Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2005, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2005, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBBR 2005 Fréttir DV Örugg ökukennsla Gert er ráð fyrir að setja upp svokallað ökugerði á Akranesi á næstunni. Öku- gerðið er svæði sem hugsað er undir æfingaakstur bfl- prófsnema, enda lfldega öruggara að æfa ýmsa öku- leikni þar sem engin hætta er á að valda tjóni. Hug- myndin er komin frá sam- gönguráðuneytinu og gerðu markaðsfulltrúar Akraness grein fyrir henni á fundi at- vinnumálanefhdar í gær. At- vinnumálanefhdinni leist vel á þessa hugmynd og fól markaðsfulltrúunum að vinna áfram að málinu. Ók sviptur Lögreglan í Keflavík stöðvaði ökumann í fyrra- dag vegna stöðvunarskyldu- brots á gatnamótum Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar. Þegar lögregla ræddi við öku- manninn kom í ljós að hann hafði verið sviptur ökufeyfi. ökumaður var færður á lög- reglustöð til skýrslutöku en var látinn laus að henni lok- inni. í gær kærði lögreglan í Keflavík sfðan einn öku- mann fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut. Mældur hraði var 114 km þar sem hámarkshraði er 90 km. Stolið úr Bónus Fjórum far- tölvum var stolið úr Bónus og Megastore á Suðurlands- braut aðfara- nótt þriðju- dags en þjófar brutu sér leið inn um gluggann og stálu fjórum fartölvum að andvirði 150 þúsund krón- ur. Einnig var brotist inn í heimahús á Hringbrautinni á mánudagskvöldinu og fartölvu stolið. Lögreglan í Reykjavík segir að málin tengist ekki og að þjófarnir hafi komist undan. Ekki er vitað hvaða menn voru að verki eða hve margir en málið er í rannsókn. „Það er allt gott að frétta. Hér er veður gott og fært í allar áttir, “ segir Sigurjón Jóhannesson, fyrrverandi skólastjóri á Húsavík. „Það er búið að skreyta viða í Landsíminn og .................... verslunum. Straumurinn liggur mikið til Akureyrar fyrir jólainnkaup. Það er helst til ama þessar rækju- vinnsluvélar og uppsagnir á starfsfólki út afþeim. Við hér á Húsavik þurfum á rækjunni að halda." fr* wda ^ Aátfa*. Sonja Haralds er búin aö svelta sig í 27 daga. Hún segist ekki ætla að borða fyrr en ríkisstjórnin samþykkir að borga öryrkjum og ellilífeyrisþegum 150 þúsund á mánuði skattfrjálst. Sonja segir að hungurverkfall hennar sé til að krefjast mannréttinda því enginn geti lifað á því sem stjórnvöld greiði til örorku -og ellilífeyrisþega. Sonja Haralds er öryrki sem fór í hungurverkfaU fýrir 27 dög- um til að krefjast bættra kjara örorku -og ellilífeyrisþega. Hún segist vera þreytt á því að reyna að ná endum saman á þeim bótum sem Tryggingastofnun ríkisins ætiar henni á mánuði. Sonja er búin að skrifa undir skjal frá Landlæknisembættinu þess efnis að ef hún missi meðvitund í hungurverkfalli sínu þá gefi hún hvorki leyfi til þess að læknar gefi sér næringu í æð né reyni að endurlífga hana. „Ég er ekki einhver aumingi á örorkubótum, ég er manneskja sem á rétt á mannsæmandi lífi í þjóðfé- lagi sem státar sig af því að vera ein af ríkustu þjóðum heims,“ segir Sonja Haralds 68 ára gamall öryrki sem er búin að svelta sig í 27 daga. Hún segir að í 25. grein mannréttindayfirlýs- ingar Sameinuðu þjóðanna sé tekið fram að: „Hver maður á kröfu til lífs- kjara, sem nauðsynleg eru til vemdar heilsu og velh'ðan hans sjálfs og fjöl- skyldu hans. Telst þar til matur, klæðnaður, húsnæði, læknishjálp og nauðsynleg félagshjálp svo og rétt- indi til öryggis gegn atvinnuleysi, veikindum, örorku, fyrirvinnumissi, elli eða öðrum áföllum, sem skorti valda og hann getur ekki við gert.