Símablaðið - 01.01.1976, Blaðsíða 7
vel, miklar og almennar umræður urðu um
öll þau mál, sem fram komu og mikill á-
hugi ríkti meðal fulltrúa um málefni fé-
lagsins. Landsfundir F.Í.S. eru ætíð mjög
örvandi fyrir félagsstarfið, þeir gefa full-
trúum deildanna víðsvegar að af landinu
tækifæri til að kynnast vel þeim málum,
sem hæst ber hverju sinni, auk þess sem
þeir skapa tækifæri til persónulegra kynna
félaganna.
STÖÐVARSTJÓRAR Á REGLUGERÐAR-
STÖÐVUM
Áfram var unnið að málum stöðvarstjóra
á reglugerðarstöðvum á árinu, en eins og
fram kom í skýrslu stjórnar frá síðasta ári
höfðu þeir, um 100 talsins, gerst aukafélag-
ar í F.Í.S.
Settar höfðu verið fram kröfur um að
þeir yrðu viðurkenndir sem opinberir
starfsmenn og hlytu réttindi og skyldur í
samræmi við það. Eftir töluvert samninga-
þóf tókust samningar í máli þeirra í byrjun
des. s.l.
Samningurinn felur í sér, að rúmlega 60
stöðvarstjórar á þessum stöðvum eiga þess
kost að gerast opinberir starfsmenn í
tveimur áföngum miðað við 1. apríl 1976
og 1. jan. 1977.
Gert var bráðabirgðasamkomulag um
launakjör þessara stöðvarstjóra, sem tók
gildi 1. apríl s.l.
Þá er ákvæði í samningnum að endur-
skoða skuli kjaramál annarra stöðvarstjóra
í reglugerðarstöðvum, þ.e. á þriðja flokks
stöðvum miðað við 1. júlí n.k.
Einnig var samið um greiðslur fyrir hús-
næði, rafmagn, hita og ræstingu til þeirra
stöðvarstjóra er leigja stofnuninni hús-
næði.
FÉLAGSDÓMUR VEGNA ÁGREININGS
UM FRÍDAGA VAKTAVINNUMANNA
Seinni hluta árs 1974 reis ágreiningur
milli samningsaðila um túlkun ákvæðis 9.
mgr. 13. gr. kjarasamnings um áunna frí-
daga vaktavinnumanna.
BSRB fól þeim Gunnari Eydal, starfs-
manni bandalagsins og varaformanni F.Í.S.
að ræða þetta ósamþykki við fulltrúa Fjár-
málaráðuneytisins.
Afstaða ráðuneytisins til þessa máls kom
mjög á óvart, þar sem regla þessi hafði ver-
ið framkvæmd samkvæmt skilningi ÐSRB
á vel flestum vinnustöðum vaktavinnu-
manna.
Hjá Landssíma íslands hafði verið gert
upp samkvæmt túlkun BSRB við hluta
þeirra starfsmanna, sem valið höfðu þenn-
an uppgjörsmáta, en við aðra hafði ekki
verið gert upp.
F.Í.S. óskaði eftir að BSRB höfðaði mál,
fyrir hönd félagsins gegn f jármálaráðherra,
fyrir hönd ríkissjóð, vegna þessa og var
málið þingfest fyrir Félagsdómi í júní s.l.
Gunnar Eydal, lögmaður flutti málið fyr-
ir BSRB og aðstoðaði varaformaður F.Í.S.
hann.
Dómur var kveðinn upp þann 27. febr.
s.l. og staðfesti Félagsdómur túlkun F.Í.S.
og BSRB.
Með dóminum er viðurkenndur sá skiln-
ingur félagsins, að þeim félagsmönnum
F.Í.S., sem vinna á reglubundnum vinnu-
vökum. og 9. mgr. 13. gr. kjarasamnings
tekur til, skuli bættur hver dagur, sem
ekki er merktur vinnudagur á varðskrá og
fellur á almennan frídag eða stórhátíðar-
dag, annan en sunnudag, með öðrum frí-
degi eða greiðslu yfirvinnukaups í 7
klukkustundir.
ERLENTSAMSTARF
Eins og fram kom í skýrslu stjórnar frá
fyrra ári hafði Félagsráð samþykkt að
F.Í.S. gerðist aðili að Nordisk Telesekre-
tariat (Norræna símamannafélaginu), en
hlutverk þess er að vera tengiliður milli
hinna einstöku félagssamtaka símamanna
á Norðurlöndum og miðla upplýsingum um
öll mál er snerta hagsmuni aðildarfélag-
anna.
Ársfundur þess var haldinn í Noregi dag-
ana 6—7 sept. s.l. Fulltrúi F.Í.S. á fundin-
um var formaður félagsins.
Ákveðið var að næsti ársfundur ráðsins
verði haldinn hér á landi í sumar, og var
formaður F.Í.S. kjörinn formaður ráðsins
þetta starfsár.
SIMABLAÐIÐ
5