Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2005, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2005, Blaðsíða 24
24 FIMI/ITUDAGUR 1. DESEMBER 2005 Wlfíim títjilíl Jól DV Návist söngkonunnar og tannsmiðsins Sólveigu Samúelsdóttur er mjúk og þægileg eins og rödd henn- ar. Jólablað DV hitti Sollu eins og hún er kölluð yfir ljúffengum kakóbolla. Hún rifjar upp skemmtileg atvik sem tengjast jólunum og fræðir okkur hvað desember færir henni fram að hátíðarhöldunum við kynningu á Melodíu, nýju plötunni sinni sem hún vinnur í samstarfi við bróður sinn, Samúel, sem er betur þekktur sem Sammi í Jagúar. „Páll Óskar Hjálmtýsson verða sérstakur gestur minn á tónleikun- um en hann syngur einmitt með mér dúettinn „We have all the time in the world" á plötunni," segir söngkonan Sóiveig Samúelsdóttir augljóslega spennt yfir útgáfutón- leikunum sem hún heldur í Iðnó 13. desember næstkomandi. Það virðist vera mikil tónlistarhefð í fjölskyldu hennar en eins og flestir vita er sjálfur Samúel Jón Samúels- son, sem þekktur er fyrir vasklegan básúnuleik í hljómsveitinni Jagúar, bróðir hennar. Sólveig segist full eftirvæntingar fyrir útgáfutónleikunum en þar kemur hún fram ásamt tíu manna hljómsveit, hvorki meira né minna. „Hljómsveitina skipa sömu eð- altónlistarmennirnir og spila með mér á plötunni. Þetta eru meðlim- ur úr hljómsveitunum Jagúar og Hjálmum auk strengjasveitarinnar Reykjavík Session Quartet. Við völdum í sameiningu lög sem að okkar mati höfðu fallegar melódíur og það er svona rauði þráðurinn að mínu mati." Egils appelsín í gleri „Egils appelsín í gleri," svarar Sólveig Samúelsdóttir söngkona samstundis aðspurð hvað henni þyki mikilvægt yfir hátíðarnar. „Ég dreJck ekki malt eða jólaöl og hef stundum verið talin eitthvað skrýt- in þess vegna," segir hún og brosir út í annað. „Hef reyndar það tak- mark að ná að lesa einhverja góða bók yfir jólin. Því miður gefst mér alltof sjaldan tími til þess að Jesa eitthvað annað en skólabækur," bætir hún við hlæjandi. „Svo er auðvitað mjög hátíðlegt að fara í messu. Mér finnst að ef fólk hefur einhvemtímann ástæðu til þess að heimsækja kirkjur landsins er það á jólunum. Það vill því miður stundum gleymast af hverju við höldum blessuð jólin. Ég syng meðal annars einsöng í Fella - og Hólakirkju klukkan sex á aðfanga- dag og fjölskyldan verður bara dregin með í fallegu jólastemmn- inguna þar." Ómótstæðileg leyniupp- skrift mömmu „Það hefur skapast hefð fyrir því að fara til tengdaforeldranna í jóla- graut um hádegisbilið á aðfanga- dag. Alir hittast og skiptast á jóla- gjöfum. Aðfangadagskvöldi eyði ég síðan í faðmi fjölskyldunnar, með manninum mínum, dóttur og syni. Við erum bara heima hjá okkur og borðum hamborgarhrygg, opnum pakkana í rólegheitum og höfum það notalegt," útskýrir Sólveig og það skín af henni við frásögnina. „Stundum höfum við stolist í heim- llmurinn af kancl, mandarínum, cplum og greni kemur mér í jólaskap! „Það sem kemur rnér tnest í jólaskap er aö sjá og upplifa hvetn ig börnin ntin Itlakka til jólanna og byrja að setja lítinn skó í giugga og syngja meö öllum jólatextum," seg- ir Eva Dögg Sigurgeirsdóuir tveggja barna rnóöir með rneiru. „Þáskiptir engu máli hvort textinn er réttur eða ekki," segir hún og tilær en bætir viö eftir smá umhugsun: „Það sern kernur inér Ifka í jólaskap er ekta jólailmur sem er samblanda af kanel, mandarímirn, cplum og greni. Rétlu jólaliigln koma mér al- gjörlega í rétta skapið auk þess sern allar skreytingarnar og jólaljósin kveikja alltaf alveg sérstaka tilfinn- ingu itjá mér," segir hún dreymin. „i alleg og iimandi kerti eru mikil- væg bæði kviilds og morgna nú aö ógleymdurn stjörnubjörtum himni tala nú ekki um ef jörð er hvít og frost er úti," útskýrir hún einiæg og nær að fanga athygli blaðairianns með fallegum orðum. „Alviím jólaslerrmirigin kemur síðan yfu messunni á aðlangadagskvöld þeg ar ég sit með litlu engiunum mfn- um sem bíða spennt eftir jólun- um." sókn til foreldra minna síðar um kvöldið og fengið okkur desert, enda gerir mamma ómótstæðilega góða Daim-ístertu," segir hún og hlær og heldur áfram: „Þetta er ein- hver leyniuppskrift sem hún setti saman einhvern tímann." Læknarnir heimsótfu sjúk- lingana „Þegar ég var yngri bjó ég á Isa- firði þar sem pabbi minn var lækn- ir byrjaði aðfangadagskvöld á því að læknarnir og fjölskyldur þeirra fóru niður á sjúkrahús og heim- sóttu sjúklingana þar. Þangað koma jólasveinn með pakka og nammi handa öllum krökkunum og þetta fannst okkur voða hátíð- legt," segir Sólveig einlæg en held- ur áfram aö rifja upp jólasögu: „Jól- in 2002 fékk ég svo eftirminnilega jólagjöf. Þá liafði bróðir minn, sem er ljósmyndari, fengið manninn minn til að stelast með son okkar í stúdíó og taka af honum mynd í stíl við aðra sem ég átti af dóttur minni. Mig grunaði alls ekki neitt. En þegar ég opnaði pakkann hrein- lega táraðist því þetta var fallegasta mynd sem ég hafði séð og svo ótrú- lega óvænt og skemmtileg gjöf," segir Sólveig brosandi og móður- ástin skín úr augum hennar. elly@idv.is [ Sammi bróðir í laguar „Nýja 'plman rnín. Melodia, er íyrsta sdmstarhverkefni rnitl °9 b'róður mins Samúels Jóris Samúetssonar (Samma i Jaguar) i tónlist. Hann útsetti nll lögln, stjórnaöí vpptökum og samdlþrjú lög sjálfur." i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.