Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1976, Blaðsíða 4

Símablaðið - 01.01.1976, Blaðsíða 4
Ágúst Geirsson, formaður F.Í.S. sýnir Ing- ólfi Jónssyni, alþingismanni og konu hans, Evu Jónsdóttur, sumarbúðir félagsins við Apavatn. Myndin var tekin þegar Ingólfur var Símamálaráðherra. LAUNAMÁLIN Á liðnu starfsári einkenndu tveir megin- þættir launamálin. Annars vegar baráttan fyrir að viðhalda kaupmætti launa og hins vegar undirbúningur og viðræður vegna væntanlegra kajrasamninga. Þegar síðasti aðalfundur félagsins var haldinn höfðu vísitölubætur á laun verið afnumdar og stóðu þá yfir samningaviðræð- ur milli BSRB og ríkisins um breytingar á kjarasamningi vegna nýgerðra kjarasamn- inga ASÍ. Ekki náðist samkomulag í þeim viðræðum og fór málið því í Kjaradóm. Úr- skurður Kjaradóms var í aðalatriðum hlið- stæður samningi ASÍ, sem samið hafði um 4900 kr. hæfckun á laun að vissu marki, en Kjaradómur dæmdi þá hækkun á allan launastigann. Um miðjan júní voru aftur gerðir samn- ingar milli ASÍ og vinnuveitenda, þar sem öll laun hækkuðu um 5300 kr. á mánuði, og svo enn um 2100 kr. á mánuði frá 1. október. Þá var einnig samið um verðlags- bætur frá 1. des., ef vísitala færi fram úr ákveðnu marki. Samningar tókust milli BSRB og fjár- málaráðherra um hliðstæðan samning. Þá var samið um 6% launahækkun frá 1. mars s.l. í framhaldi af almennum kjara- samningum. AR.SSKY RSLA FRAMKVÆMDA- STJÓRNAR F. í. S. 1 samræmi við gildandi kjarasamninga- lög lagði BSRB fram kröfugerð um nýjan heildarkjarasamning þann 30. ágúst s.l., en hann á að gilda frá 1. júlí n.k. Töluverðar viðræður fóru fram um samningamálin, en þó fyrst og fremst um samningsrétt opinberra starfsmanna, en BSRB lagði höfuðáherslu á þann þátt. Þann 1. apríl s.l. náðist svo samkomulag um heildarkjarasamning á grundvelli þeirra laga, jafnhliða samkomulagi um ný samningsréttarlög. Kjarasamningurinn felur í sér almenna 6% hækkun á launastiganum þann 1. júlí 1976, 6% hækkun þann 1. okt 1976, 5% hækkun þann 1. febr. 1977 og 4% hækkun þann 1. júlí 1977. Þá var samið um verðlagsbætur miðað við svokölluð „rauð strik“ á sama hátt og í öðrum almennum kjarasamningum að und- anförnu. Byrjunarlaun hækkuðu auk þess nokkuð og felld voru niður ákvæðin um starfs- þjálfun. Launaþrep verða þrjú, efsta þrep vinnst við 6 ára starfsaldur eða 32 ára aldur, og er það nýmæli. Vaktaálag verður nú eitt, 33,33% af dag- vinnukaupi í launaflokki B 11. (nú 20. lf 1.). Þessi breyting hefur í för með sér nokkra umframhækkun til starfsmanna, sem nú eru í 19. lfl. eða neðar. Nokkrar breytingar urðu á orlofsákvæð- um, m.a. að greitt skuli 8.33% orlofsfé á yfirvinnu og álagsgreiðslur með ákvæði um 15000 kr. lágmarksgreiðslur miðað við fullt starf. Til þess að vinna að kröfugerð og sér- 2 SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.