgjaldsfrjáls síðustu 5 árin, en ellilífeyrir hans yrði (frá 70 ára aldri) 66,5% af laununum eða kr. 75.091.80 á ári og auk þess al- mannatryggingalífeyrir. 2) Hugsum okkur annan mann, sem hefur byrjað starf hjá ríkinu 37 ára að aldri og verið allan tímann í 18. launa- flokki. Hann greiðir fyrsta árið 3,75% af launum í iðgjald en 4,15% eftir að hann er kominn í 11.000 kr. mánaðar- laun. Áunninn lífeyrisréttur hans við 67 ára aldur verður 59%. Héldi hann áfram starfi til 70 ára aldurs, yrði eftir- laun hans úr sjóðnum komin upp í 65% af launum. Almannatryggingalífeyri fengi hann á sama hátt og getið er um í dæmi 1). Ef um hjón væri að ræða, sem bæði fengju ellilífeyri almanna- trygginganna, yrði heildarellilífeyrir þeirra eftir 33 ára starf í þjónustu ríkis- ins 126.989,00 kr. eða 92,5% af launum. Á makalífeyrinum verða einnig mikl- ar breytingar. í fyrsta lagi fá sjóðfélag- ar nú makalífeyri almannatrygginganna, þar sem um hann er að ræða. í öðru lagi verður makalífeyrir úr sjóðnum framvegis ákveðinn þannig, að saman- lagður lífeyrir frá sjóðnum og almanna- tryggingunum (maka- eða ellilífeyrir) verður ákveðinn hundraðshluti af þeim launum, sem á hverjum tíma fylgja starfi því, er sjóðfélaginn gegndi síðast í stað þess að hann var áður miðaður við meðallaun síðustu 10 starfsára. í þriðja lagi er biðtíminn felldur niður og makalífeyririnn hækkaður. Áður byrjaði réttur til makalífeyris ekki fyrr en eftir 10 ára starfstíma og þá með 20% af meðallaunum síðustu 10 starfs- ára. Síðan hækkaði hann um 1% af meðallaununum fyrir hvert iðgjalda- greiðsluár og var þannig 40% eftir 30 ára starfstíma. Nú byrjar rétturinn strax á 20% og síðan bætist 1% við fyr- ir hvert iðgjaldsgreiðsluár, Vz% fyrir hvert starfsár sjóðsfélagans frá því ið- gjaldagreiðslu lauk og til 65 ára aldurs og 1% fyrir hvert starfsár hans á aldr- inum frá 65 til 70 ára aldurs. Hugsum okkur sjóðsfélagann, sem tekinn var í dæmi 1) hér að framan. Ef hann félli frá eftir 7 ára starf, fengi maki hans 27% af 8.700,00 kr. í maka- lífeyri á mánuði eða 2.349,00 kr. Ef hann félli frá 67 ára að aldri og væri þá enn ístarfi, væri starfstími hans 32 ár og makalífeyrir 52% af 9.410,00 kr. á mán- uði eða 4.893,20 kr. Ef sjóðsfélaginn í dæmi 2) félli frá eftir tveggja ára starf yrði makalífeyr- ir 22% af 9.780,00 kr. á mánuði eða 2,151,60 kr. F'élli hann frá eftir 70 ára aldur, þ- e. eftir 33 ára starfstíma ára aldur, þ. e. eftir 33 ára starfstíma yrði makalífeyririnn 53% af síðustu mánaðarlaunum eða 6.063,20 kr. á mán- uði. í báðum þessum dæmum kæmi til frá- dráttar sá maka- eða ellilífeyrir, sem viðkomandi lífeyrisþegi kynni að eiga rétt á frá almannatryggingunum. Þó er sá lífeyrir ekki dreginn að fullu frá líf- eyrinum úr sjóðnum, ef samanlagður lífeyrir fer við það niður fyrir tvöfald- an einstaklingslífeyri almanna trygg- inganna. Nokkrar breytingar verða einnig á reglunum um örorkulífeyri. Viðmiðun- in er sem fyrr segir breytt frá því að vera meðallaun síðustu tíu starfsára í laun þau, sem á hverjum tíma fylgja starfi því, er öryrkinn gegndi síðast. Áður var örorkulífeyririnn 1% af á- unnum ellilífeyrisrétti fyrir hvert ör- orkuprósent. Nú reiknast hann af áunn- um ellilífeyrisrétti að viðbættum ein- staklingslífeyri almannatrygginga, 1 % fyrir hvert örorkuprósent undir 50 en 2% fyrir hvert örorkuprósent frá 50 SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.