Símablaðið - 01.01.1976, Blaðsíða 8
Eins og áður hefur komið fram hefur Al-
þjóðasamband póst- og símamanna, PTTI
boðið F.Í.S. aðild að sambandinu, en end-
anleg ákvörðun um aðild hefur ekki enn
verið tekin. Stöðugt og vinsamlegt sam-
band er milli F.Í.S. og PTTI og fær félagið
reglulega fréttir af starfsemi sambandsins
og hinna einstöku félaga þess.
22. 'heimsþing PTTI var haldið í Oslo á
síðasta sumri og var félaginu boðið að
senda þangað áheyrnarfulltrúa. Formaður
F.I.S. sótti þingið fyrir hönd félagsins.
FRAMLAG TIL MENNINGAR- OG
KYNNINGARSJÓÐS F.Í.S.
Eftir viðræður framkvæmdastjórnar við
ráðuneytisstjóra Samgönguráðuneytisins og
Póst- og símamálastjóra var orðið við þeim
tilmælum stjórnarinnar, að framlag stofn-
unarinnar til Menningar- og kynningar-
sjóðs fyrir árið 1976 yrði hækkað úr kr. 500
í kr. 705 fyrir hvern fastan starfsmann.
Upphæð þessi er miðuð við laun fyrir
eina yfirvinnustund símvirkja/símritara.
Jafnframt var fallist á, að framlagið verði
framvegis jafngildi launa fyrir eina yfir-
vinnustund þessara starfshópa eins og þau
eru á hverjum tíma.
ÝMIS MÁL
Á síðastliðnu vori setti félagið fram kröf-
ur í 6 liðum um bættan aðbúnað í vinnu-
flokkum línumanna úti á landi.
Helstu kröfur voru um aðstöðu til kæl-
ingar á matvælum, bættan aðbúnað í í-
búðarskúrum, viðunandi snyrti- og hrein-
lætisaðstöðu og bætta aðstöðu fyrir starfs-
menn til að njóta frítíma síns.
Kröfur þessar voru ræddar í Starfs-
mannaráði og fengu jákvæðar undirtektir.
Enn er unnið að framgangi þessara
krafna, og er þess að vænta að einhver ár-
angur komi í ljós fyrir sumarið.
Ágreiningur reis um launaflokkun
tveggja línumanna, sem falin hafði verið
flokksstjórn. Voru þeim greidd laun sam-
kvæmt 16. lfl. en ekki 17. lfl. eins og samn-
ingar félagsins um símaflokksstjóra segja
til um. Var það gert á þeirri forsendu, að
6
starfsmennirnir væru ekki símsmiðir. Á-
greiningur þessi var ræddur við stofnun-
ina, en lausn fékkst ekki fyrr en félagið
hafði rætt við Fjármálaráðuneytið, sem
féllst á skoðun félagsins að greiða skildi
þessum starfsmönnum laun samkvæmt 17.
lfL
Nú nýlega barst félaginu erindi frá
starfsmönnum sem starfa við símalínu-
kerfið á Keflavíkurflugvelli, þar sem kraf-
ist er úrbóta hvað varðar öryggi við þau
störf og bætts aðbúnaðar á staðnum. Full-
trúar úr framkvæmdastjórn félagsins fóru
á staðimn til að kynna sér allar aðstæður.
í framhaldi af því var ráðuneytisstjóra
Samgönguráðuneytisins og Póst- og síma-
málastjóra ritað bréf, þar sem gerðar voru
ákveðnar kröfur um úrbætur. Er nú unnið
að framgangi þeirra.
Mikill áhugi hefur verið í mörg ár hjá
fjölmörgum starfsmönnum fyrir réttinda-
kaupum í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkis-
ins vegna námstíma hjá stofnuninni, en
sjóðsstjórnin hefur ekki samþykkt það.
Framkvæmdastjórn ræddi mál þetta við
fjármálaráðherra og í framhaldi af því
hefur nú verið samþykkt af lífeyrisstjórn-
inni að leyfa slík réttindakaup.
All mikil vinna hefur verið vegna upp-
gjörs á aukavinnu í veikindum, en eins og
kunnugt er náðist samkomulag milli BSRB
og Fjármálaráðuneytisins um það mál og
greiðslur fjögur ár aftur í tímann.
Enn er þó ágreiningur um túlkun ein-
stakra atriða er varða þetta samkomulag.
Fyrir atbeina fulltrúa félagsins í Starfs-
mannaráði er nú unnið að skipun allmargra
svokallaðra lausráðinna starfsmanna.
Nokkuð hefur borið á tregðu og seina-
gangi við að auglýsa stöður sem losnað
hafa. Hafa fulltrúar félagsins í Starfs-
mannaráði þráfaldlega vakið athygli á
þessu og farið fram á að úr verði bætt. Þá
hefur framkvæmdastjórn rætt þetta við
Samgönguráðuneytið og Félagsráð sent frá
sér ályktun þar um.
SÍMABLAÐIÐ