Símablaðið - 01.01.1976, Blaðsíða 18
MLnnLrLgargrelrLar
AÐALSTEINN NORBERG
Þann 19. des. s.l. andaðist Aðalsteinn
Norberg, Umdæmisstjóri, aðeins 58 ára
gamall.
Aðalsteinn var fæddur 26. jan. 1917
að Kaupangi í Eyjafirði. Foreldrar hans
voru Ingibjörg Sveinsdóttir og Theodór
Vilhjálmsson Bjarnar, en hann ólst upp
hjá Kristínu Guðmundsdóttur og Einari
Helgasyni garðyrkjustjóra í Reykjavík.
Aðalsteinn lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið 1937
og stundaði um skeið framhaldsnám í
Þýzkalandi.
Árið 1947 réðist hann til Landssím-
ans og starfaði þar alla tíð síðan. Fyrst
sem fulltrúi á Aðalskrifstofunni, síðan
yfirmaður Starfsmannadeildar og loks
Ritsímastjóri og Umdæmisstjóri. I öll-
um þessum störfum naut Aðalsteinn
vinsælda og trausts samstarfsmanna.
Hann var einstaklega dagfarsprúður
maður, hugljúfur í allri umgengni og
vildi hvers manns vanda leysa.
Aðalsteinn tók mikinn þátt í félags-
málum okkar símamanna, var lengi í
stjórn F.I.S., fulltrúi félagsins í Starfs-
mannaráði og f jölmörgum öðrum trún-
aðarstörfum gegndi hann fyrir félagið
og F.F.P.S. eftir að hann varð Ritsíma-
stjóri.
Störf hans á þessu sviði einkenndust
af bjartsýni og úrræðasemi samfara sér-
stakri lagni við að sætta mismunandi
sjónarmið. Hann var ætíð boðinn og
búinn til að rétta öllum, sem til hans
leituðu, hjálparhönd og ófáir eru þeir
símamenn sem nutu leiðsagnar hans í
lífeyrissjóðsmálum, en m.a. skrifaði
hann mjög fróðlegar greinar um þau
mál hér í Símablaðið.
Um leið og góður drengur og vinur
er kvaddur, og honum þökkuð sam-
fylgdin, er eftirlifandi eiginkonu hans
Ásu Norberg og öðrum ástvinum vott-
uð innileg samúð.
Á.G.
16
SÍMABLAÐIÐ