Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2005, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2005, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 Fréttir DV Tveir menn virðast hafa ætlað að taka lögin í eigin hendur síðastliðinn miðviku- dag. Þeir héldu að heimili Anthony Lee Bellere vopnaðir keðjum og öskruðu á hann að koma út. Anthony hefur verið ákærður fyrir ýmis kynferðisbrot gagnvart ungum stúlkum og segir hann mennina vera skylda einu fórnarlamba sinna og þeir hafi ætlað að stúta sér. Konukot opið lengur Velferðarsvið Reykjavík- urborgar hefur ákveðið að verða við áskorunum og halda Konukoti opnu allan sólarhringinn frá 22. des- ember. Þetta var gert í sam- ræmi við bókun Velferðar- ráðs frá 23. nóvember sl. og í samvinnu við Reykjavík- urdeild Rauða kross ís- lands. „Þetta er í kjölfarið á mikilli ijölmiðlaumræðu undanfarið," segir Ellý Þor- steinsdóttir hjá Velferðar- sviði. Talið er að um fjöru- tíu konur á öllum aldri séu heimilislausar í Reykjavík. 29. nóvember Flugstöðin stækkuð Starfsmenn ístaks byrj- uðu í síðustu viku að steypa undirstöður viðbyggingar flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar á Keflavíkurflugvelli. Þeir renna steypu í mót í grunninum nær daglega á næstunni að því er fram kemur á fréttavef Víkur- frétta. Komusalur og brott- fararsalur hefur þegar verið stækkaður og er það mál manna að það sé að verða mjög rúmt um farþega. Ekki mér sem var hafnað „Hugsanlegt er að per- sóna mín hafl ekki fallið að staðalímynd flokksins, illa farinn ijárhagslega og rót- tækur," segir Örn Sigurðs- son, sem hlaut fimmtánda sæti í prófkjöri sjálfstæðis- manna fyrir næstu borgar- stjórnarkosningar en er þó ekki á framboðslistanum. Örn segist telja að í raun hafi verið að hafna stefnu hans og stefnu Samtaka um betri byggð. Hann hafi einkum teldð þátt í próf- kjörinu til að vekja athygli á mikilvægum málum. Að sinni sé lítið að segja um þá ákvörðun að setja nafn hans ekki á framboðslist- ann. Þórshafnarhreppur hefur ekki greitt lán af fjölda fasteigna Tuttugu og fimm fasteignir á leið í nauðungarsölu Upp úr hádegi á miðvikudag heyrðu íbúar á Bárugötu í Reykja- vík öskur sem fékk þá til að líta út um gluggann. Við nánari athugun kom í ljós að öskrin komu frá tveimur ungum mönnum vopnuðum keðjum. Þeir vildu að Anthony Lee Bellere, íbúi í göt- unni, kæmi út og mætti örlögum sínum. Anthony hefur verið kærður fyrir ýmis kynferðisbrot á ungum stúlkum, meðal annars nauðgun. „Það átti að stúta mér," segir Ant- hony Lee Bellere um heimsókn sem hann fékk síðastliðinn miðvikudag. Anthony segir heimsóknina tengjast ákærum á hendur honum, en hann er sakaður um ýmis kynferðisbrot gagnvart stúlkum á aldrinum tólf til fimmtán ára eins og DV greindi frá í lok nóvember. Lem þá í hausinn með pönnu „Þeir voru með keðjur," segir Anthony um mennina sem öskruðu á hann að koma út. Á meðan slógu þeir ítrekað í útidyrahurðina með keðjunum. „Það sér á hurðinni eftir þetta," segir Anthony. Þrátt fyrir þessa ógnvekjandi heimsókn óttast Anthony þó ekkert. „Ég er ekkert hræddur. Ég á minn rétt. Ef þeir ráðast inn á lóðina mína aftur eða koma inn í húsið mitt þá get ég tekið pönnu og slegið þá í hausinn. Ég er ekkert hræddur, þvert á móti." Þekkir ódæðismennina Anthony segist vel vita hverjir voru þarna að verki. „Þetta var bróð- ir einnar þeirra og frændi," sagði hann og átti þá við bróður og frænda eins fórnarlamba sinna. Hann taldi mennina vera í kringum þrítugt. Anthony segir að mennirnir hafi verið í slæmu ástandi. „Þeir voru kafdópaðir, það fór ekki á milli mála." Hræddur um móður sína Anthony lét sér ekki detta í hug að verða við óskum mannanna og koma út. Þess í stað hringdi hann á lögregluna sem kom á staðinn. