Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1976, Blaðsíða 6

Símablaðið - 01.01.1976, Blaðsíða 6
Aðsókn var góð og fullbókað meginhluta sumarsins, að undanskildu húsinu í Egils- staðaskógi, sem er orðið nokkurt vandamál vegna ófullnægjandi aðstöðu félagsins á staðnum. Vegna þessa, hefur félagið ekki getað endurbætt þetta hús eins og nauð- synlegt hefði verið. Gerðar hafa verið ýtrekaðar tilraunir til að fá aðstöðuna bætta, en án árangurs. Eins og áður hefur komið fram hefur félagið leitað til Alþýðusambands austur- lands um þátttöku í næsta byggingaráfanga þess að Einarsstöðum á Héraði. Á síðast liðnu sumri var Guðmundur Albertsson umsjónarmaður sumarbúðanna við Apavatn. Nokkrar lagfæringar voru gerðar á hús- unum þar, gróðursettar trjáplöntur og keyptir voru tveir seglbátar. SKIPULAGSMÁL f framhaldi af útgáfu reglugerðar frá 20. des. 1974 hefur mikið verið rætt um skipu- lagsmál Pósts og síma. í nóvembermánuði s.l. lögðu norsku sér- fræðingarnir, sem ráðnir höfðu verið til að fjalla um framtíðarskipulag stofnunarinn- ar, fram skýrslu og tillögur að breyttu skipulagi. F.Í.S. var afhent þessi skýrsla og tillög- urnar og var sérstakur fundur haldinn í Fé- lagsráði um málið þann 3. des. Póst- og símamálastjóri kom á fundinn til að út- skýra tillögurnar og svara fyrirspurnum. Fram kom á fundinum, að hin stjórn- skipaða nefnd, sem Póst- og símamálastjóri er formaður fyrir, hafði sett sérstaka undir- nefnd til að fjalla um tillögur norðmann- anna. Félagið átti ekki sérstakan fulltrúa í þeirri nefnd né starfsnefnd, sem vann að nánari tillögugerð. Félagsráð óskaði ein- dregið eftir að félagið ætti fulltrúa í þess- um nefndum, en ekki var orðið við því. Þann 11. febr. sl. voru félaginu síðan af- hentar ýtarlegri tillögur að breytingum á skipulagi stofnunarinnar frá skipulags- nefndinni, með ósk um umsögn. Tveir fundir voru haldnir um þessar til- lögur í Félagsráði og kom Kristján Helga- son, Umdæmisstjóri I, sem starfaði í undir- 4 SÍMABLAÐIÐ nefndinni á fyrri fundinn til að útskýra þær. Félagsráð taldi, að þar sem félagið hefði ekki átt aðild að gerð þessara tillagna, væri mjög erfitt að gefa viðhlítandi umsögn um þær. Félagsráð taldi þó, að sú grundvallar- breyting sem í tillögunum fælist, að færa starfsemi og stjórnun í ýmsum efnum út í umdæmin væri eðlileg. Félagsráð gagn- rýndi nokkur atriði tillagnanna, þ.á.m. stofnun nýrrar aðaldeildar. Þá lagði Fé- lagsráð áherslu á, að engar breytingar verði gerðar á stöðu einstakra starfsmanna, sem raski högum þeirra, án fulls samráðs við þá. Einnig lagði F'élagsráð áherslu á, að ekki verði rýrðir möguleikar starfsmanna til að vinna sig upp í stofnuninni. Að lok- um lagði Félagsráð áherslu á, að félagið fengi að fylgjast náið með framvindu þess- ara mála og yrði fullgildur aðili að út- færslu þeirra skipulagsbreytinga, sem á- kveðnar verða. LANDSFUNDUR 10. landsfundur F.f.S. var haldinn á Húsavík dagana 2—4 okt. s.l. Fundinn sátu 35 fulltrúar. Á fundinum voru fjölmörg mál til um- ræðu og margar ályktanir samþykktar. Lög félagsins voru til endurskoðunar og gerðar á þeim nokkrar breytingar, og eru þessar helstar: 1. Stofna skal sérstaka deild eftirlauna- fólks. 2. Rýmkuð eru ákvæði um aðild að félag- inu þannig, að nú eiga allir þeir sem taka laun samkvæmt samningum félags- ins, þar með taldir nemar, rétt á að vera fullgildir félagar. 3. Kjörtímabil deildarstjóra, Félagsráðs og framkvæmdastjórnar er tvö ár í stað eins áður. 4. Sett voru heimildarákvæði um trúnað- armenn. Ályktanir landsfundar hafa birst í Síma- blaðinu og því ekki ástæða til að gera nán- ari grein fyrir þeim hér. Landsfundurinn tókst í alla staði mjög

x

Símablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2710-9747
Tungumál:
Árgangar:
75
Fjöldi tölublaða/hefta:
241
Gefið út:
1922-1996
Myndað til:
1996
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Stéttarfélög : Símastarfsmenn : Kjaramál : Félag íslenskra símamanna : Fyrri titill Elektron (1915-1921)
Aðalrit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.01.1976)
https://timarit.is/issue/350014

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.01.1976)

Aðgerðir: