Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2005, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2005, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 Fréttir DV Þórir Karl Jónasson, fyrrverandi formaður Sjálfsbjargar, segist engan áhuga hafa á afsökunarbeiðni frá Birni Elíasi Halldórssyni sjómanni, sem er sagður hafa sparkað í hann eftir að þeir deildu fyrir utan Europris í Dugguvogi. Þórir hefur kært Björn og vill að honum verði refsað. Björn Elías heldur fram sakleysi sínu og segist ekki hafa komið við Þóri. Meiri snjór Veðurklúbburinn á Dalbæ á Dalvík kom sam- an á dögunum. Eins og vanalega leit klúbburinn yfir veðurfar mánaðarins sem er að renna sitt skeið og spáði í veðurfar kom- andi mánaðar. Fundurinn var almennt ánægður með spána sem klúbburinn gerði fyrir nóvember og taldi að hún hafi staðist. Hvað desember varðar, voru félagar-sainmála um að hann yrði mjög líkur nóvember, en að öllum líkindum kaldari. Snjó- koma verður þó meiri en ekki til baga. Karlar ræða jafnrétti í dag frá klukkan níu til tólf er ráðstefna um jafn- réttismál í Salnum í Kópavogi. Ráðstefnan er eingöngu ætluð körl- um en Vig- dís Finn- bogadóttir mun sitja hana sem verndari og heiðursgestur. Á ráðstefnunni mun Þrá- inn Bertelsson rithöfund- ur auk fjölda annarra karla flytja erindi. Egill Helga- son sjónvarpsmaður mun svo stýra pallborðsum- ræðum karla. Aðgangur er ókeypis meðan húsrúm leyfir. Karlar eru hvattir til að sækja ráðstefnuna. Skákbærinn Hafnarfjörður Hafnarfjarðarbær í slag- togi við Kátu biskupana, Hrókinn, Skákfélag Hafnar- fjarðar og menntamála- ráðuneytið ætla að hefja skákkennslu í grunnskólum bæjarins. Gott gengi Kátu biskupanna og Hauka ásamt gríðarlegri skákvakn- ingu í Hafnarfirði hefur orðið til þess að bæjaryfir- völd vilja leggja frekari áherslu á skákiðkun barna Sagt hótað af ríkislögreglustjóra og ákærður fyrir vínauglýsingu „Hann var nú ekki einu sinni í hjólastól," segir Björn Elías Hall- dórsson, 21 árs sjómaður, sem í gær var kærður til lögreglu af Þóri Karli Jónassyni, fyrrverandi formanni Sjálfsbjargar, fyrir lík- amsárás. Þórir og Björn deildu eftir að Björn hafði lagt pallbíl sínum í stæði fyrir hreyfihamlaða og lauk deilunum að sögn Þór- is með því að Björn sparkaði í maga hans. Átökin áttu sér stað seinni part þriðjudags fyrir utan Europris-versl- unina í Dugguvogi. Björn Elías segist hafa lagt pallbíl sínum að hluta í bflastæði ætlað hreyfihömluðum. „Ég rétt stökk inn til að kaupa rúðupiss og skildi bílinn eftir í gangi," segir hann sársvekktur yfir þeim afleiðingum sem búðar- hopp hans hefur haft. Ekki einu sinni í hjólastól „Þegar ég kom út var þessi maður bandbrjálaður yfir því að ég hefði lagt í þetta stæði. Hann bakkaði svo bílnum sínum í veg fyrir bílinn minn svo ég komst ekki út úr stæðinu." Björn segir að þá hafi hann misst þolinmæðina og látið Þóri Karl fá það óþvegið. „Eg sagði honum að drulla bílnum í burtu svo ég gæti bakkað út. Annars mundi ég bakka yfir hann. Það gerði hann. Ég veit ekki hvað hann var að æsa sig svona „Ég vil að þessidreng- ur fái þá refsingu sem hann á skilið." mikið yfir því að ég hafi lagt í þetta stæði. Hann er ekki einu sinni í hjólastól," segir Björn Elías. Vill að Birni verði refsað „Það er bara hans vandamál," segir Þórir Karl Jónasson þegar hann heyrði af frásögn Björns af atburð- unum fyrir utan Europris en