Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2005, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2005, Síða 19
DV Sport FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2005 19 Björgólfur færtíuna hjá KR Björgólfur Takefusa skrifaði í gær undir tveggja ára samn- ing við KR í Landsbankadeild karla í knatt- spymu og mátaði við sama tækifæri KR-treyjuna sem hann mun spila í næsta sumar. Björgólfur verður númer tíu hjá KR en hann hefur leikið í treyjun númer 22 hjá Fylkismönnum undan- farin tvö tímabil. Að sögn Jónasar Kristjánssonar, for- manns KR-sport, þá er það hlutverk Björgólfs að skora mörkin fyrir KR-inga næsta sumar. Baldvin mark- mannsþjálfari KR KR-ingar hafa samið við Baldvin Guðmundsson, fyrr- um markvörð FH, Þórs og Víkinga, um að hann sjái um markmannsþjálfun hjá félaginu en Baldvin, sem hefur séð um markmannsþjálfun Gróttu undanfarið, hefur lært knattspyrnuþjálfun í Dan- mörku. Baldvin lék með KR í yngri flokkum en aidrei með meistaraflokki félags- ins þar sem að hann fór yfir í FH í 2. flokki. Kobe skoraði 62 stig í þremur leikhlutum Kobe Bryant skoraði 53 stig- um meira en næststigahæsti maður Los Angeles Lakers í 112-90 sigri á Dalias í NBA- deildinni í körfubolta í fyrrakvöld. Hann varð jafn- framt aðeins fjórði leik- maður í sögunni til þess að skora 30 stig í einum leik- hluta í NBA-deildinni. Þeg- ar Kobe Bryant sagði þetta gott í lok þriðja leikhluta þá hafði hann skorað stigi meira en andstæðingarnir í Dallas Mavericks, 62 stig gegn 61 stig frá Dallas. Unndór kallar ástelpufrá Spáni Unndór Sigurðs- son, þjálfari kvenna- liðs Grindavíkur í körfunni, hefur verið ráðinn þjálfari 18 ára landsliðs kvenna en liðið mun leika á NM unglinga- landsliða í Solna í Svíþjóð í maí og í EM í Chieti á Italíu í júh' á næsta ári. Unndór hefur valið æfingahóp sem æfir saman um jólin og meðal leikmanna er 16 ára stelpa sem hefur leildð alla sína tíð á Spáni. Aurora Erla Cabrerizo Andreudóttir er 180 sm framherji sem er að spila með CTEIB (Centre Tecnificació Esport Illes Balears) á Spáni. Framkvæmdarsamningar vegna aðstööu áhorfenda á Laugardalsvellinum undirritaðir Gamla stúkan verður sú nýja Skrifað undir ÞorgerðurKatrín Gunnarsdóttir og Eggert Magnús- son undirríta samningana í gær. DV-mynd Heiða Knattspymusamband íslands, menntamálaráðuneytið og Istak und- irrituðu í gær framkvæmdársamn- inga um uppbyggingu aðstöðu áhorf- enda á Laugardalsvelli en að fram- kvæmdunum loknum verður sæti fyrir tíu þúsund manns á vellinum. Eldri stúkan verður lengd til norðurs og suðurs auk þess sem hún verður byggð niður að hlaupabraut. Hún hefur hingað til gengið undir nafrúnu „gamla stúkan" eftir að sú nýrri var reist fyrir fáeinum árum en þessar nafhbótir munu væntanlega víxlast eftir að sú eldri hefur hlotið endumýj- un lrfdaga. „fsland hefur dregist aftur úr í þessum efiium og þessar fram- kvæmdir munu gjörbylta vellinum," sagði Eggert Magnússon við undirrit- un samningsins. KSÍ fær styrk frá knattspymuyfirvöldum erlendis upp á 3-400 milljónir króna og segir Eggert það hcifa verið lykilatriði í samning- um við ríkisvaldið sem mun leggja 200 milljónir til framkvæmdanna. Áfram verður aðstaða íyrir frjálsí- þróttafólk á vellinum og verður því hlaupabrautin ekki fjarlægð eins og svo marga knattspymuáhugamenn hefur dreymt um. Reykjavíkurborg munu einnig koma að framkvæmd- unum en samningar þess efiiis vom undirritaðir íýrr á árinu. „Það sem gengur vel ber að rækta," sagði Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra við þetta tilefni en hún kaus að kalla sig íþróttamálaráðherra í gær. Minntist hún sérstaklega á sparkvallaátakið sem hefur verið í gangi um land allt og tilkynnti að 25 milljónir verða lagðar fram í það átak á næstunni. eirikurst@dv.is SÝNINGAR Annan í jólum Sýning hefst kl. 24:00 Miðnætursýning á NASA - Úrfá sæti laus Þriðjudaginn 27. des. Sýning hefst kl. 20:30 Kaffi Krókur Sauðárkróki Fimmtudaginn 28.des. Sýning hefst kl. 20:30 NASA við Austurvöl! - Örfá sæti laus Föstudaginn 29. des. Sýning hefst kl. 20:30 NASA við Austurvöll - Úrfá sæti laus Miðasala í verslunum SKÍFUNNAR og á mií/l ÍS Hæ hó, guð minn almáttugur: salurinn lá, hlátursgusurnar voru ómældar og menn svöruðu glaðir spurningum um ákveðið líffæri. Er ekki í lagi með þessa þjóð? Elísabet Brekkan, DV. Einstaklega fyndið! Fréttablaðið. „... bæði fræðandi og bráðfyndin. “ Svarthöfði, DV. „Samband Auðuns við salinn var gott, það er kraftur og snerpa í flutningnum. “ Þorgeir Tryggvason, Morgunblaðið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.