“ Sonja segir að þessi grein sé ekki virt á íslandi. Berst til síðasta blóðdropa „Ég ætla að berjast til síðasta blóðdropa og hef ekíd í hyggju að hætta í hungurverkfallinu þar til stjómvöld samþykkja að greiða 150 þúsund krónur á mánuði skattfrjálst til örorku -og ellilífeyrisþega," segir „Ég kvíði ekki dauð- anum og efþað þarf að færa mannfórn til að eitthvað verði gert i okkar málum þá mun það verða svo." Sonja. Hún segir að hún kvíði engu, hún fái styrk í baráttu sinni í gegnum trúna. „Ég kvíði ekki dauðanum og ef það þarf að færa mannfóm tfl að eitt- hvað verði gert í okkar málum þá mun það verða svo,“ segir Sonja. Skrifaði stjórnmálamönnum „Ég er búin að skrifa bréf til Jóhönnu Sigurðardóttur, Ögmundar Jónassonar og Steingríms J. Sigfús- sonar tfl að vekja athygli þeirra á þeim málum sem ég er að berjast fyrir en ekkert þeirra hefur svarað mér," segir Sonja. Að sögn Sonju sýna stjómmála- menn öryrkjum lítilsvirðingu með aðgerðaleysi sínu. „Stjómarherrar Sonja Haralds öryrki „Ég er ekki einhver aumingi á örorkubótum." þessa lands sjá til þess að þeim séu borguð góð laun og eftirlaun en sýna enga samkennd með þeim fjölda manna í land- inu sem þurfa búa við - og undir fátækrar- mörkum," segir hún. Dagurinn líður í móki Sonja segir að hún sofi illa. Hún sé komin með slæman bjúg og sé máttlaus og haldi sig mest í rúminu. skjal Landlæknis- Hún segir að embættisins Undir- dagurinn líði í skr^ Sonjuum að endurlífga hana ekki. móki en andlega sé hún sterk og er eldd á leiðinni að gefast upp. „Fyrstu þrír dagamir í hungur- verkfallinu vom erfiðir en svo missti ég matarlystina og hef ekkert borð- að, drekk bara te, vatn og ávaxta- safa," segir Sonja sem fer ekki út úr húsi. Sonja segir að hjá sér verði engin jól en að hún ætli að fá sér eitt vínglas á aðfangadagskvöld. jakobina@dv.is °**»*o. ■J 3 • 1 Sífesí c *»**»ió»*U ^ ****,itt Sonja ætlar að svelta sin í hel Heimilislæknir hunsar Sonju Haralds Ólafur F. Magnússon læknir og borgarfull- trúi Frjálslynda flokksins. Vill ekki vitja Sonju. | Dagur B. Eggertsson læknir og borgarfulltrúi R-listans Segir að samskipti læknis og sjúklings sé ekki fjölmiðlamál. Sonja Haralds er búin að svelta sig í 27 daga til að vekja athygli á slæmum kjörum sínum og ann- arra öryrkja. Hún segir að heimil- islæknir hennar hafi hringt í sig tvisvar en ekki komið heim til sín enn. Hún segir að hún finni fyrir máttleysi og svefntruflunum en sé ekki á leiðinni að gefast upp í bar- áttu sinni fyrir bættum kjörum ör- yrkja. „Samskipti læknis og sjúklings er ekki fjölmiðlamál," segir Dagur B. Eggertsson læknir og borgar- fulltrúi R-listans þegar DV spurði hann hvort hann vildi vitja Sonju Haraldsdóttur og gefa læknis- fræðilegt mat sitt á líkamlegu ástandi hennar. Ólafur F. Magnússon læknir og borgarfufltrúi Frjálslynda flokks- ins var ekki heldur tilbúinn til að fara til Sonju og bar við sömu rökum og Dagur B. Eggertsson. Engu að síð- ur taldi Ólaf- ur að það væri æskflegt að koma henni undir læknis- hendur eftir þrjár vikur næringar. an Briem fær ekki pening Gunnlaugur Briem trommuleik- ari fær ektó greiddar tæpar 100 þús- und lcrónur sem hann taldi sig eiga rétt á vegna endurútgáfu á tóndisk- um sem hann lék inn á fyrir Skíf- una. Hæstiréttur sneri dómi Hér- aðsdóms Reykjavíkur sem hafði dæmt að Gunnlaugi skyldu greiddir þessir peningar. Gunnlaugur lék um langt skeið inn á diska Skífunnar án þess að skriflegir samningar væru gerðir. Hæstiréttur segir að Gunnnlaug- ur hefði átt að áskflja sér fyrirfram sér- staka greiðslu fyrir end- urútgáfur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.