Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1976, Blaðsíða 12

Símablaðið - 01.01.1976, Blaðsíða 12
Um tillögur að breytingum á skipulagi Pósts og síma í 1. tbl. Símablaðsins 1975 var nýju reglugerðinni um stjórn og skipulag póst- og símamála gerð nokkur skil og var meðal annars rætt við nokkra símamenn um álit þeirra á hinni nýju reglugerð. Jafnframt var því lofað hér í blaðinu, að reyna eftir bestu getu, að hafa vakandi auga með framvindu þessara mála símafólki til fróðleiks. Fimmtudaginn 19. febrúar var haldinn fundur í Félagsráði F.Í.S. Kristján Helgason, settur Umdæmisstjóri I, var boðið til þessa fundar og gerði hann fundarmönnum ýtar- lega grein fyrir tillögum þeirra vinnunefnda, sem unnið hafa að útfærslu norsku skipu- lagsbreytinganna varðandi hina nýju reglugerð 'um stjórn og skipulag póst- og símamála frá 20. des. 1974. Að loknu máli sínu, svaraði Kristján fjölmörgum fyrirspurnum fundarmanna og að lokn'um fundi, sem stóð í tæpar fjórar klukkustundir lagði Símablaðið nokkrar spurningar fyrir Kristján. — Hafa orðið miklar breytingar á með- ferð ykkar á tillögum Norðmanna? — í meginatriðum hefur verið fylgt til- lögum Habberstad-skýrslu frá 12/11 1975. — Hver virðast vera grundvallaratriðin í fyrirhuguð’um skipulagsbreytingum? 1— Að byggja upp stjórnskipulag, sem skilur milli yfirstjórnunar og reksturs. Unnið er að valddreifingu. Umdæmi og stöðvar eiga að sjá um framkvæmd rekst- ursmála. Áhersla er logð á aukna menntun, að menntun á tæknisviði verði á breiðari grundvelli og að stjórnunarfræðsla og upp- lýsingastarfsemi verði aukin. — Hver er höfuðkosturinn við skip'u- lagsbreytingarnar? — Þessari spurningu er ekki hægt að svara með því að benda á einhvern ákveð- inn kost. Ég tel að meginkostir við nýja skipulagið séu þessir: Með þeirri skiptingu er ég gat um sem svar við spurningu tvö fæst: a) yfirstjórn losnar nú frekar við skamm- tíma vandamál, losnar við hinn daglega rekstur og getur því litið til framtíðar- vandamála, bæði þeirra tæknilegu og rekstrarlegu. b) Stefnt verður að því að manna svæði/ stöðvar, þannig að þjónusta við við- skiptavini verði bætt án þess að kostn- aður aukist verulega. Þetta verður gert með því að staðsetja viðgerðarmenn á póst- og símstöðvar og minnka þannig ferða- og fæðiskostnað. c) Samruni skyldra þátta, svo sem verk- stæða með samskonar starfsemi og flutningur skyldra verkefna undir eina stjórn, má þar nefna hina ýmsu fjár- mála-, þjónustu- og starfsmannaþætti. SÍMABLÁÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.01.1976)
https://timarit.is/issue/350014

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.01.1976)

Aðgerðir: