Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2005, Blaðsíða 18
'SgSsksSk
18 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005
Sport rxv
ÚRVALSUÐ DHL-DEILDAR KARLA
DV fékk þjálfara DHL-delldar karla í handbolta til þess að velja úrvalslið deildarinnar. DV birtir næstu
daga niðurstöður kosningarinnar og í dag skoðum hvaða leikmaður fékk ílest atkvæði af vinstri horna-
mönnunum.
BALDVIN MEB
YFIRBURfll í
VIIUSTRA HORNINU
Baldvin Þorsteinsson, vinstri hornamaður Valsmanna, fékk flest
atkvæði í sína stöðu frá fjórtán þjálfurum DHL-deildar karla í
handbolta. DV leitaði til allra þjálfara deildarinnar og bað þá um
að kjósa í hverja stöðu í úrvalslið deildarinnar. Baldvin fékk 61 af
70 mögulegum atkvæðum eða 37 fleiri en ÍR-ingurinn Tryggvi
Haraldsson sem endaði í öðru sæti. Tveir voru jafnir í þriðja sæt-
inu, Framarinn Stefán Baldvin Stefánsson og Fylkismaðurinn
Brynjar Þór Hreinsson. Tíu vinstri hornamenn fengu atkvæði í
kjörinu, þar af fengu þrír þeirra kosningu í fyrsta sætið.
Baldvin Þorsteinsson hefur spil-
að stórt hlutverk í vinstra homi Vals-
manna undanfarin tvö tímabil en
hann er nú á sínu þriðja ári hjá Hlíð-
arendaliðinu. Baldvin er uppalinn á
Akureyri og steig sín fyrstu spor með
KA. Þjálfari hans Óskar Bjarni Ósk-
arsson viil minna á framlag hans í
vörninni.
Frábær varnarmaður
„Baldvin er að mínu mati frábær
varnarmaður sem gleymist oft í um-
ræðunni. Hann er besti senterinn í
deildinni, það er af þeim leikmönn-
um sem spila fyrir framan vörnina.
Baldvin er með gríðarlega gott sjálfs-
traust og þorir að taka af skarið og
fara inn úr horninu og þess vegna
þurfa varnarmenn alltaf að hafa
áhyggjur af honum," segir Óskar
Bjarni sem líkir honum við fræga
fyrrverandi homamenn Hlíðarenda-
liðsins.
Getur tekið af skarið
„Baldvin er oftast nær góður þeg-
ar við þurfum á honum að halda og
hann getur tekið af skarið á svipaðan
hátt og Jakob og Valdimar gerðu á
sínu tíma í Valsliðinu. Hann er
skemmtilegur karakter og góður
keppnismaður og frábær fyrirmynd
fyrir mína ungu leikmenn. Þetta
skemmtilega keppnisskap hjálpar
líka til að það er ekki hægt annað en
að taka eftir á honum á vellinum,"
segir Óskar Bjarni um Baldvin Þor-
steinsson sem hefur skorað 94 mörk
í 14 leikjum Valsmanna í DHL-deild
karla í vetur og er markahæsti leik-
maður fyrstu 14 umferða hennar en
Valsmenn em nú í öðm sæti deildar-
Þjálfarinn vill setja pressu á
hann
Óskar Bjarni vill samt sjá aðeins
meira frá sínum manni: „Baldvin
þarf örlítið að bæta leik sinn ef hann
ætíar að komast upp á næsta pall,
það er að vera í algjömm lands-
liðsklassa. Ég er að vona að það ger-
ist eftir jól og ég vil setja þá pressu á
hann." Baldvin hefur leikið 14 lands-
leiki fyrir ísland hönd og hefur verið
viðloðandi landsliðið að úndan-
förnu en var þó ekki einn af þeim
flmmtán mönnum sem eru öruggir í
EM-hópinn. „Ég geri fastlega ráð
fyrir því að Baldvin verði 16. maður-
inn í landsliðinu þvf mér flnnst hann
eiga það skilið en ég tel að hann hafi
alia burði til þess að geta spilað er-
lendis og verða fastamaður í okkar
landsliði. Ég tel að þetta stökk sé al-
veg að koma og að hann sé á landa-
mærunum og ég er að vonast til þess
að það komi eftirjól," segir Óskar
Bjarni um sinn mann en tekur það
jafnframt fram að hann er ekki að
kvarta uridan markahæsta manni
DHL-deildarinnar sem fær yflr-
burðakgsningu í úrvalslið DV.
33ÉI
ATKVÆÐI VINSTRI HORNAMANNA
Baldvin Þorsteinsson, Val 61(12)
Tryggvi Haraldsson, (R 24
Brynjar Þór Hreinsson, Fylki 10 (1)
Stefán Baldvin Stefánsson, Fram 10 (1)
Jón Karl Bjömsson, Haukum 7
Kristján S. Kristjánsson, Stjömunni 3
Valur Amarsson, FH 3
Guðmundur Pedersen, Haukum 3
Árni Bjöm Þórarinsson, Vík/Fjö 3
Andri Snær Stefánsson, KA 2
(Innan sviga: Skipti sem leikmaður var settur í fyrsta sæti)
Hver þjálfari kaus þrjá leikmenn f hverja stöðu. Sá í 1. sæti fékk 5
stig, sá í 2. sæti fékk 3 stig og sá í 3. sæti fékk 1 stig.
Yfirburðakosning Valsmaöurinn Bald-
vin Þorsteinsson fékk 87% afmöguieg-
um atkvæðum ikjöri þjálfara á besta
vinstri hornamanni DHL-deildar karla.
-Æ