Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2005, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2005, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR I. DESEMBER 2005 Fréttir 0V Óánægð ekkja Neytendasamtökin hafa fengið inn á borð til sín mál vegna einkanúmera á bíl- um. Hjón áttu bíl með einkanúmeri en þegar maðurinn lést fékk konan tilkynningu frá Umferðar- stofu um að hún þyrfti að greiða 25 þúsund krónur vildi hún halda einkanúm- erinu. Rétthafi einkanúm- era þarf að borga þá upp- hæð á átta ára fresti og höfðu hjónin greitt það gjald aðeins nokkrum mán- uðum fyrir lát mannsins. Neytendasamtökin vona að reglunum verði breytt, enda kostnaðurinn varla réttlætanlegur. Landsbankinn oftast hæstur Dæmi eru um allt að þrjú hundruð prósenta verðmun á sambærilegri þjónustu milli banka og sparisjóða. Þetta kemur fram í nýrri könnun Neyt- endasamtakanna og Stétt- arfélags ríkisins á þjónustu- gjöldum banka og spari- sjóða. Könnunin fór fram í sumar og haust og náði til sautján þjónustuliða í Landsbankanum, íslands- banka, KB banka og SPRON. Landsbankinn var oftast með hæsta verðið, í sjö tilfellum, og KB banki næstoftast, í fimm tilvikum. Háskólinn fyr- ir blinda „Það er alveg á hreinu að blindraletursmerkingar auðvelda blindum að stunda nám við Háskóla fs- lands og að sjálfsögðu er þetta liður í því að gera HÍ að skóla fyrir alla," sagði Kristín Tómasdóttir, for- maður jafnréttis- og örygg- isnefndar Stúdentaráðs há- skólans á vef Röskvu. Á þriðjudaginn merkti Ester Heiðarsdóttir, blind stúlka úr níunda bekk Álftamýrar- skóla, allar kennslustofur, skrifstofur og salemi í Árnagarði og Lögbergi. Stefnt er að því að allar byggingar háskólans verði orðnar blindramerktar áður en skólaárinu lýkur. [ Handritskvennahópurinn og Hallgrímur Flestarþess- ora eru einnig í hópi leikara sem fram koma. Edda Björgvinsdóttir er nú að klippa Áramótaskaupið ásamt Kristínu Pálsdóttur. Um fimmtán leikarar koma að Skaupinu að þessu sinni en allir þeir sem stjórna eru konur. Edda segist ekki stressuð, hún treysti sér í þann slag núna að sér sé annað hvort hampað og hrópað halelúja eða lamin í klessu andlega af fjölmiðlum. Kvennaskaup i „Við erum svo slappar í „hardcore political fun". Við erum meira svona í dægurmálaþrasi." „Já, við erum að klára Skaupið. Erum bara í þessum orðum töl- uðum að skoða tökur. Þetta er ógeðslega spennandi," segir Edda Björgvinsdóttir sem nú leikstýrir Áramótaskaupinu. Skaupið er kvennaskaup að því leytinu að konur stjórna: Kona er leikstjóri, kona er pródúsent og það eru bara konur sem skrifa handritið ... já, nema Hallgrímur Helgason er ekki kona. Þó svo að líklega séu ekki eins mikl- ar væntingar bundnar við nokkum annan, einstakan sjónvarpsþátt og þennan segist Edda ekki vera stressuð. „Nei, þetta gekk svo vel. Þetta gekk eins og í lygasögu. Svo hef ég tengst einum 15 áramótaskaup- um og... ja, maður venst því aldrei ef fjölmiðlar standa upp og berja mann. Það er alltaf jafn sársauka- fullt. En ég get nú tekið því hvort heldur manni verður hampað og hrópað halelúja eða laminn f : klessu andiega. Ég treysti mér í , þann slag núna. Ég hef ekki treyst mér í þetta núna í fimm ár. Ákvað þá að koma ekki nálægt þessu nema ég fengi að ráða öllu sem leikstjóri og það er núna." hafa fyrirmæli þar að lútandi sérstak- lega frá til þess bæmm yflrvöldum. „Sérstaklega sagt að segja ekki nokkum skapaðan hlut. Og við grjót- höldum því kjafti og vonum að ekkert leki út. Og biðjum þjóðina að bíða spennta." Um þetta skaup hefur verið talað sem kvennaskaup en Edda segir hlut- fall milli leikkvenna og leikkarla vera svipað. „Þar er sami fjöldi. En það em bara konur sem standa að þessu á annan hátt: höfundar, leikstjóri og próduúsent. Og að því leyti svipar þessu til skaupsins 1984 