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglunni kom lögreglan á staðinn og talaði við mennina. í kjölfarið fóru þeir á brott. Þrátt fyrir að vera sjálfur óhrædd- ur við mennina hefur Anthony þó áhyggjur. „Það er verst ef þeir fara að ráðast á móður mína því hún er sak- laus," sagði hann. Dóna-SMS og nauðgun í lok nóvember birti DV fyrst fréttir af Anthony eftir að hafa kom- ist yfir GSM-símann hans. Þar mátti sjá vægast sagt sláandi SMS-skila- boð sem hann hafði sent til ungra stúlkna. Hann sendi þeim meðal annars mynd af getnaðarlim sínum og bauð þeim inneign í GSM-sím- ann þeirra í skiptum fyrir dónalegar myndir af þeim. Auk skilaboðasendinganna hef- ur Anthony verið kærður fyrir að hafa haft samræði við fjórtán ára stúlku í sumar og móðir nítján ára misþroska stúlku hefur einnig lagt fram kæru á hendur honum vegna kynferðislegs ofbeldis sem hún segir Anthony hafa beitt dótt- ur sína. Stendur við sakleysi sitt í samtali við DV í gær ítrekaði Anthony sakleysi sitt í öllum þessum málum. „Annars væri ég ekki að tala við aðra fjölmiðla. Ég hef talað við Morgunblaðið, Séð & Heyrt og Sjón- varpið. Þeir vilja allir fá mig í viðtal." johann@dv.is „Það liggur á að fírma ró/'segir Þóra Kristjánsdóttir, listfræðingur og höfund- ur bókarinnar Mynd á þili.„Það er svo mikill hraði á öllu. Það liggur öllum á og aliir eru að drifa sig og ég smitast afþví. Ég bý í miðbænum en vinn í Garða- bæ og bara að komast á milli er alveg meiriháttar mál. Mig langar að vera róleg, ná tengslum við fólkið í kringum mig og lifa. Ekki láta alltþjóta svona framhjá mér." ,Efþeir ráðast inn á lóðina mína aftur eða koma inn í húsið mitt þá get ég tekið pönnu og slegið þá hausinn. Lamin með keðjum Ant- hony segir að það sjái á úti- dyrahurðinni hjá honum eftir aðfarir mannanna. Anthony Lee Bellere Stendurvið sakleysisitt ogeróhræddurvið mennina sem vilja„stúta honum. gerðarbeiðandi í málinu, er ekki farið fr am nauðungarsölu nema talsverður tími hafi liðið frá síðustu greiðslu. Hafi ekki verið greitt í tvo og hálfan mánuð er viðkomandi send greiðslu- áskorun. Eftir aðra tvo mánuði eru eignimar svo auglýstar á nauðungar- sölu. „Það er ekki meiningin að þetta lendi í nauðungarsölu," segir Bjöm. Til að svo fari ekki þarf hreppurinn að borga helming krafnanna fýrir 17. Þórshc Aðöllu 25 faste seldará >fn á Langanesi óbreyttu verða ignir hreppsins nauðungarupp- boði íja núar. ***——— ; janúar og semja um greiðslur á hin- um helmingnum við íbúðalánasjóð. „Ég á ekki von á að við látum selja fé- lagslega kerfið á nauðungarsölu á einu bretti," bætti Bjöm við. Hann þvertók jafnframt fyrir að þetta bæri merki um að hrepp- urinn væri á barmi gjaldþrots. johann@dv.is Björn Ingimarsson Sveitarstjórinn segir ógreidda reikninga stafa afyfirsjón gjaldkera. „Þetta er sjálfsagt einhver klaufa- skapur," var svar Bjöms Ingimars- sonar sveitarstjóra í Þórshafnar- hreppi en farið hefur verið fram á að tuttugu og fimm eignir í eigu hrepps- ins verði seldar á nauðungamppboði. Ástæðan er að hreppurinn hefur ekki borgað af húsnæðislánum vegna fast- eignanna. Að öllu óbreyttu verða fast- eignimar tuttugu og fimm seldar á nauðungamppboði þann sautjánda janúar næstkomandi. „Þetta em afborganir í vanskilum Hvað liggur á? og það er trúlegt að þetta séu íbúðir í félagslega kerfinu," segir Bjöm sem virtist ekki vera vel kunnugur um stöðu mála þegar blaðamaður ræddi við hann. Hann vissi meðal annars ekki að fasteignimar væm komnar á lista yfir eignir sem em á leið í nauð- ungarsölu. „Þetta hefur stundum skeð," bætti Bjöm við og taidi yfirsjón gjaldkera liklegustu ástæðuna fyrir að ekki hafi verið greitt af lánunum. Líklegt er að um meira en einfalda yfirsjón sé að ræða. Samkvæmt upp- lýsingum frá íbúðalánasjóði, sem er

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.