hans frásögn er nokkuð frábrugðin því sem Björn heldur fram. Þórir segist hafa vitni sem staðfesta það sem hann hefur áður sagt - að Björn hafi sparkað í maga hans og ekið svo á brott. Aðspurður hvort Björn hafi hringt í sig og beðist afsökunar svar- aði Þórir: „Nei. Og ég hef engan áhuga á að heyra hana. Ég vil að þessi drengur fái þá refsingu sem hann á skilið." Kom ekki við þennan kall Þórir Karl hefúr um langt skeið verið baráttumaður fyrir réttindum hreyfihamlaðra. Hann var um tíma formaður Sjálfsbjargar og lætur gott aðgengi hreyfihamlaðra sig mikluvarða. „Þetta dæmi sýnir hversu litla virðingu margir bera fyrir P-stæðum,“ segir Þórir og bendir á að það sé lögbrot að leggja í slík stæði. „Þau eru nauðsynleg fyrir hreyfihamlaða svo þeir geti á greiðan hátt komist inn og út úr bifreið sinni án vand- ræða.“ Þórir gaf skýrslu hjá lögreglu vegna kæru sinnar í gær. Björn verð- ur kallaður í skýrslutöku innan skamms. „Já, er það? Ég er reyndar á leiðinni á sjóinn," segir Björn og óttast ekki kæru Þóris Karls. „Ég er sak- laus, kom aldrei við þennan kall.“ Tekið skal frarn að það er alrangt sem sagt var haft eftir Birni í fréttatíma Stöðvar 2 í gær að DV hefði greitt honum fyrir viðtal. andri@dv.is ásamt hefðbundnum fög- um. Gunnar Svavarsson bæjarfulltrúi er fullviss um að Hafnarfjörður eigi eftir að verða leiðandi í skák- menningu íslands í fram- tíðinni. Læknir dreginn í dómsal lögreglustjóri var sagður hafa hótað honum lífláti á Vínbarnum fyrir nokkrum árum. Ingvar taldi sig þekkja gamlan skólabróður sinn, Sigurð, og ávarpaði Harald Johann- essen sem slíkan. Ríkislögreglu stjórinn mun hafa brugðist illa við og staðið upp. Vitni herma að hann hafi sagt með þjósti að hann héti Haraldur og væri ríkislögreglustjóri og síðan skvett úr glasinu framan í Ingvar. Líflátshótunin var, að sögn vitna að atburðinum, borin fram í „Það liggur áaðná sambandi við allsherjarnefnd Alþingis og ræða þetta nýja frumvarp um rétt- arstöðu samkynhneigðra, sambúð, ættleiðingar og tæknifrjóvgun," segir Gunnar Þorsteinsson í Krossinum.„Ég sé ekki tvo karla ganga inn í sólarlagið hönd í hönd. Ég held að það verði að gera þessum háu herrum grein fyrir því." „Þetta er út af meintum áfengis- auglýsingum sem birtust fyrir mörg- um árum," segir Ingvar Jónadab Karlsson læknir um mál sem Lög- reglustjórinn í Reykjavík hefur höfð- að gegn honum. Ingvar hefur undanfarin ár rekið litla áfengisheildsölu til hliðar við læknastörfin og flutt inn léttvín. Auglýsing sem hann birti í Gestgjaf- anum fyrir tæpum fjórum árum er nú orðin að dómsmáli sem fyrirhug- að var að þingfesta í gær. Ingvar komst í fréttir eftir að Haraldur Johannessen ríkis- framhaldinu. í ítarlegri úttekt sem Mannlíf gerði nýlega á Haraldi var sagt að kæru um líflátshótun Har- alds hafi verið breytt í dagbók lögregl- unnar. Ekki náðist að j þing- festa málið í' dab í jarðarför. Hann segist ekki vita hvernig hann muni svara ákærunni en ætlar að ráðfæra sig við verjenda. Aðspurður hvort málið sé nokkuð runnið undan rifjum rík- islögreglustjórans eftir orðaskak þeirra á Vín- barnum um árið svar- aði Ingvar: „Nja, nei. Það get ég ekki ímyndað mér.“ andri@dv.is gær enda var / Ingvar Jóna- Haraldur Jo- hannessen Sagður hafa hót að Ingvari lífláti. Ingvar Jónadab Karlsson læknir Auglýsti léttvín í Gestgjafanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.