Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2005, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2005, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 Fréttir 0V Músarhaus í hátíðablöndu Músarhaus er ástæða þess að um- hverfissvið Reykjavíkurborg- ar lét innkalla blöndu af frosnu grænmeti, svo- kallaða Hátíða- blöndu, sem skráð er best til neyslu fyrir átt- unda nóvember 2007. Langmest af vörunni hefur skilað sér nú þegar, en það var talið nauðsynlegt vegna heilbrigðissjónarmiða. Vörumerkið er íslenskt meðlæti hf. en hráefnið er unnið erlendis og er talið að músarhausinn hafi borist með því. Búkurinn er enn ófundinn. Hjálpa ekki Hjálparstarfi „Samþykkt samhljóða að veita einn styrk ef ættingjar viðkom- andi eru í Rangár- þingi ytra," sagði hreppsráð Rangárþings ytra um styrkumsókn vegna svokallaðs Snorraverkefnis. Verkefnið snýst um dvöl Vestur-ís- lendinga á íslandi. „Hreppsráð sér sér ekki fært að verða við erindinu,'' sagði ráðið síðan við styrk- umsókn Hjálparstarfs kirkj- unnar. Sama svar fékk Lati- bær við sinni styrkumsókn. Hins vegar samþykkti hreppsráðið samhljóða að styrkja Kvennaathvarfið með 50 þúsund krónum. „Ég er að keyra heim upp á Akranes," segir Heiður Hall- freðsdóttir, ungfrú Vestur- land.„Ég er á fullu í prófum þessa dagana. Imorgun tók é9 5anMMMPÁL<ia!É£* mælti iíkt og hálfur skólinn og skilaði auðu. Ég veit ekki hvað ég hefði ann- ars fengið hátt í því en ég leit yfirþað og það virtist ekkert erfitt." Landsímixm Markús Már Árnason og Karen Haraldsdóttir eiginkona hans í Mark-Húsi ehf. voru ekki fyrr búin að gera tilboð í Heilsuverndarstöðina við Barónsstig en lagt var til að byggingin yrði friðuð. Kemur það í veg fyrir að þau geti breytt ytra byrði hússins og alls ekki rifið það og byggt annað á lóðinni sem ætla má að sé meðal þeirra verðmætustu í höfuðborginni. stöðvarinnar Viö engu verð- ur hróflað. Bandaríska sendi- ráðið hafði áhuga en friðunin hefði sett strik í reikninginn hjá því eins og öðrum. nMenn eiga ekki að kaupa hús til að breyta þeim. Þeir eiga að líta á friðunina sem heiður." Markús Már Árnason, byggingaverktaki í Mark-Húsi, stendur frammi fyrir vanda nú þegar hann hefur gert tilboð í Heilsu- verndarstöðina við Barónsstíg fyrir tæpan milljarð. Blekið var vart þornað af tilboðinu þegar út spurðist að til stæði að friða bygginguna og koma þar með í veg fyrir allar breytingar á ytra byrði hússins. Friðunin kemur einnig í veg fyrir að kaupandi geti rifið húsið og byggt þar annað hagstæðara á lóðinni sem hlýtur að teljast með þeim verðmeiri í höfuðborginni. Þetta er heiður „Menn eiga ekki að kaupa hús til að breyta þeim. Þeir eiga að líta á friðunina sem heiður," segir Magn- ús Skúlason, framkvæmdastjóri Húsafriðunarnefndar, sem vinnur að undirbúningi friðunarinnar. „Ég var að fara að senda eigendum byggingarinnar, ríki og borg, bréf varðandi friðunina þannig að menn gætu nýtt andmælarétt en hætti við þegar ég frétti að til stæði að selja húsið. Ég er í biðstöðu og bíð eftir að nýir eigendur taki við," segir Magn- ús Skúlason. 980 milljónir Eiginkona Markúsar Más Árna- sonar, Karen Haraldsdóttir, sem sér um bókhaldið fyrir bónda sinn og er aðili að kaupunum á Heilsuverndar- stöðinni, vildi ekki ræða fyrirhugaða friðun á húsinu við DV í gær: „Eg er upptekin," sagði hún. Kauptilboð Mark-Húss hljóðar upp á 200 milljónir króna við undir- ritun kaupsamnings og svo 780 milljónir við útgáfu afsals í ágúst á næsta ári. Virki í borginni? Vitað er að bandaríska sendiráð- ið hafði áhuga á að kaupa Heilsu- verndarstöðina fyrir starfsemi sína og segir Magnús Skúlason hjá Húsa- friðunarnefnd að sendiráðsmenn- irnir hefðu þá getað grafið síki um- Seljavallalaug Verður friðuð og Rjómabúið á Baugsstöðum líka. hverfis húsið enda sé síkið þegar til staðar að hluta. „Ég veit að þeir höfðu áhuga en auðvitað er Heilsuverndarstöðin allt of stór fyrir eitt sendiráð," segir Magnús. Fyrir utan Heilsuverndarstöðina stendur til að friða Sjómannaskól- ann við Háteigsveg, Rjómabúið á Baugsstöðum, gamla vitann á Dala- tanga og svo Seljavallaiaug undir Eyjafjöllum. Óskalistinn „Annars er efst á óskalistanum hjá mér að fyrirbyggja að gamli mið- Sjómannaskólinn Næstur á dagskrá hjá Húsafriðunarnefnd. bærinn verði lagður í rúst með vit- lausu skipulagi eins og sjá má af hugmyndum um byggingar við Lækjargötu," segir Magnús Skúla- son, framkvæmdastjóri Húsafriðun- arnefndar. NÝ ÚTGÁFA KOMIN TIL LANDSINS KLASSISKAR BARNABÆKUR Þessar skemmtilesu os spennandi sösur hins kunna höfundar Enid Blyton fjalla um nokkur börn os vini þeirra úr dýraríkinu sem lenda í ótrúlesustu aevintýrum. Hver man ekki eftir Fimm-bókunum os Ævintýra-bókunum. Hér eru þær komnar aftur i nýrri útsáfu til óbland innar ánæsiu fyrir öll börn os unsllnsa - os jafnvel foreldra þeirra, afa os ömmur! lUÍGIlítffllIHS í fjársjóðsleit á Fagurey i roíWiwii IMmím íklr/ áÉB&m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.