Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1976, Blaðsíða 5

Símablaðið - 01.01.1976, Blaðsíða 5
samningum F.Í.S. kaus Félagsráð 9 manna samninganefnd fyrir félagið er í eiga sæti einn fulltrúi úr stjórn hverrar deildar í Reykjavík og deild stöðvarstjóra, og tveir fulltrúar deildanna úti á landi í Félagsráði. Nefndin hélt marga fundi um kröfugerð- ina, sem síðan var kynnt Félagsráði þann 26. sept. s.l. og samþykkti ráðið kröfugerð- ina einróma. Krafist er allmikilla flokka- hækkana og ýmissa annarra sérákvæða. Þann 30. sept. var svo kröfugerðin send fjármálaráðherra, Kjaradómi og sáttasemj- ara ríkisins. Á árinu hefur verið unnið að leiðréttingu á flokkun nokkurra félagsmanna, m.a. með viðræðum við fjármálaráðherra og samn- inganefnd ríkisins. Þær viðræður báru t.d. þann árangur, að 20 talsímakonur voru hækkaðar í launaflokki og sömuleiðis 7 svæðisumsjónarmenn. Nú, þegar aðalkjarasamningur BSRB hefur verið gerður, má vænta að fljótlega hefjist viðræður um sérsamninga félags- ins. S AMNIN GSRÉTTARMÁL Á formannaráðstefnu BSRB á s.l. vori var samþykkt, að krefjast verkfallsréttar þegar á því ári. Jafnframt beindi formannaráðstefnan því til stjórna bandalagsfélaganna og stjórnar BSRB, að kynna félagsmönnum þessa kröfu á fundum, og að kannaðar yrðu leiðir til að fylgja þeirri kröfu eftir við næstu samningsgerð. Fjöldi funda var haldinn víðsvegar um landið um málið á vegum BSRB. F.Í.S. hélt almennan fund í Reykjavík þann 9. okt. Fundinn sóttu 270 manns. í lok þessara funda fór fram skoðana- könnun og voru niðurstöður þær, að um 85% þátttakenda voru fylgjandi samnings- rétti. Á sameiginlegum fundi stjórnar BSRB, samninganefndar bandalagsins og verk- fallsnefndar, sem skipuð hafði verið af stjórn bandalagsins, var samþykkt 29. okt. s.l. að lýsa sig fylgjandi því, að leitað yrði samkomulags við ríkisstjórnina um gerð lagafrumvarps um samningsrétt opinberra starfsmanna. Eins og áður er fram komið tókust samn- ingar í samningsréttarmálinu þann 1. apríl s.l. Helstu þættir samkomulagsins eru þess- ir: 1. Miðað er við að æviráðning verði ekki felld niður en þrengd. 2. Lögin frá 1915 um bann við verkföllum opinberra starfsmanna verði felld úr gildi og sett verði ný kjarasamningalög, sem öðlist gildi þann 1. júlí 1977. 3. Aðalkjarasamningur verði gerður af heildarsamtökum og gildi skemmst í 24 mánuði og fylgi honum verkfallsréttur með sérstöku sniði. Verkfall má ekki hefja fyrr en felld hefur verið sáttatil- laga frá sáttanefnd, sem getur frestað verkfalli í allt að 15 daga að framkom- inni sáttatillögu. Til að fella sáttatillögu þarf 50% greiddra atkvæða að vera á móti henni enda hafi yfir 50% á kjör- skrá greitt atkvæði. 4. Hin einstöku félög gera sérsamninga og þá fyrst og fremst um röðun manna og starfsheita í launaflokka. Verkfallsrétt- ur fylgir ekki sérsamningum, en ágrein- ingsefni skulu úrskurðuð af Kjaranefnd. 5. Halda skal uppi nauðsynlegri öryggis- og heilsugæslu þrátt fyrir verkfall. Sér- stök kjaradeilunefnd, sem í eiga sæti 9 menn, ákveður hvaða einstakir starfs- menn skuli vinna í verkfalli. 6. Breytt verði ákvæðum um fjármögnun verðtryggingar eftirlauna þannig, að líf- eyrissjóðir opinberra starfsmanna standi sjálfir að hluta undir verðtryggingunni. Samkomulag þetta felur í sér, að BSRB getur sagt upp nýgerðum aðalkjarasamn- ingi 1. júlí á næsta ári og fylgir þá verk- fallsréttur. SUMARBÚÐAMÁL Rekstur sumarbúðanna var með svipuðu sniði og árið á undan. Félagið rekur nú samtals 11 orlofshús á 5 stöðum á landinu. Er þetta stór þáttur í starfsemi félagsins og nýtur aukinna vinsælda. SIMABLAÐIÐ 3

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.