Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2005, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2005, Blaðsíða 13
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 13 Miltisbrandur er í jörðu í Hraunsholti eystra í Garðabæ, skammt frá Stjörnuheimilinu. Gert er ráð fyrir því að byggja fjörutíu einbýlishús í landinu en þeim framkvæmdum hefur verið frestað af ótta við að milt- isbrandurinn taki sig upp að nýju. Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðahæ segist líta málið alvarlegum augum. Haraidur Briem sóttvarnalæknir segir einkum þrjár leiðir til að miltisbrandurinn smitist í fólk. Miltisbrandur í jörðu í landi Garðabæjar hefur orðið til þess að umfjöllun um deiliskipulag hefur verið slegið á ffest. Svæðið sem um ræðir heitir Hraunsholt eystra og er sunnan við Stjömuheimil- ið auk þess sem skátaheimilið stendur þar nærri. Bæjaryfirvöld líta málið mjög alvarlegum augum, enda ekki nema ár síðan miltis- brandur olli dauða nokkurra hrossa í Vatnsleysustrandarhreppi. „Það er vert að taka það fram að þetta er algjörlega hættulaust eins og þetta er núna,“ segir Gunnar Einars- son bæjarstjóri í Garða- bæ um málið. Annað gætí hins vegar ver- ið upp á teningnum verði hróflað við jörðinni Hrauns- holtí eystra. Haraldur Briem Sott- varnalæknir segir fólk I geta smitast af miltis- brandi af dýrum. Gunnar Einarsson Bæjarstjórinn í Garðabæ Iftur miltisbrandsmálið alvarlegum augum. Miltisbrandssýktar kýr „Það liggur fyrir að tvær kýr drápust í landinu á ágúst 1942 og voru urðaðar í landi bæjarins," segir Gunnar, en skepnumar voru báðar sýktar af miltísbrandi. Miltísbrandur er baktería sem leggst í dvala í jörðinni og er hættu- laus meðan ekki er hróflað við jörð- inni. Nú stendur hins vegar til að byggja á landinu með tilheyrandi jarðraski. Það gætí haft alvarlegar afleiðingar, fýrst og fremst fyrir dýr en þó einnig menn. Fólk getur smitast af dýrum „Ég fréttí af þessu í gær [á mánu- dag],“ segir Haraldur Briem sóttvam- alæknir. Hann segir grasbíta vera í mestri hættu. „Það er ekki fyrr en dýr smitast að við förum að smitast af þeim," segir hann um hvort milt- isbrandurinn getí borist í okkur mannfólkið. Sýktur Effólk er með sár eða rispu getur það sýkst afmiltisbrandi með því einu að snerta sýkt dýr. Einkum er um þrjár smitleiðir að ræða. í fyrsta lagi ef fólk borðar kjötíð af miltísbrandssýktum dýrum. í öðm lagi þegar fólk er að vinna með til dæmis ull sýktra dýra. „Það er mjög hættulegt ástand," segir Haraldur. Að lokum getur fólk með rispur eða sár sýkst þegar það handleikur sýkt dýr. „Sárin verða þá mjög sérstök. Það kemur svart drep sem minnir á kola- mola," segir Haraldur. Taka málið alvarlega „Við munum leita álits sérfræðinga og erum í samvinnu við heilbrigðiseft- irlitíð, sóttvamalækni og yfirdýra- lækni,“ segir Gunnar. Harrn leggur ríka áherslu á að vandað verði til verka Hraunsholt eystra Hér á að byggja fjörutíu einbýlishús. Umræðu um deiliskipulag hefur ver- ið frestað vegna upplýsinga um miltisbrand Ijörðu. og ítrustu varfæmi verði gætt til að af- stýra öllum skaða. „Það verður ekkert gert fyrr en allar staðreyndir málsins em komnar á hreint," segir Gunnar ákveðinn. „Við tökum þetta alvarlega." Framkvæmdum frestað „Það er gert ráð fyrir fjörutíu sér- býlum," segir Gunnar um væntanleg- ar framkvæmdir í Hraunsholtí eystra, en sveitarfélagið keyptí jörðina fyrir tveimur árum síðar. Þessum fram- kvæmdum hefur hins vegar verið slegið á frest meðan sveitarfélagið ákveður næstu skref í málinu í sam- ráði við sérfræðinga. Ekki fyrr en þá munu framkvæmdir hefjast. Vegna eðlis framkvæmdanna segir Haraldur að málið sé ekki litíð mjög alvarlegum augum. Hann segir við- brögð sveitarfélagsins þó vera rétt. í svona málum er rétt að hafa allan vara á. johann@dv.is Landsins mesta úrval af sjólfvirkum espresso/cappuccino kaffivélum verð frá kr. 39.805 stgr. Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 • Símar: 520 7901 & 520 7900 • www.ef.is TffSS í svörtu og stáli INCANTO SIRIUS Þú lagar alla uppáhalds kaffidrykkina þína svo sem espresso, cafélatte og cappuccino, nákvæmlega eins og þú vilt hafa þá! Þú velur vatnshita, kaffimagn, mölun og aðrar stillingar af snertiskjá Kaffivélar 12 gerðir VIA VENEZIA Espresso

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.