Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1976, Blaðsíða 17

Símablaðið - 01.01.1976, Blaðsíða 17
Frá stjórn T.S.S Sigmar Gylfi Óli Viðar Guðmund’ar Guðbjörnsson Gíslason Thorstensen Ingvi Jóhannsson Starfið hófst með aðalfundi, sem hald- inn var í nóvember s.l. Ný stjórn var kosin og hefur hún skift þannig með sér verkum: Óli Viðar Thorstensen, formaður, Thor B. Eggertsson, gjaldkeri, Bjarni Ó. Jónsson, ritari, Guðmundur Ingvi Jóhannsson, meðstj. 7. jan. var haldið hraðskákmót. Það var undirbúningur fyrir meistaramótið, sem haldið var á tímabilinu 14. jan.—4 febr. Þátttakendur voru 12. LTrslit urðu þessi: Skákmeistari TSS 1976 varð Gylfi Gísla- son, eins og svo oft áður. Hann hlaut 6V2 vinning af 7 mögulegum. Annar varð Kristján Jónsson með 5 vinninga og 26 stig. í þriðja sæti var Arnór Þorláksson einnig með 5 vinninga en 25 stig. Þess má geta að þessir þrír menn vinna allir í Fjar- skiptastöðinni í Gufunesi. Tvímenningskeppni í Bridge var næst á dagskrá. Spilað var tvö kvöld, 11. og 18. jan. Þátttakendur voru 20. Keppnina unnu: Ingibjörg Jónsdóttir í Langlínuafgreiðslu og Viggó Bragason á Ritsímanum. Hlutu þau 245 stig. í öðru og þriðja sæti urðu Agnar Stefánsson og Gunnar Helgason og Kristján Jónsson og Þorbjörg Jónsdóttir fengu þau 232 stig, hvort par. Tvær 4. manna sveitir taka nú þátt í Skákkeppni Stofnana, önnur í A-riðli og hin í B-riðli. Áætlað er að halda sveitakeppni í Bridge, milli hinna ýmsu deilda Pósts og síma og hraðskákkeppni. ^ TRÚNAÐARMANNARÁÐ FRETTIR • 20/4 ’76 — Tvær deildir innan F.Í.S. hafa kosið sér trúnaðarmannaráð, 5. og 6. deild. Trúnaðarmannaráð 5. deildar hefur haldið tvo fundi en trúnaðarmannaráð 6. deildar hefur enn ekki komið saman til fundar. BÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.