Símablaðið - 01.01.1976, Blaðsíða 20
SAMNINGARNIR
Nýr aðalkjarasamningur, er gildir frá 1.
júlí 1976, var undirritaður 1. apríl. Jafn-
framt samningi gaf fjármálaráðherra yfir-
lýsingu um að á yfirstandandi Alþingi yrði
flutt frumvarp um samningsrétt til handa
opinberum starfsmönnum er byggjas t á
drögum er samkomulag varð um milli
samninganefndar ríkisins og samninga-
nefndar B.S.R.B.
Hér verður sagt stuttlega frá helstu at-
riðum en nánar verður skýrt frá þessum
samningi og drögum í ,,ÁSGARÐI“ sem
kemur út um líkt leyti og Símablaðið.
TAKMARKAÐUR VERKFALLSRÉTTUR
í drögum að frumvarpi er gert ráð fyrir
að opinberir starfsmenn fái verkfallsrétt
varðandi aðalkjarasamning en áfram geti
sérkjarasamningar aðildarfélaga B.S.R.B.
endað í gerðardómi. Verkfall má því aðeins
hefja að sáttatillaga hafi verið lögð fram
og sáttatillaga og miðlunartillaga verið
felldar. Þær teljast því aðeins felldar að
yfir 50% greiddra atkvæða séu á móti enda
hafi yfir 50% á kjörskrá greitt atkvæði. í
drögunum er gert ráð fyrir að opinberir
stafsmenn haldi réttindum varðandi verð-
tryggingu lífeyrissjóða og æviráðning verði
ekki felld niður en þrengd. Lög um réttindi
og skyldur verði óbreytt um sinn í megin-
atriðum. Fjármálaráðherra mun skipa
nefnd til að endurskoða þau lög.
% HÆKKUN LAUNA
Almennar hækkanir í stað vísitölu og
„rauðu strikin“ eru hliðstæðar því sem fé-
lögin í ASÍ sömdu um. Ofan á 6% hækk-
unina frá 1. marz s.l. koma eftirtaldar
hækkanir: 6% 1.7. ’76, 6% 1.10. ’76, 5%
1.2. ’77 og 4% 1.7. ’77.
18
Samræmingar eru gerðar á launum fyrir
ofan 21. lfl. við samn. BHM.
Frá 1. júlí ’76 heita launaflokkar B.S.R.
B. B1 til B30. Þeim fjölgar um 3. Núver-
andi 10. lfl. yrði því B1 o.s.frv.
STARFSALDURSÞREP
Starfsaldursþrepin verða þrjú. 1. þrep
byrjunarlaun fyrsta árið (svarar til nú-
gildandi 2. þreps). 2. þrep nær að 6 ára
starfsaldri (svarar til núverandi 4. þreps).
Á 3. þrep það efsta komast starfsmenn með
6 ára starfsaldur eins og nú er, en auk þess
lenda framvegis á efsta þrepi allir sem eru
32 ára eða eldri og er það nýmæli.
Öll ákvæði gildandi samnings um starfs-
þjálfun verða felld niður.
YFIRVINNUKAUP
Yfirvinnukaup verður 1% af mánaðar-
launum í launaþrepi hvers starfsmanns, en
var áður 1% af næstefsta launaþrepi.
VINNUVÖKUR
Vinnuvökur vaktavinnufólks mega ekki
vera styttri en 6 klst.
Vaktaálag verður það sama í öllum
launaflokkum þann 1. júlí n.k. Þegar kaup
hækkar um 6% fer það í 10.7% en það
efra um 6.7%.
MATARTÍMAR í YFIRVINNU
Matartímar í yfirvinnu á kvöldin, nótt-
inni og um helgar verða 1 klst. í stað 30
mín. nú.
ORLOF
Orlofslenging verður óbreytt, en nú get-
ur fyrri lenging fengist við 40 ára aldur og
sú síðari við 50 ára aldur þótt starfsaldur
sé skemmri.
SÍMABLAÐIÐ