Símablaðið - 01.01.1964, Qupperneq 8
að 75. Þeir, sem metnir eru 75%
öryrkjar eða meira, fá því fullan ör-
orkulífeyri, en örorkulífeyrir almanna-
trygginganna kemur þó> til frádráttar
hjá þeim-
Sem dæmi skulum við hugsa okkur
mann, sem hefur 11.440 kr. laun á mán-
uði og verður 65% öryrki eftir 22 ára
starf. Áunninn ellilífeyrisréttur hans er
43.16% af launum. Örorkulífeyrispró-
sentan verður 50 -)- 30 = 80%. Mánað-
arlegur lífeyrir hans verður því 0.8x
(0,4316x11440-)-1748)=5348.40 kr. Hafi
hann börn á framfæri, fær hann auk
þessa 80% af fullum barnalífeyri fyrir
hvert þeirra.
Meginbreytingar á reglunum um
barnalífeyri eru tvær. Fyrir barn, sem
á framfæranda á lífi var lífeyrir frá
sjóðnum áður 125% af barnalífeyri al-
mannatrygginganna. Nú er samanlagð-
ur barnalífeyrir almannatrygginganna
og sjóðsins 150% af barnalífeyri al-
mannatrygginga. Hin meginbreytingin
er sú, að barnalífeyrir greiðist nú til 18
ára aldurs í stað 16 ára áður.
Kr. Guðm. Guðmundsson.
Utdráttur úr skýrslu
formanns F. I. S. á
aðalfundi 1963.
(Af mistökum kom þessi greinargerð
ekki í 1.—2 tbl. 1963, eins og ætlunin
var.)
Það er óhætt að segja, að á síðast-
liðnu ári, 1962, hafi gerzt sá atburður, er
markar tímamót í kjarabaráttu ríkis-
starfsmanna. Þar á ég við gildistöku
laga um samningsrétt opinberra starfs-
manna. Með samningsréttinum hefur
náðst mikil réttarbót. Þó er það samt
svo, að ekki höfum við sama rétt og
aðrir þegnar þjóðfélagsins. Við höfum
ekki verkfallsréttinn. Ef ekki næst sam-
komulag við ríkisvaldið, verðum við
að hlýta úrskurði gerðadóms. Margir
líta svo á, að verkfallsréttur til handa
opinberum starfsmönnum sé mjög ó-
æskilegur, allt of mikið sé í húfi og
þjóðfélaginu beinlínis hættulegt, ef slík-
ur réttur yrði þeim veittur. En minna
skal á það, að allir þegnar þjóðfélags-
ins eiga að hafa sama rétt, og opinber-
ir starfsmenn hafa bitra reynslu af því,
að hafa ekki getað sótt sín kjaramál á
sama vettvangi og aðrir. Þeir hafa ver-
ið sniðgengnir og dregist aftur úr.
En nú hefur rofað til, við höfum öðl-
azt réttarbætur, við skulum vona að
samningsrétturinn verði bæði okkur og
þjóðfélaginu í heild til gagns og bless-
unar. Með samningsréttinum sköpuðust
ný viðfangsefni. Nú þurfti að byggja
upp nýtt launakerfi, gömlu launalögin
voru fyrir löngu orðin úrelt.
Ljóst var að fjölga þurfti launaflokk-
unum, nýjan launastiga þurfti að semja,
og svo framvegis. Eins og þið vitið, er
B.S.R.B. hinn lagalegi samningsaðili
fyrir sambandsfélögin gagnvart ríkis-
stjórninni. Bar því þegar að hefjast
handa með undirbúning að samninga-
gerð. Fyrsta skrefið var að kjósa kjara-
ráð skipað fimm mönnum, en kjararáð
skyldi vinna að skipan starfsfólks í
launaflokka, og hafa á hendi allt undir-
búningsstarf. Nokkur togstreita varð
innan sambandsfélaganna um skipun
manna í ráðið.
Þess skal getið, að stjórn B.S.R.B.
lét fara fram allumfangsmikla kjara-
könnun, og sendi út eyðublöð í því
skyni, sem félögin skyldu sjá um að
dreifa út meðal félagsmanna til útfyll-
ingar. Hugðist stjórn B.S.R.B. með könn-
un þessari afla sér víðtækari upplýsinga
Varðandi störf, launakjör og þjónustu-
aldur hinna ýmsu starfsmanna.
Eins og kunnugt er, voru lögin um
SÍMABLAÐIÐ