Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2005, Blaðsíða 5
Varúð
Evrópsk verksmiðjuóbyrgð eða ekki?
Vegna greinar í Morgunblaðinu 1 l.nóvember s.l.og þeirra skilaboóa sem bilaumboðin
hafa látió frá sér fara um verksmiðjuábyrgá á bílum viljum viá aá eftirfarandi komi fram:
Samkvæmt lögfræðilegri álitsgerð sem unnin var fyrir okkur kemur skýrt fram í EES
samningnum að meginregla samningsins er að hvers konar hömlur á samkeppni séu
bannaðar á EES-svæðinu. Þetta bann nær einnig yfir svonefnd einkaumboð, nema miklir
hagsmunir neytenda felist í því að veita undanþágu frá því í hverju tilviki.
Reglugerð EB 1400/2002 fjallar um hópundanþágu bifvélaframleiðanda og söluaðila
þeirra frá þessari meginreglu. Undanþágan er veitt að ákveðnum skilyrðum uppfylltum,
samkvæmt 3. mgr. 81. gr. Rómarsáttmála (sem er sambærileg 3. mgr. 53. gr. EES-
samningsins).
Algert skilyrði fyrir undanþágunni er að fyrirtækið sem fer með umboð sinni
ábyrgðar- og viðhaldsþjónustu neytenda að kostnaðarlausu að sama marki og
framleiðandinn er skyldugur til, að það annist endurbætur vegna framleiðslugalla og
veiti viðgerðar- og viðhaldsþjónustu sem nauðsynleg er til þess að tryggja að
ökutækið gangi rétt og örugglega. Þetta á við án tillits til þess hvar á hinum
sameiginlega markaði ökutækið var upphaflega keypt.
Reglugerð EB 1400/2002 er ætlað að tryggja að neytenda sé frjálst að kaupa
ökutæki sitt hvar sem er á EES-svæðinu og á að sama skapi að tryggja að skylda
framleiðanda til þess að bera ábyrgð á vöru sinni hverfi ekki þó ökutækið ferðist milli
landa innan svæðisins.
Allir aðilar sem eiga í bíla’viðskiptum hér á landi eru hér með minntir á það að með
löqum skal land byqqja oq auqlýsinqar sem virðast miða að því að qera eðlileqri
samkeppni erfiðaðra fyrir með birtingu misvísandi upplýsinga eru hvorki heiðarlegar né
löglegar. Skorað er á ALLA, jafnt umboðin sem aðra sem málið varðar, að fara eftir
leikreglunum og virða rétt neytandans.
www.sparibill.is
Skúlagötu 17 • Sími: 577 3344