en til þess hef- ur verið vísað sem kvennaskaups. Og ég segi að það sé besta skaup allra tíma." og svo fólk sem aldrei hefur verið not- að í skaup og mun koma skemmtilega á óvart". Kristín Pálsdóttir er pródúsent eða ffamleiðandi, þrautreynd á sínu sviði og segir Edda hana eins og hugur manns. Snillingur á sínu sviði. Og handritshöfundar em þéttur hópur leikkvenna og húmorista: Björk Jak- obsdóttir, Hlín Agnarsdóttir, Unnur ösp Stefánsdóttir, Halldóra Geirharðs- dóttir, Helga Braga Jónsdóttir og Ólaf- ía Hrönn Jónsdóttir. Edda sjálf segist svo hafa verið eins konar handrits- mamma. En rúsínan í pylsuendanum er reyndar karlkyns: Hallgrímur Helga- son. „Við erum svo slappar f „hardcore political fun". Við héldum nokkra fundi, og nei, Hallgrímur var ekki þar. Við pöntuðum sérstaklega efrti frá Hallgrími. Við erum meira svona f dægurmálaþrasi." Og það má svo koma ffarn, fyrfr þá sem brenna í skinninu að vita hverjir leika að þá birtast flestar handritshöf- unda í Skaupinu. jakob@dv.is Edda Björgvins- dóttir Fullyrðir að kvennaskaupið frá ár- inu 1984sébesta skaup allra tíma. Handritshöfundar í dægur- málaþrasi Edda upplýsir reyndar að leikara- hópurinn samanstandi af „ofsalega reyndum kanónum og Jiluti þeirra hafi reyndar ekki verið not- ^j^^^fc^aður í skaup und- #' . anfarið f Leynd um leikarana Að sögn Eddu er hópurinn sem fer með hlutverk í skaupinu um tólf manns, fer kannski upp í fimmtán ef allt er talið því ein- staka leikarar birtast óvænt. Hverj- ir þessir leikarar em er hins vegar algert leyndarmál. ^ Edda segist .acÉÉfe:. ■, m '>* 'V- . , Lágtæknisjúkrahús Þegar Svarthöfði fótbrotnaði síð- ast fór hann á slysavarðstofuna. Þar var ágætur læknir sem setti hann í gifs og gekk vel frá öllu. Minnti helst á héraðslækninn á Eskifirði sem setti Svarthöfða í fyrsta gifsið þegar hann fótbrotnaði í æsku. Síðan hefur Svarthöfði brotnað oft og gengur því nú orðið með hjálm eins og allir vita. Vegna allra þessara ófara hefur Svarthöfði kynnst sjúkrahúsunum vel og þá sérstaklega slysavarðstof- unni. Mestar mætur hefur hann á Guðjóni Baldurssyni lækni sem þar starfar og virðist vera læknir af guðs náð. Með líknandi hendur og gæsku Svarthöföi í huga. Því gladdi það Svarthöfða þegar hann sá mynd af Guðjóni í Morgunblaðinu þar sem hann var- aði við byggingu hátæknisjúkrahúss sem á að kosta hærri upphæð en fólk hér á landi hefur heyrt nefnda áður. Guðjón bendir á að ákvörðun um hátæknisjúkrahúsið hafi verið tekin skömmu eftir að Davíð Odds- son var sjálfur lagður inn á Land- spítalann. Hvernig hefur þú það? „Eg hefþað strðlende bara, það þýðir ekkert annað," segir Birna Smith myndlistar- kona.„Ufið er dásamlegt og fólk er að vakna til meðvitundar um þann kraft sem íþví býr. Ég tek eftir því að fólk leitar meira inn á við og treystir á eigin dómgreind í sam- bandi við lækningar og lætur ekki mata sig á hvaða vitleysu sem er. Við erum að verða meira sjálfstæð og hætt að lifa i blekkingunni og vonleysinu. Heimur batnandi fer." takk! Ef einhver veit hvar skóinn kreppir er það Guðjón Baldursson og hann mælir með því að byggt verði lágtæknisjúkrahús. Guðjón vill leggja áherslu á þjónustu við aldr- aða og langveika. Það sker enginn upp gegn elli með leisergeislum og þeir duga heldur ekki á þunglyndi eða aðra geðveiki. Sjúkrahús eiga aldrei að verða einhvers konar tenn- isvöllur fyrir sportlækna sem kepp- ast um að beita nýjustu tækni í starfi sínu á meðan hinir raunvemlegu sjúklingar em settir hjá. Þegar Svarthöfði fótbrotnar næst vill hann fara á lágtækni- sjúkrahús og hitta þar fyrir al- vömlækna sem bera hag sjúk- linga sinna fyrir brjósti. Ekld ein- hverja monthana sem lifa í sýndarvemleika sjúkdómanna; með öllu vemleikafirrtir í há- tækninni. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.