Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1976, Blaðsíða 10

Símablaðið - 01.01.1976, Blaðsíða 10
Samningar undirritaðir. Talið frá vinstri: Sigurður Þorkelsson, forstjóri, Haraldur Sigurðsson, deildarverkfr., Jón Skúlason, póst- og símamálastjóri, LCDR. Clementz og Capt. Goddu. Póstur og SLmi tekur v/ð rekstri Loran-Monitor- stöðvarinnar á Keflavíkur- flugvelli Nýlega voru undirritaðir samningar á milli Pósts og síma og Bandarísku strand- gæslunnar (U.S. Coast G'uard) þess efnis að Póstur og sími tæki að sér stjórn Loran- Monitorstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Þegar hafa verið ráðnir 3 íslenskir starfs- menn, þeir Bjarni Magnússon, Kristinn Arason, Gunnar Óskarsson og Alfreð Ósk- arsson. Loran tæknimönnum frá Gufuskálum verður gefinn kostur á að sækja um stöður á Loran-Monitorstöðinni, ef þeir óska þess, en ný og sjálfvirk tæki á Gufuskálum leyf- ir fækkun á mannafla þar. Fjölgun starfs- manna á Loran-Monitorstöðinni fer fram fyrri hluta þessa árs. Loran-Monitorstöðin á Keflavík'urflug- velli er að því leyti frábrugðin Loran stöð- inni á Gufuskálum að hún sendir ekki út Loran merki heldur tekur aðeins á móti þeim og hefur þannig eftirlit með tveimur stöðum í SL-7 keðjunni þ.e.a.s. Gufuskálum og Eide í Færeyjum. Hlutverk stöðvarinnar er því að fylgjast með útsendingum þessara tveggja stöðva innan mjög þröngra tímamarka og tryggja þannig að notendur þ.e.a.s skip og flug- vélar hafi sem best not af Loran merkj'um sendistöðvanna til staðarákvarðana og geti treyst á nákvæmni þeirra. Tveir af starfsmönnum stöðvarinnar hafa þegar farið til Bandaríkjanna til þjálf- unar. Bjarni Magnússon. 8 BIMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.